Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 229
LÝÐRÆÐI
Wehner Yfir alla línuna! Óvissuatkvæðin frá miðjunni. Kaþólskir verka-
menn. Gamlar konur. Unga fólkið.
Genscher Willy, okkur hefar greint á og mun gera í ffamtíðinni. En við
þurfum ekki að fara í neinar grafgötur nú. Þetta er þinn sigur.
Schmidt Við lögðum drög að þessu þegar við gerðum umbætur á flokknum
fyrir tíu árum. Þú, Herbert og ég. Nú njótum við hinnar gullnu upp-
skeru.
Wehner Leyfðu vonda Frænda að faðma þig.
Wilke Til hamingju, herra kanslari. Fyrir hönd allra á skrifstofunni.
Nollau Og allra í öryggisþjónusm sambandslýðveldisins.
Bauhaus Og líka ffá barþjóninum þínum og útkastaranum.
Guillaume Leyfist mér að segja, höfðingi, að vinnan með þér er það besta
sem hefur nokkru sinni hent mig.
Ehmke Willy, þinni löngu útlegð er nú loksins lokið.
Allir Ræðu! Ræðu!
Wilke Hann getur ekki talað!
Ehmke Hann er búinn að tala sig hásan!
Schmidt Svona nú, Willy!
Ehmke Þú skalt njóta þessa eins og hægt er, Wlly! Héðan í ffá er það bara
niður á við!
Brandt Kæru vinir ...
Ehmke Hann getur ennþá sagt þaðl
Allir Hlustið! Hlustið!
Brandt Þetta er auðvitað sigur fyrir okkur alla sem hér höfum unnið saman
af öllum mætti. En meira en það. Með þessu hefur þýska þjóðin fylkt sér
um þá sáttastefnu sem við erum byrjuð á. Aldrei áður, aldrei áður hefur
þýskt ríki lifað í slíkum ffiði bæði við hinn ffjálsa anda þegna sinna og
við nágranna sína.
Guillaume (með Kretschmann) Og áffam stóðu hátíðahöldin ffam á nótt.
Þingræðislegt lýðræði, Arno! Endalaust villt partí! Maður stendur upp-
réttur - skömmu síðar kominn í gólfið! Búið að fleygja manni út - slopp-
inn aftur inn! Allir syngja - skömmu síðar eru þeir farnir að slást. Þeir
gráta - svo fara þeir að hlæja. Einhver leið út af bak við sófann - kannski
varst það þú.
Kretschmann Nú þarf einhver að fá sterkt, svart kaffi.
Guillaume Ég verð fullkomlega allsgáður í fyrramálið, ekkert að óttast. Við
verðum alhr allsgáðir.
Wehner (með Schmidt) Jæja, hvernig lítur heimurinn út í gráu dagsljósinu?
Eg skal segja þér hvað ég sé. Fjögur ár á viðbót af óákveðni. Fjögur ár í
227