Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 233
LÝÐRÆÐI
Wehner Ætli hann sé ennþá að velta sér upp úr uppskurðinum?
Schmidt Aðrir eiga í sínum heilsufarsvandamálum. Þeir láta það ekki hafa
áhrif á framkomu sína ... Hvað?
GuiUaume Eg sagði ekki neitt.
Schmidt Eg er reiðubúinn að gleypa þá almennu afstöðu að Willy sé Guð.
Það sem mér finnst svolítið ruglandi er samt sem áður hver hluti þrenn-
ingarinnar hann ædar að vera á þessu augnablikinu eða hinu - Guð fað-
ir eða Kristur á krossinum. Afsakaðu, Herbert.
Wehner Glettur okkar mikla leiðtoga hafa gert mig ónæman íyrir móðgun-
um við trúarskoðanir mínar.
Schmidt Fæstar þeirra heyrðir þú nokkurn tíma á meðan Horst Ehmke var
á staðnum til að hafa stjórn á hlutunum.
Ehmke (með Brandt) Við sigruðum. Það voru okkar stóru mistök, Willy.
Osigur er það eina sem þessi flokkur skilur. Osigur er vimisburður um
háleitar hugsjónir. Osigur gerir engar kröfar. Sigur krefst þess að þúger-
ir eitthvað - og það að gera eitthvað kallar alltaf á missætti, málamiðlan-
ir og mistök.
Brandt Jafnvel þú virðist hafa gefið mig upp á bátinn.
Ehmke Eg er að endurskipuleggja póstþjónustuna. Það er starfið sem þú
lést mig fá. Þú rakst mig, Wdly, manstu það ekki.
Brandt Ég sá strák vera að fylgjast með mér um daginn. I mannfjöldanum á
einhverri jámbrautarstöð. Fimmtán, sextán ára. Mjög hátíðlegur og al-
vömgefinn. Einhverskonar húfa á höfðinu, svipuð gamaldags stúdents-
húfu. Eg gat ekki haft augun af honum. Hann bara horfði á mig. Horfði
og horfði, vottaði ekki fyrir brosi. Honum geðjaðist ekki að því sem
hann sá.
Ehmke Hafðu ekki áhyggjur af róttæklingunum.
Brandt Eg horfði á hann. Hann horfði á mig. Þar til við hurfum hvor öðr-
um úr augsýn aftur.
Guillaume A ég að senda Uli út eftir sígarettupakka, höfðingi? - Hann er
að reyna að hætta að reykja ofan á allt annað.
Brandt Þessi aðgerð, Horst ...
Ehmke Aðgerðir em eins og allt annað, Wdly. Þær geta mistekist.
Brandt Eg hélt ég væri að deyja. Eg raknaði við í miðju kafi. Eg náði ekki
andanum ... Það mundi leysa allt, er það ekki. Helmut mundi taka við.
Frændi kæmi aftur inn í flokksstjórnina. Genscher yrði utanríkisráð-
herra, kysstur af sjónvarpsljósunum og breyttist í prins.
GuiUaume - Hann var næstum dáinn aftur í Israel í þyrlunni uppi á Masada.
Skyndileg vindhviða og hún feykist burt eins og visnað laufblað. Stopp-
ar á blábrúninni. Uli hrópar „Allir út!“ Og leiðtoginn bara situr þarna,
23J