Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 239
LÝÐRÆÐI
Guillaume Það er írelsið. Það gerir þennan stað svo slakandi, höfðingi. Það
er hægt að skilja allar dyr eftir ólæstar og láta börnin leika sér eins og þau
vilja.
Brandt Þú veist af hverju það er, Giinter?
GuiUaume Af því að lögreglan á staðnum er búin að loka allt svæðið af.
Brandt Lítið einka lögregluríki svo þú getir verið eins og heima hjá þér.
Guillaume - Tími til að hugsa, tími til að tala. Við vinnum auðvitað dálít-
ið, hvor í sínu. Senda skilaboð ...
Brandt Samningsatriði handa Egon Bahr. Hálfgert hrafnaspark. Þú ættir að
vélrita þau upp áður en þú sendir þau.
Guillaume - Innsend telex. Tvö eintök af hverju. Eitt handa höfðingjanum
... Persónuleg skilaboð frá Richard Nixon. - Annað handa mér. En við
erum líka klukkutímum saman úti í skóginum, eins og strákar, reikandi
um með Uli Bauhaus að leita að sveppum. (með Bauhaus og Brandt).
Það er ágæt tilbreyting að sjá þig njóta vinnurmar, Uli.
Bauhaus Það er ágæt tilbreyting að ná áþreifanlegum árangri.
Brandt Það er það sem mér líkar við sveppi, Uli. Maður tínir þá, súrsar og
borðar, þeir eru áfram tíndir, þeir eru áffam súrsaðir, þeir reyna aldrei að
éta þig aftur. Breiddu úr þeim á borðinu og við skulum sjá hvað við höf-
um fengið. Ertu að stinga af, Gunter? Ætlarðu ekki að gefa þig í leynd-
ardóma sveppafræðanna?
Guillaume Dálítið hræddur um að lenda á vitlausum svepp.
Brandt Við getum alltaf þekkt þá vitlausu, er það ekki, Uli?
Guillamne - Svo á meðan höfðinginn og Uli flokka sinn feng flokka ég
minn ...
Bauhaus Sumir eru beinlínis fagrir.
Guillaume - Eitt eða tvö eru reglulega viðkunnanleg eintök.
Brandt Blómkálssveppur. Frekar sjaldgæfur.
Guillaume - Bretar eru á bak við tjöldin að hvetja okkur til að vera óvin-
samlegir við Ameríkana.
Brandt Yndisleg, sæt angan.
Guillaume - Töffandi opinskár tónn.
Bauhaus Líttu á þetta tröll!
Guillaume - Þessi er krassandi!
Brandt Sólhlíf. Lepiota procera.
Guillaume - Sjálfur franski utanríkisráðherrann og jafhvel enn óvinsam-
legri í garð Ameríkana.
Brandt Biddu Rut að steikja þá í smjöri með dálitlu af lauk og kerfli.
Guillaume - Mischa ætti að geta soðið eitthvað bragðgott úr þessu ... Mér
semur meira að segja vel við Uli. Raunar semur mér ágætlega við allan
237