Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 240
MICHAEL FRAYN
öryggisvarðahópinn. Við Christel bjóðum þeim í smádrykk og Pierre
tekur myndir af þeim öllum. A kvöldin löbbum við yfir og fáum okkur
drykk á veröndinni hjá Willy og Rut.
Brandt Farðu og sæktu nokkrar flöskur í viðbót, Ub. Svo skulum við ekki
ónáða þig meira.
Guillaume - Það minnti á fundina á skrifstofunni í gamla daga. Nema hér
er enginn Frændi og enginn Helmut. Bara Rut og Christel og drengirn-
ir. Ub, bíður með byssu við belti og korktrekkjara í hendi. Höfðingimt
og ég. Einn eða tveir vinir sem spretta ffam úr fortíð Willys í Noregi og
langa rökkurkvöldið í norðrinu líður.
Brandt Willy Brandt var ekki eina persónan sem ég var hér í Noregi á fjórða
áratugnum. Eg var líka Willy Flamme. Eg var Karl Martin. Eg var Fel-
ix Franke. Albr skrifuðu þeir greinar hver í sitt blað, hver og einn með
sitt sérstaka sjónarhorn. Þú verður að læra ensku, Gunter, og lesa Walt
Whitman. „Er ég í mótsögn við sjálfan mig? Agætt, þá er ég í mótsögn
við sjálfan mig. Eg er stór, ég er fjöldi manna hið innra.“
Guillaume Hvernig var þín fyrsta reynsla af að stýra ríkisstjórn, höfðingi?
Brandt Eg hlýt að hafa verið betri í því þá. Eg man ekki eftir neinurn meiri-
háttar klofhingi eða svikum. Hvað um þig? Það að vera okkar góði gam-
alkunni Giinter Guillaume getur ekki verið það eina sem þér hefur stað-
ið til boða.
Guillaume Það er nú eina nafnið sem ég hef nokkru sinni borið.
Brandt Fólk hélt alltaf að ég væri njósnari. Hefur þér aldrei verið borið það
á brýn?
GuiUaume Að vera njósnari? Nei.
Brandt Norðmenn héldu að ég væri að njósna fyrir Finna. Svíar handtóku
mig fyrir að njósna fyrir Rússa.
Guillaume Ekki get ég séð þig fyrir mér sem njósnara.
Brandt Ekki það?
Guillaume Of áberandi. Of laumulegur, ef mér leyfist að segja það, höfð-
ingi. ^
Brandt Eg kunni öll brögðin í þessum bransa. Lærði þau þegar ég var á
flótta undan Gestapo. Töskur með fölskum botni. Osýnilegt blek.
Guillaume Osýnilegt blek? Hefur þú í raun og veru skrifað orðsendingar
með ósýxúlegu bleki?
Brandt Það var ágæt þjálfun. Það er það sem stjórnmálamenn eru alltaf að
gera. Nei, ég hefði getað verið njósnari, Giinter. Eg gæti verið það án
þess að þú vissir. Eg gæti verið að njósna núna.
Guillaume - Eitt augnablik velti ég fyrir mér ...
Kretschmann - Veltir hverju fyrir þér?
238