Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Qupperneq 245
LÝÐRÆÐI
Ehmke Hann hefur tapað tíu prósentum í skoðanakönnunum. Jafhvel
vinstri blöðin hafa snúist gegn honum.
Kretschmann - Komdu honum út úr þessu, Gunter. Komdu honum upp í
lestina aftur. Fleiri hrifin andlit. Fleiri brosandi varir og glampandi augu.
Gerðu hann hamingjusaman aftur, Gunter!
Guillaume (með Brandt og Bauhaus) Frimmersdorf ... Koblenz ...
Darmstadt... Pressuð föt, hrein skyrta ... Hver er hver í Frimmersdorf,
hvað er hvað í Darmstadt ... Uli, aðra flösku ... ! Skilti í fatahenginu í
þinginu: Aðeins fyrir meðlimi. Klórað neðst: Líka hatta og frakka... .
Neumarkt... Regensburg ... Líka hatta og frakka ... Neumarkt... Reg-
ensburg ... Straubing ... Hlustandi skrifar Radio Jerevan: „Er líf á
Mars?“ Radio Jerevan svarar: „Nei, það er ekkert líf á Mars heldur ..."
Líttu á þá þama úti, höfðingi! Oll þessi andlit sem horfa upp úr
myrkrinu! Tvö orð frá þér - það er allt sem þau vilja! Kæru vinir ... kæra
vinir ... ! Nei? Líttu þá á hana\ Hvernig hún hefur ekki augun af þér.
Mýkt vanganna þegar hún brosir! Og konumar tvær þama aftarlega.
Fleiri konm, enn aftar, þú sérð þær ekki alveg. Og fleiri á næstu stöð.
Þær em svo margar, höfðingi! Svo margar leiðir sem þú átt um að velja!
Brandt Hvað hef ég gert úr lífi mínu, Gunter? Haldið áfram, haldið áfram.
Aðlagast, aðlagast. Snúið baki við öllum sem einhvern tíma hefur þótt
vænt um mig. Gleymt öllum sem hafa veitt mér aðstoð á vegferð minni.
Skipt um ham aftur og aftur eins og snákur ... Stöðvamar koma ein af
annarri. Plattling, Wilshofen, Passau ... Willy Flamme, Karl Martin,
Felix Franke .... Eitt andlit efdr annað, hver ósigurinn á fætur öðmm.
Hvar enda ég? I lest, ferðast úr engum stað í engan, engin meining, eng-
inn tilgangur, geng til skrifta hjá séra Engum.
GuiUaume (með Kretschmann) Þetta virkar ekki lengur, Amo. Jafnvel ekki
lestin. Svo komum við aftur til Bonn ... þá em ný vandamál. Þeir em
famir að njósna um Christel.
Kretschmann Er hún viss um það?
GuiUaume Handviss.
Kretschmann Þú vilt að við leysum þig?
Guillaume Það er of seint núna, þeir em á hælunum á okkur. Allir koma til
með að vita að það er satt. Njósnari í skrifstofu Willys sjálfs! Það fer al-
veg með hann. Og hvað sem því líður ...
Kretschmann Hann mun vita það.
Guillaume Heimskulegt, ekki satt? Hann kemst að því fyrr eða síðar. Helm-
inginn af mér langar til að segja honum það!
Kretschmann En augliti tdl augfitis.
Guillaume Ekki bara hlaupa burt eins og lítdll óþekktarormur.
243