Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 250
MICHAEL FRAYN
Bauhaus Við að hafa taumhald á biðröðinni. Og mér bara datt í hug að ef
hann hefði látið sína menn í Austur-Berlín hafa listann ...
Nollau Nú, já. Blaðamenn, segirðu? Flokksstarfsmenn? Hve margar er um
að ræða ... ?
Guillaume - Konurnar! Skyndilega hafa þeir sem yfirheyra mig ekld áhuga
á neinu öðru! En allir vissu þetta! Allir hafa alltaf vitað það! Af hverju fer
fólk svo allt í einu að tala um það?
Genscher (með Brandt) Eg þarf varla að taka það fram að mér finnst þetta
afskaplega ógeðfellt verk. Eg vissi þó um leið og Nollau fékk mér þetta
að ég yrði að sýna þér það.
Guillaume - Það var ekki ég, Arno! Eg hef ekki sagt eitt orð! Ekki ég, höfð-
ingi! Ekki ég!
Genscher I hvert einasta skipti sem við setjumst niður til samningatdðræðna
við þá, hvað sem það snýst um - viðskipti, flóttamenn, landamæraeftir-
lit - þá vitum við að þeir hafa þetta uppi í erminni.
Brandt Hrein vitleysa eins og gefur að skilja. Að mesm leyti. Þ\i' er nú verr
og miðm. En samt kitlar það hégómagirndina dálítdð fyuir mann á mín-
um aldri.
Wehner (með Schmidt) Við höfum lagt hnífinn upp í hendurnar á þeim.
Schmidt Og í þínar hendur líka, auðvitað ...
Wehner Það er ekki vopnið sem ég hefði kosið.
Schmidt Þessi listi. Þetta er þín rithönd.
Wehner Nollau las hann upp fyrir mig.
Schmidt Og þú skrifaðir hann upp? Eftir upplestri? Allar tíu síðurnar?
Wehner Gamall blaðamaður - ég hraðrita. Mér þykir leitt að þetta skyldi
gerast svona, Helmut. Ég veit hvað þér þykir það ógeðfellt.
Schmidt Hver einasti samfundur. Allir flokkar kvenna á hverri einusm stöð
alla leiðina. Hraðritað.
Wehner Helmut, við höfum alltaf vitað það, báðir tveir, að hann yrði að
víkja á endanum. Það var bara spmning um hvenær hann yrði flokknmn
meira til tjóns en gagns.
Bauhaus (með Brandt) Fyrirgefðu, höfðingi. Eg veit þér finnst ég hafa
brugðist þér.
Brandt Eg biðst fyrirgefhingar. Ég virðist hafa lagt á þig óhóflega mikla
vinnu.
Bauhaus Þeir hömuðust í mér! Ég varð raglaður! Ég er venjulegm fjöl-
skyldumaðm. Eg var frá mér. Höfðingi, ég hef þjónað þér af trúmennsku
í fjögur ár! Daginn út og daginn inn! Náð í allt og borið fyrir þig! Allt-
af tilbúinn, ef ég sá snögga hreyfingu út undan mér, að kasta mér milli
þín og byssunnar!
248