Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 5

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 5
Um næstu mánaðamót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikverk, sem kunnugir segja að muni vekja verulega eftirtekt. Nafni höfundar hefur verið haldið vandlega leyndu af hálfu Þjóðleikhússins og með því hef- ur verið mögnuð upp spenna í kring- um þetta verk. Spennunni fer hins vegar senn að létta, því höfundur verður sviptur hulunni um líkt leyti og þetta blað ÞJÓÐLÍFS kemur út. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunn- ar, þ.á.m. Porgeir Porgeirsson og Ragnar Arnalds, en einnig hefur nafn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar verið nefnt. Við veðjum á Ragnar í þessu kapphlaupi leyndarinnar! Brynja Benediktsdóttir leikstýrir verkinu sem mun telja eina 40 til 50 leikara. Þetta verður því með viða- meiri sýningum á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Brynja segir, að leikhúsfólki þyki þetta sannarlega gott verk og ekkert bendi til þess að hér sé um byrjendaverk að ræða. Höfundur hafi ekki látið skáldverk frá sér fara opinberlega áður (því getur vart ver- ið um Þorgeir Þorgeirsson að ræða, eða hvað?), en lítið sé vitað um hvað hann hafi haft fyrir stafni í frístund- um. (Er ekki Hannes Hólmsteinn alltaf að skrifa í frístundum?) Sögusvið umrædds leikrits er Kaupmannahöfn, Reykjavík og ísa- fjörður og það hefst við árið 1892. Höfuðpersónur eru tvær: Skúli Thor- oddsen, sýslumaður ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði, og Lárus Bjarnason, málflutningsmaður við landsyfirréttinn. Hlutverk þeirra eru í höndum Kjartans Bjargmundssonar og Randvers Porlákssonar, korn- ungra leikara, en á hitt er að líta að Skúli var rétt liðlega þrítugur og Lár- us um 25 ára gamall á því herrans ári 1892. Leikritið fjallar um viðskipti þeirra í máli, sem sagan hefur nefnt Skúlamálið, en það snerist í grófum dráttum um tilraun Magnúsar Steph- ensen, landshöfðingja, til að koma Skúla þessum á kné, en Skúli hafði verið ódæll við landsins yfirvöld, m.a. staðið fyrir stofnun kaupfélags á ísafirði og stofnað til útgáfu blaðsins Þjóðviljinn þar sem greinar um lýð- ræði og réttindi kvenna, bænda og búandliðs voru tíðir gestir. Skúli var dæmdur frá embætti fyrir meint harð- ræði við fanga einn og settur á eft- irlaun. Hann hlaut þó að lokum fulla sýknu frá hæstarétti og miklar bætur frá Alþingi. Skúla var alla tíð einkar lagið að espa upp embættismenn og landsins yfirvöld - og það þoldu sumir hon- um ákaflega illa. Árið 1886 skrifaði FRÉTTIR Brynja Benediktsdóttir: Leikstýr ir verki eftir Ragnar Arnalds? (Ljósmynd: Þorvarður Árnason) Skúli Thoroddsen og leyni- hofundurinn Skúli bréf til kunningja síns, Jóns Jenssonar, en setningar þar eru e.t.v. lýsandi fyrir afstöðu Skúla og skulu þær því tíundaðar hér: „Líklega hættir maður nú að vera alveg eins þegjandi og hingað til, jyrst maður loksins varð fastur í embœttinu, fylgjandi frumreglu Gísla sáluga Magnússonar ,fallið get ég, en kúa- klessast lœt ég aldrei“. Pað gengur svo hvert sem er eigi út á annað þetta lífen að irritera hver annan. “ (Úr bók Jóns Guðnasonar Skúli Thoroddsen, fyrra bindi, bls. 105). _ Ekki er vert að rekja söguþráð meira, enda leikritið að sögn Brynju ekki samið í þeim tilgangi að rekja þessa sögu kórrétta. „Ef til vill er þetta saga af þessum atburðum,“ sagði Brynja, „en ef til vill speglar hún líka okkar tíma. Tilgangur höf- undar er að búa til leikhúsverk fyrst og fremst.“ ÞJÓÐLÍF 5

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.