Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 12

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 12
málum sé Albert eins og jarðýta. „Hann er kröftugur og harðskeyttur og eins og Napóleon að því leyti að hann þarf ekki nema fjögurra tíma svefn á nóttu hverri," segir Guð- mundur. „Hann hefur tamið sér ákaf- lega stífan vinnustíl og safnar ekki í bunka. Hann býður öllu byrginn og heimtar skýringar og þjónustu af embættismönnum, enda hataður af mörgum embættismönnum Reykja- víkurborgar." Þessi samvinna þeirra leiddi síðan til góðrar og persónulegrar vináttu, að sögn Guðmundar. Þeir höfðu gaman hver af öðrum, þótt ólíkir væru. Það varð tómstundagaman hjá þeim að tefla saman, svo sem þjóð- frægt er orðið. „Við komum heim til hvers annars og höfðum þá stundum fleiri með okkur,“ segir Guðmundur. „Kannski höfum við verið svona sjúkir í að tefla saman vegna þess að við höfum báðir mikið keppnisskap og eftir hverja skák lá við áflogum! Eitt sinn reiddist ég svo eftir skákina, að ég greip undir taflborðið og þeytti því með öllu saman framan í andlitið á honum. Garðar Sigurðsson var stadd- ur þarna líka og hann varð svo hræddur að hann spurði hvort ekki væri rétt að tefla undir lögreglu- vernd! Það er dálítið gaman að tefla við mann sem er alls ekki sama um hvernig skákin fer.“ Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á þjóð- málum tókst persónuleg vinátta með þeim tveimur. Þeir gerðu um það samkomulag að ræða ekki innan- flokksmál sín hver við annan eða deila um pólitík - nema í þingsölum, en þar hafi þeir algjörlega verið óháðir hver öðrum. „Væri það mál athugað gæti enginn, hvorki í Al- þýðubandalaginu né Sjálfstæðis- flokknum, bent á eitt einasta mál þar sem vinátta okkar hefur haft áhrif á málatilbúnað," segir Guðmundur J. þungur á svip. Líður nú fram á árið 1982. í byrjun þess árs fékk Guðmundur J. Guðmundsson vott af hjartaáfalli og var frá vinnu í eina þrjá mánuði. Læknar voru ekki sammála um greiningu, en Guðmundur fékk ströng fyrirmæli um hvíld. Guðmund- ur segir það lýsa persónunni Albert 12 ÞJÓÐLÍF býsna vel, að hann hafi komið fyrstur manna í heimsókn til sín, heimsótt sig síðan reglulega og hringt reglulega í konuna sína til að spyrja frétta og hvort hann gæti á einhvern hátt að- stoðað. Guðmundur fékk leyfi lækna til að taka þátt í kosningabaráttunni 1983 gegn því skilyrði að taka sér langa hvíld frá störfum á eftir. En það gerði Guðmundur ekki. Sumarið 1983 var einnig að öðru leyti mjög erfitt fyrir Guðmund. Samherji hans og starfsfélagi til margra ára á Dags- brún, Sigurður Guðgeirsson, lést um sumarið og skömmu síðar einnig for- maður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðs- son. Verkamannasambandsþing var haldið á árinu. Áföll dundu yfir, í mörgu var að snúast og við bættust þung veikindi hans sjálfs. Allt hafði þetta sín áhrif. „Ég fann, að ég var hreinlega að drepast," segir Guðmundur J. Guð- mundsson. Hann segist ekki hafa get- að hugsað sér að fara í frí hér innan- lands, því hvar sem hann kemur þekkist hann og næði gefst því lítið. Margt kallaði að sem hamlaði frí í útlöndum, auk þess sem hann hafði haft veruleg útgjöld vegna veikinda sinna. Fríið dróst því á langinn, þrátt fyrir aðvaranir lækna. Guðmundur settist á þing haustið 1983, en þá var þrek hans búið. Hann fær síðan aðsvif, tekst að staulast í stól og biður um að náð sé í Albert. Albert ekur honum heim og kemst að því hvernig líðan Guðmundar er. Hann mun einnig hafa rætt við lækna Guðmundar, að því er Guðmundur heldur. Hann kallaði á Guðmund til sín í ráðuneytið og spyr hvort hann ætli að drepa sig. „Síðan skellir hann peningabunka á borðið,“ segir Guð- mundur. Hann segist hafa færst und- an þessu, hafi sagst getað slegið sér víxil, en Albert spurt þá á móti hvort hann treysti sér ekki út á þeirra vin- áttu. Þessu var ekki gott að svara. Maður keyrir þig dauðvona heim á miðjum degi, segir Albert, og svo ertu að brölta þetta eins og vitleysing- ur. Og Guðmundur tók við fé úr hendi vinar með þeim orðum að hann endurgreiði þetta síðar. Guðmundur segist aldrei hafa haft ástæðu til að tortryggja Albert og vera sannfærður um, að þetta hafi verið gert af góðum hug við sig. „Það má vel ásaka mig fyrir að þetta hafi verið glæfralegt,“ segir hann, „en að baki lá margra ára persónuleg vin- átta. Og vináttu met ég meira við menn en pólitískar skoðanir. íslenskt þjóðfélag er þannig gert, að vinar- greiðar þykja sjálfsagðir og pólitík er ekki látin spilla þar um. Ég er alinn upp í þessu þjóðfélagi; ég hjálpa vin- um mínum ef ég mögulega get, þótt pólitískir andstæðingar séu. Það er mitt siðferði. Ef einhver er að byggja og biður mig, vin sinn, um að skrifa upp á víxil, geri ég það ef ég held að það hjálpi honum eitthvað. Þykir það nú orðin spilling að rétta vini hjálpar- hönd — siðferðisbrot? Þetta þykir höfuðglæpur vegna þess að hann var ráðherra og ég þingmaður og í öðrum flokki. En ég hef aldrei látið pólitík ráða minni vináttu við menn og mun ekki gera það framvegis. Ég tók Al- bert ekkert voðalega hátíðlega þótt hann væri orðinn ráðherra, og mér finnst ég ekkert merkilegri en áður fyrir það eitt að sitja á þingi. Hefði verið betra ef ég hefði tekið við pen- ingunum úti á götu? Sko, hvar liggur eiginlega siðferðið í þessu? Þjóðvilj- inn taldi mig hafa svikið einhverja siðferðishugsjón sósíalismans. Sú sið- ferðishugsjón er nú búin til á ritstjórn Þjóðviljans — og hana geri ég ekki að minni.“ Hann segir að vinskap þeirra Al- berts sé lokið. „Það tókst að slíta henni," segir hann. „Bréfið sem ég skrifaði honum þar sem ég endursendi peningana var það eina sem ég gerði ekki sjálfur í þessu máli heldur lét aðra gera. Og þetta bréf hleypti öllu í bál og brand. Tveir lögfræðingar skrifuðu bréfið og ég umturnaði því öllu en lét undan með það að strika út setningu sem hefði breytt málinu. Sú setning var á þá lund, að ég hefði aldrei efast um að hann hefði gert þetta af góðum hug við mig. Þá setningu strikuðu þeir út, en vitanlega er ábyrgðin mín.“ Viðbrögð Alberts við bréfi Guð- mundar voru þau að lýsa því yfir, að Guðmundi hefði verið ljóst allan tím- ann, að Björgólfur Guðmundsson hefði lagt fram hluta fjárins. „Ég harma þessi viðbrögð Alberts,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki vera bitur út af þessu máli og meðferð fjölmiðla. Hann hafi fengið á annað hundrað Enginn getur bent á eitt einasta mál þar sem vinátta okkar Alberts hefur haft áhrif á þingi gegn mínum flokki. Bréfið til Alberts hleypti öllu í bál og brand. Ég mun aldrei gera siðferði Pjóðviljans að mínu.

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.