Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 16

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 16
i 1 w - 1 r... KERFI Teikning: Brian Pilkington Eftir Jón Rúnar Sveinsson í lok febrúar á þessu ári gerðust þau tíðindi að svonefndir „aðilar vinnumarkaðarins“ tóku að sér það hlutverk að hanna nýtt húsnæðislána- kerfi. Allir þræðir voru í skyndi tengdir framhjá félagsmálaráðherra, ríkisstjórn og þingmönnum. Tæplega tveimur mánuðum síðar, þann 23. apríl, litu svo dagsins ljós ný lög er fela í sér algera uppstokkun hins eldra kerfis. Með svonefndum Ólafslögum árið 1979 var tekin upp full verðtrygging fjárskuldbindinga. í húsnæðislögum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen frá 1980 var hins vegar þannig búið um hnútana, að fjármögnun lána- kerfisins var allsendis ófullnægjandi við þær gerbreyttu aðstæður er verð- tryggingin skapaði. Sá skortur á heildarhugsun sem þetta hrópandi ósamræmi laganna ber vitni um varð bráðlega að fræjum víðtækrar kreppu í húsnæðismálum. Undirbúningur beggja lagasetning- anna fór fram árið 1979 er félags- hyggjumaðurinn MagnúsH. Magnús- son var ráðherra húsnæðismála. Þeg- ar félagshyggjumennirnir Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson sátu í embættum ráðherra fjár- og félags- mála á árunum 1980-83 fór að bera á einkennum kreppunnar. Hún skall svo á af fullum þunga skömmu eftir að félagshyggjumaðurinn Alexander Stefánsson tók við sem hæstráðandi húsnæðismála. Á valdatíma Alexand- ers hefur kreppan vaxið svo og dýpk- að, að Húsnæðisstofnun hefur orðið að opna sérstaka neyðarlánadeild. íslendingar hafa lengst af, nauðug- ir viljugir, orðið að vera sjálfum sér næstir í húsnæðismálum. Með mikilli eigin vinnu og hjálp verðbólgunnar hafa 90 prósent landsmanna eignast þak yfir höfuðið. í raun réttri liggur alls engin meðvituð og þaulskipulögð „sjálfseignarstefna“ þar að baki. Þeg- ar farið var að krefjast verðtryggðrar endurgreiðslu lánsfjár að viðbættum allt að 5-7 prósent raunvöxtum var fótunum kippt undan íslenska draumnum um eigið húsnæði jafnt 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.