Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 17
mm
ujdnT 1 • j
,yy,’ ',VÁ\í‘v ''Át i/1
fyrir verkamanninn sem heildsalann
og ráðherrann.
Á árunum 1982-83 fór raunvirði
nýbyggingarlána frá Húsnæðisstofn-
un niður í tólf til 13 prósent af kostn-
aði við staðalíbúð. Vegna hinna
ónógu langtímalána neyddist fólk
unnvörpum til að taka verðtryggð
skammtímalán hjá bankakerfinu.
Þúsundir fjölskyldna lentu af þessum
sökum í fjárhagslegum vítahring sem
ósjaldan endaði með eignamissi. Al-
gengt er að fólk hafi tapað verð-
mætum er svara til tveggja árslauna
hjóna.
Mælirinn fylltist svo að út úr flæddi
á síðari hluta árs 1983. Hús-
næðiskreppan var skollin á af fullum
þunga.
Sigtúnsfundurinn
í ágúst 1983 hækkaði lánskjaravísi-
talan um nær tíu prósent á einum
mánuði. Launin í landinu höfðu hins
vegar verið djúpfryst. Það var á þess-
um punkti sem hinn frægi Sigtúns-
fundur var haldinn, þann 24. ágúst
1983.
Viðbrögð kerfisins við Sigtúns-
fundinum voru afar ruglingsleg. Einu
skýru viðbrögðin voru þau að reynt
var að gera fundarboðendur tortrygg-
ilega. Einnig var reynt að gera sem
minnst úr vandanum; ríkisstjórnin
hafði satt að segja verið önnum kafin
við að ráða bót á vandanum upp á
eigin spýtur og öll „upphlaup"
myndu einungis spilla fyrir!
Eftir rúmlega tveggja ára föndur
ríkisstjórnar, Alþingis, húsnæðis-
málastjórnar og Húsnæðisstofnunar
við að stoppa í gatsiitið lánakerfi
tóku „aðilar vinnumarkaðarins“ loks-
ins af skarið. Árangurinn blasir nú
við. Nýtt kerfi, sem gjörbreytir eldra
fyrirkomulagi, tók gildi 1. sept-
ember.
Þridjungsmarkmiðið
gleymt?
Það vekur óneitanlega athygli þeg-
ar húsnæðissamkomulag aðila vinnu-
markaðarins er skoðað, að þar er
ekki stafkrók að finna um það, að
þriðjungur allra íbúðabygginga lands-
manna skuli vera á félagslegum
grundvelli. Slíkt markmið hefur þó
verið meginkrafa verkalýðshreyfing-
arinnar í húsnæðismálum í kjara-
samningum allar götur frá árinu
1974.
í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa
félagslegar byggingar verið á stöðugu
undanhaldi. Á árinu 1983 fækkaði
þannig byrjunum í félagslega kerfinu
niður í 160, en höfðu komist upp í
300 árið 1982, og hafa verið í svipuðu
horfi síðan. Hæst náðu félagslegu
byggingarnar því að verða 15-20 pró-
sent af öllum nýbyggingum en hafa
fallið niður fyrir tíu prósent frá og
á krossgötum
^_____________
ÞJÓÐLÍF 17