Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 25

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 25
fannst þess vegna ekki rétt að skipta mér af því. En ég hefði kosið að Kvennaframboðið byði fram aftur. Kvennaframboðið er staðbundin samtök og þar sem við erum hrifnar af smáum einingum hefði e.t.v. verið heppilegra að það hefði staðið fyrir framboðinu. Ef Kvennalistinn býður fram í öllum kjördæmum og öllum bæjar- og sveitarfélögum að auki er hætt við að hann verði ógurlegt bákn, og það er ekki í okkar anda.“ Stefnið þið þá að því að vera smáar? Hér hlær Sigríður Dúna. „Þetta er spurning um skipulag og stefnu. Við stefnum að því að hver eining hafi sem mest sjálfstæði í sínum málum. I komandi kosningum gerum við ráð fyrir fleiri framboðum og þá verður vitaskuld að samræma stefnuskrár Kvennalista. Ef bæjar- og sveitar- stjórnir kæmu síðan einnig inn í stefnuskrárnar yrði það fullmikið af hinu góða. Ég tel æskilegt, að kvennalistar starfi að landsmálum og konur á hverjum stað starfi að bæjar- eða sveitarstjórnarmálum. Aðstæður eru einnig staðbundnar og geta verið mjög mismunandi og það sem hentar einu byggðarlagi hentar kannski ekki í öðru. Áhersluatriðin geta því verið býsna ólík frá einum stað til annars.“ Síðustu bœjar- og sveitarstjórnar- úrslit, — varst þú ánœgð með út- komuna? „Ég var ekki ánægð með útkomu Kvennalistans í Reykjavík, fannst hún ekki góð miðað við allt það starf sem Kvennaframboðið hafði innt af hendi í borgarstjórn. Mér finnst dá- lítið óhugnanlegt að horfa upp á, að fólk tengir ekki aðstæður sínar við kosningar og útkomu þeirra, tengir ekki lífsskilyrði sín og aðstæður við þá athöfn að kjósa. Það má líka segja að stanslaus áróður hafi verið í gangi síðastliðin ár til að breiða yfir þessi nefna, að fólk sem býr við léleg laun er kúgað — og sú kúgun skilar sér inn á önnur svið. Fólk hreinlega gefst upp; því dettur ekki í hug að það sjálft geti breytt hlutunum. Og síðan er það hinn meðvitaði áróður í póli- tíkinni, en af honum er aldeilis nóg. Þar við bætist að áróðurstaða þeirra sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri er ákaflega misjöfn. Mér finnst ekki endilega, að allar konur á íslandi eigi að kjósa okkur, heldur að þær konur, og þeir karlar, sem eru okkur sammála, kjósi okkur. Ég ber virðingu fyrir skoðunum ann- arra og hef því alltaf átt dálítið bágt með að segja: kjósið Kvennalistann. Hins vegar vil ég segja þetta: hlustið á það sem við höfum að segja og ef þið eruð sammála okkur skuiið þið kjósa okkur. Vandamálið er hins veg- ar að láta heyrast nógu hátt í okkur.“ Er þetta ekki mótsögn, annars veg- ar þetta varfærnislega sjónarmið gagnvart kjósendum, og hins vegar að vilja á þing? „Þetta er aðeins dæmi um það hvernig við rekumst alls staðar á veggi, í þessu tilfelli hugmyndavegg- inn, ef svo mætti að orði komast. Þingmúrarnir geta verið ansi þykkir. Þetta er barátta upp á hvern dag. tengsl. Valdi fólks í kosningum er ekki hampað, nema síður væri.“ Hverju má kenna um að fólk tengir ekki þarna á milli, að þínu mati? „Það er margt sem stuðlar að þessu. í fyrsta lagi er fréttaflutningur mjög einhæfur og möguleikar fólks til að kynna sér mismunandi sjónarmið takmarkaðir. Ein ástæða þess að við buðum fram var t.d. sú að við vildum komast í hátalara, vildum láta rödd okkar heyrast. Síðan rekum við okk- ur á það, að hátalararnir eru ekki alltaf innan okkar seilingar þótt við séum komnar á þing. Þingmúrarnir geta verið ansi þykkir. Síðan má Samkvæmt viðteknum hugmyndum í íslensku stjórnmálalífi fara menn á þing vegna þess að þeir eru vissir í sinni sök. Þeir segja við kjósendur, að þeir eigi að kjósa sig. Þetta er virðingarleysi við kjósendur, vegna þess að menn virðast ekki gera ráð fyrir að kjósendur viti sjálfir hvað þeir „eigi“ að gera. Stjórnmálaflokk- arnir urðu okkur reiðir fyrst vegna þess að þeim fannst við taka eitthvað frá þeim, sem þeir töldu sig eiga, þ.e. atkvæðin. En fólk á að fá að hlusta á allar skoðanir." Pá verður fólk líka að vita hvað í boði er? „Já. Og það var einmitt ein ástæða þess að við buðum fram, eins og ég nefndi áðan. Við vildum komast í hátalara og skýra okkar sjónarmið. Við ákváðum að gera hlutina sjálfar, en gera ekki eins og íslenskar konur hafa lengi gert, þ.e. banka uppá hjá karlveldinu og biðja þá að gera nú þetta fyrir sig. Við vildum sýna að konur eru fullfærar um að gera þetta sjálfar. Og það hefur okkur tekist, finnst mér. Hins vegar er fréttaflutn- ingur af þingi takmarkaður. Það kemur lítið í fjölmiðlum af okkar málum, og þar sem við erum svo fátækar að geta ekki rekið fjölmiðil sjálfar, er á okkur hallað. Það hefur ýmislegt verið reynt til að gera okkur hlægilegar, við sagðar vitlausar og reynt hefur verið að hengja okkur á stjórnmálaflokka. Og þegar ekkert af þessu hefur dugað, hefur verið gripið til þess þrautaráðs að þegja okkur í hel. Útvarpsráð lét kanna í vetur hvaða efni hefðu verið tekin fyrir í Þingsjánni í sjónvarpinu, og þá kom í ljós að við höfðum aðeins einu sinni komist að þar. Við erum sífellt uppi á dekki í þinginu — en sjónvarpið taldi aðeins eitt mál nógu þýðingarmikið til að skýra frá því. Ég er samt ekki að saka frétta- menn um illvilja. Ég held hreinlega, að þetta stafi oft af því að þeir eru karlmenn. Og af því að þeir eru karl- menn hafa þeir ekki áhuga eða skiln- ing á málum, sem við konur höfum áhuga á og sem brenna á okkur. Þeim finnast þau mál einfaldlega ekki nógu merkileg — sjá ekki mikilvægi þeirra." Pú komst fram í sjónvarpsþœtti í ÞJOÐLIF 25

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.