Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 34

Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 34
Þórhildur leikstýrir Þorleifi og Unni Berglindi. Edda í baksýn. Guöný Halldórsdóttir samdi handritið að kvikmyndinni Stellu í orlofi sem tekin var í sumar, og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði. ÞJÓÐLÍF spjallaði við þær þegar mesta stressinu var lokið. Eftir Þröst Haraldsson „Stella er venjuleg húsmóðir og er afskaplega ánægð með hlutskipti sitt. Hún er ein þeirra sem segja gjarnan: Nei, ég veit bara ekki hvað verið er að tala um. Hún fær í misgripum upp í hendurnar mann, svía, sem kominn er til íslands í þeim tilgangi að fara í kjarnanum í kvikmyndinni Stella í or- lofi sem verður frumsýnd í október. Guðný á heiðurinn af handriti mynd- arinnar en leikstjórinn er Pórhildur Porleifsdóttir. ÞJÓÐLÍF hitti þær að máli í Mosfellssveitinni á dögunum og spurði fyrst hvort Stella í orlofi ...að lokum fer allt vel, allir taka sig á og finna tilganginn í lífinu. meðferð. Hún heldur að hann sé vin- ur eiginmannsins og ætli með honum í laxveiði. Eiginmaðurinn er forfall- aður og hún ákveður að hlaupa í skarðið. Síðan hleðst misskilningur á mis- skilning ofan en að lokum fer allt vel. Allir taka sig á og finna tilganginn í lífinu.“ Þannig lýsir Guðný Halldórsdóttir væri formúlumynd. í hinum hart leikna heimi íslenskra kvikmynda hefur það virst vera eina ráðið til að halda eigum sínum að búa til gaman- myndir. „Ja, hún er formúlumynd að því leyti að við sem að henni stöndum viljum reyna að forðast skuldasúp- una. Það hefur sýnt sig að hægar og lýrískar myndir ganga ekki,“ svarar Guðný. Eiga þeir sem eru að leita að gagn- rýni á þjóðfélagið að láta það eiga sig að sjá hana? „Það er ekki að finna ýkja djúp- stæða þjóðfélagsrýni í myndinni. Þar er gert grín að œðunum sem íslend- ingar eru alltaf að detta í. Nú eru allir blankir og í meðferð eða á leið í meðferð. Það eru allir að losa sig við gerviþarfirnar og gera mikið úr því,“ segir Guðný og Þórhildur bætir við: „En grínið verður að bíta pínulítið, annars virkar það ekki.“ „Það er af nógu mörgu skoplegu að taka í þessu þjóðfélagí,“ heldur Guðný áfram og segir sögu af sam- skiptum þeirra við yfirvöld. „Þannig 34 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.