Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 41
þegar BSRB ætlaði að auglýsa mán-
aðarlaun einstaklinga í samtökunum
haustið 1984 tók útvarpsráð sig til og
bannaði auglýsingarnar. Það lá svo
mikið við að aimenningur yrði ekki
upplýstur um laun opinberra starfs-
manna að ráðið greip til ritskoðunar,
beinnar og augljósrar.
Fréttamenn ríkisútvarpsins eiga
ekki auðvelt með að fjalla um
launamálin frekar en margir aðrir.
Launakerfið sem gilti á fjölmiðlum
fram að 1983 er hrunið einsog á flest-
um öðrum vinnustöðum. Á ríkisfjöl-
miðlunum gerðist þetta í stórum
dráttum þannig, að fréttamenn gengu
flestir úr BSRB og gerðu síðan sér-
kjarasamninga við ráðuneyti fjár-
mála. Með þessu tókst þeim að
hækka launin brúttó um allt að ÍOO
prósent á einu ári, — og gætu þess
vegna verið næstum því með
mannsæmandi laun, nteð gífurlegri
vinnu þó. Þetta veldur hins vegar því,
að þeir sem enn hanga á umsömdum
töxtum láglauna eiga ekki jafn skiln-
ingsríka fréttamenn að og áður. Og
„Ef einhver á flokkstengdum
fjölmiðli slysast til að gagnrýna
„eigin mann“, þá á hann annað
hvort fótum sínum fjör að launa,
ellegar er tortryggur þar til
hann steypist í sama mót og öll
hin möppudýr valdsins, svo á
fjölmiðlun sem annars staðar í
heimi óttans....
undirboðssamningar og allra handa
„fiff" í launamálum eru sjálfsagðari
en áður, einnig í augum þeirra sem
eiga að sjá um aðhaldið. Fyrir
nokkru átti fréttamaður viðtal í
hljóðvarpi við nefndakóng í kerfinu
um laun fyrir nefndastörf og spurði
hvassrar spurningar um aukalaun
fyrir slík störf. Nefndakóngurinn
svaraði á þá leið, að fréttamenn út-
varpsins hefðu nú líka sínar aðferðir
við að bæta launin. Þá gat fréttamað-
urinn ekki sagt annað en: — Við
skulum ekki vera að ræða það hér.
Þröng skeið og
opnir tímar
Morgunblaðið hefur mikla yfir-
burði á íslenskum fjölmiðlamarkaði.
Ekki bara vegna markaðshlutdeildar
sinnar, heldur líka vegna stærðar
sinnar og þjónustu sem er meiri en
annarra blaða. Á hinn bóginn hefur
áróðursmáttur blaðsins oft verið of-
metinn, bæði af því sjálfu og af and-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins. Gott
dæmi um þetta var afstaða blaðsins til
loftárása Bandaríkjamanna á Líbyu.
Morgunblaðið studdi árásirnar en
mikill meirihluti landsmanna lýsti sig
andvígan þeim í skoðanakönnun.
Sjálfsmynd Morgunblaðsins er
Þegar BSRB ætlaði að auglýsa laun félagsmanna
sinna bannaði útvarpsráð auglýsingarnar.
ÞJÓÐLÍF 41