Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 45

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 45
nýfrjálshyggjuliðið hefur keyrt áfram með útópíuna fyrir stafni og Fried- man í hendi einsog kreppukommar með Djúgasvíli fyrir augunum fyrir hálfri öld eða svo. Með allt á hreinu. Þartil ídealistarnir reka sig á múra og veggi. Eftirspurn eftir skoðunum Það eru ekki allir sem geta verið málsvarar sjálfs sín. Full ástæða er til þess hér á landi að efast sérstaklega um að hin fátæki og smái hafi mál- frelsi einsog „hin upplýsta millistétt“ sem skrifar blöð og talar í útvarp. Menn þurfa nefnilega að hafa efni á því að hafa skoðun, þó ekki sé mál- frelsið með sama hætti bundið eign og i árdaga borgaraþjóðfélaganna. Málfrelsið er takmarkað. Hvenær sem einhver verður sjálfu kerfinu skeinuhættur, hróflar við undirstöð- um þess, þá á hann ritskoðun vísa. Algengasta form ritskoðunar á fjöl- miðlum er auðvitað sjálfsritskoðunin. Fjölmiðlamenn, sem vilja sitja í hæg- um sessi, forðast öfluga andstæðinga og skrifa sig í sátt við gvuð og alla menn. Þeir verða „óumdeildir" og njóta þess friðar sem óbreytt ástand býður uppá. En þeir sem sætta sig ekki við óbreytt ástand verða að taka þá áhættu sem í því felst að verða óvinsœll, umdeildur og rœgður. í þessari grein hefur verið reynt að sýna fram á, að við íslendingar búum ekki við hefðir málfrelsis einsog margar nágrannaþjóðir okkar. Fjöl- miðlar og almenningur gjalda þessa að sjálfsögðu — og sú mótsögn er við lýði, að það er eftirspurn eftir skoð- unum. Henni verður að svara svo markaðstungumálið sé notað — og við þurfum að opna fjölmiðlakerfið og raunar allt félagslíf í landinu. Þá munum við um síðir byggja á hefðum mannréttinda. .....vinstri menn, vinstri hreyfingar, hafa verið í uppgjöri við fortíðina, hafa verið uppfullir efasemda um markmið og leiðir meðan nýfrjálshyggjuliðið hefur keyrt áfram með útópíuna fyrir stafni og Fríedman í hendi....“ fundi þessum kom fram fyrirspurn um það hvort ég væri hættur störfum, því ef ég væri það ekki, þá væri ástæða til að fjalla sérstaklega um Þeir verða að taka þá áhættu að vera umdeildir, óvinsælir og rægðir. Til gamans er rétt að geta þess hér í lokin, að undirritaður þekkir af eigin raun margs konar afbrigði ritskoðun- ar. Svo dæmi sé tekið þá var nýlega haldinn fundur í útgáfustjórn Þjóð- viljans, eftir að ég hætti þar störfum en ég tók út orlof á uppsagnartíma. Á það sem ég hefði sagt í greinum og viðtölum við aðra fjölmiðla. í sjálfu sér ekki stórt mál, — en hvaða áhrif haldið þið að slíkur málflutningur í útgáfustjórninni geti haft á þá sem nú sitja inná ritstjórn Þjóðviljans? Með von um meira málfrelsi. Óskar Guðmundsson er fyrrum rit- stjórnarfulltrúi Þjóðviljans og nú blaða- maður á Helgarpóstinum. ÞJÓÐLÍF 45

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.