Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 46

Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 46
Valur Amþórsson, stj ómarformaður Sambandsins í viðtali Nú í septembermánuði mun nýr maður setjast í forstjórastól Sam- bandsins, en vart mun ofmælt að segja að sá stóll sé með þeim valda- mestu á landinu. Guðjón B. Ólafsson heitir arftaki Erlendar Einarssonar, en Guðjón hlaut starfið. Þessi skipan mála vakti verulega athygli á sínum tíma og ýmsir urðu til að láta í ljós efasemdir um ágæti hennar. Allnokkur umræða hefur átt sér stað innan Sambandsins að undanförnu um stöðu samvinnuhreyfingarinnar í landinu og m.a. var aðalumræðuefni síðasta aðalfundar Sambandsins „Samvinnuhreyfing framtíðarinnar“. Fráfarandi forstjóri, Erlendur Ein- arsson, lét þar í ljós þá skoðun að breyttir starfshættir þurfi að koma til innan hreyfingarinnar. Ýmsir hafa túlkað ráðningu Guðjóns B. Ólafs- sonar sem svo, að hann hafi verið valinn fyrst og fremst vegna þess að hann sé mjög hæfur bisnessmaður — ekki vegna hugsjóna hans. Hugsjóna- maðurinn innan Sambandsins sé hins vegar Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA undanfarin 15 ár. Ýmsir telja að ráðamenn innan 46 ÞJÓÐLÍF Sambandsins vilji líta meira á arðsem- issjónarmiðin en hingað til hefur verið gert. Eru einhverjar verulegar breyt- ingar hér á ferðinni, Valur? „Ráðning Guðjóns B. Ólafssonar tengist á engan hátt því, að menn vilji gjörbreyta stefnunni í rekstri Sam- bandsins og samvinnufélaganna," svarar Valur Arnþórsson. „Guðjón var ráðinn vegna þess að hann er álitinn duglegur og atorkusamur framkvæmdastjóri og framkvæmda- maður. Það er einnig vitað mál, að hann er félagslega sinnaður. Hann er menntaður úr Samvinnuskólanum, var þar reyndar á sama tíma og ég, og ég bind vonir við að hann geti prýði- lega sameinað hin félagslegu sjónar- mið og það að vera duglegur rekst- ursmaður. Það er ljóst, að mjög miklar breyt- ingar eru á ferðinni í rekstrarlegu umhverfi samvinnuhreyfingarinnar. Hefðbundin hlutverk samvinnufélag- anna í úrvinnslu landbúnaðarafurða og þjónustu við landbúnaðinn eru að dragast saman. Það má t.d. nefna, að í framtíðinni þurfum við vafalítið færri sláturhús en nú og vafalítið færri mjólkurstöðvar — nema landbúnað- arpólitíkinni verði aftur breytt og meira framleitt af hinum hefðbundnu landbúnaðarvörum. Áður var hægt að fá fjármagn með mjög hag- kvæmum kjörum og reyndar með neikvæðum vöxtum um Iangt árabil. Nú er þetta hins vegar gjörbreytt. í samvinnufélögunum er lítið af fjár- magni frá eigendunum, þannig að þau byggja mjög mikið á aðfengnu fjármagni. Það er því augljóst, að reksturinn fær ekki staðist nema hann gefi það mikið af sér að hann geti staðið undir vöxtum og eðli- legum afskriftum og skapað fjármagn til endurnýjunar og uppbyggingar. Þessar gjörbreyttu kringumstæður valda því, að samvinnufélögin þurfa að breyta hugsun sinni, og þar koma arðsemissjónarmiðin sterkar til álita en áður. Félagshyggjan og hin félags- legu sjónarmið mega ekki gleymast, en hafa verður í huga að samvinnu- reksturinn stenst ekki til lengdar nema hann skili eðlilegum afrakstri að því fjármagni sem hann hefur til meðferðar.“ Pað er talsvert um það rœtt innan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.