Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 49
öll heilbrigð gagnrýni fullan rétt á
sér, en mér finnst oft hafa kastað
tólfunum og oft hafa gætt pólitískrar
hentistefnu í þessari gagnrýni.
Vissulega getur félagslega sinnað
fólk, hvar í flokki sem það stendur,
varðveitt þau verðmæti, er ég nefndi
hér að ofan, án þess að breyta flokka-
skipaninni. Pað gæti t.d. gerst með
því að þetta fólk gerði með sér sam-
komulag um það, formlegt eða
óformlegt, að hvernig svo sem ríkis-
stjórnir eða bæjar- og sveitarstjórnir
skipast í landinu verði að varðveita
þau verðmæti sem félagslega sinnað
fólki vill hafa í heiðri. En það er hins
vegar spurning hvort núverandi
flokkaskipan dugir þegar til lengdar
lætur og það er reyndar orðin mikil
spurning hvort ekki verði pólitísk
uppstokkun í landinu áður en langt
um líður. Sú uppstokkun gæti hafist
með e.k. regnhlífarsamtökum félags-
lega sinnaðra hópa og flokka, ekki
ósvipað Verkamannaflokknum í
Bretlandi. Sumir lögðu þá merkingu í
orð mín á aðalfundi Sambandsins að
ég væri að tala fyrir nýrri vinstri sam-
vinnu. Mér finnst stærsta spurningin
vera Sjálfstæðisflokkurinn þegar ég
lít til hugsanlegrar uppstokkunar í
hinni pólitísku flokkaskipan í fram-
tíðinni. Þar er mjög mikið af félags-
lega sinnuðu fólki, e.t.v. fyrst og
fremst í dreifbýlinu, en einnig í þétt-
býlinu. Það hlýtur að vera spurning
hvort Sjálfstæðisflokkurinn helst
óskiptur í framtíðinni ef markaðs-
hyggjuöflin verða jafn mikilsráðandi
og þau eru nú. Ég vil fullyrða, að úti
á landi er miklu styttra bil milli fé-
lagslega sinnaðs fólks í Sjálfstæðis-
flokknum og öðrum flokkum heldur
en milli markaðshyggjuaflanna í
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og
félagslega sinnaðs flokksfólks úti á
landi. Stóra spurningin hlýtur því að
vera sú hvernig fari fyrir Sjálfstæðis-
flokknum í þessu umróti. Mun hann
klofna? Reyndar má spyrja sömu
spurninga varðandi Alþýðubandalag-
ið. Nýverið kom fram hjá þýðingar-
miklum forystumanni þar, að Al-
þýðubandalagið væri í stórhættu á að
klofna. Sá klofningur yrði að sjálf-
sögðu milli öfga til vinstri og félags-
lega sinnaðs fólks inn á miðju og til
hægri í flokknum. Spurningin er því
sú, hvort það verði það umrót í póli-
tíkinni að félagslega sinnað fólk, allt
frá miðju Sjálfstæðisflokksins inn á
miðju Alþýðubandalagsins, muni
taka höndum saman og slá skjald-
borg um þau verðmæti er ég nefndi
hér að ofan.“
Mér sýndist á Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins fyrir eigi alllöngu, að
þessi umrœða þín um samstarf og
samstöðu félagshyggjuaflanna vœri
fyrst og fremst sprottin af pólitískum
klókindum þínum! Par var gefið í
skyn, að þú hefðir verulegar áhyggjur
af Sambandinu og samvinnuhreyfing-
unni og værir að undirbúa menn und-
ir það, að samvinnuhreyfingin œtti
erfiða tíma í vœndum og yrði þess
vegna að geta stuðst við fleiri flokka í
framtíðinni en Framsóknarflokkinn.
„Samvinnufélögin eru ekki sam-
vinnuhugsjónin sjálf. Þau eru aðeins
tæki — páll og reka, plógur og herfi —
til þess að yrkja samvinnuakurinn.
Meginmálið er að sjálfsögðu sam-
vinnuviðhorfið, samvinnuhugsjónin,
en ekki endilega þau tæki sem við
tökum okkur í hönd á hverjum tíma.
Tækin þurfa að henta akrinum. Á
minn fátæklega hátt er ég að reyna að
leitast við að leggja áherslu á, að
íslendingar verða að halda í ákveðin
lífssjónarmið sem hafa gefist þeim
vel. Þetta eru engin pólitísk klókindi
hjá mér til þess að vernda samvinnu-
reksturinn og Sambandið, öðru nær.“
Einhvern veginn lœðist að manni sá
grunur við að hlýða á þig núna, að þú
teljir það sögulegt hlutverk þitt að
sameina félagshyggjuöflin! Jónas frá
Hriflu reyndi þetta á sínum tíma — og
við vitum hvernig fór. Heldur þú að
þér takist betur upp?
„Ég er síst af öllu að reyna að feta í
fótspor Jónasar Jónssonar! Ég hef
hann alls ekki í huga þegar ég tala um
þessi mál. Ég ber mikla virðingu fyrir
honum og tel hann hafa gegnt þýð-
ingarmiklu hlutverki í íslensku þjóð-
félagi — en hann var maður þess tíma
og við lifum allt aðra tíma nú. Ég
ítreka það sem ég sagði áðan. Ég tel
að allt félagslega sinnað fólk geti
slegið skjaldborg um velferðarþjóð-
félagið og félagslegan rekstur án þess
að stokka upp flokkakerfið, — en
samt sem áður kæmi mér ekki á óvart
þótt hér yrði slík uppstokkun. En ég
er ekki að reyna að beita mér fyrir
því sérstaklega, enda alls ekki mitt
hlutverk sem stjórnarformaður Sam-
bandsins."
Nú ert þú vafalaust mjög metnaðar-
fullur maður, Valur. Gæti það ekki
verið skemmtilegur bautasteinn að
loknu starfi að hafa átt nokkurn þátt í
að hafa sameinað þessi öfl?
„Það er algjör misskilningur að ég
sé metnaðarfullur maður — það er ég
því miður ekki. Mér var hins vegar
innprentuð skyldurækni í upp-
vextinum, og hún hefur loðað við mig
allar götur síðan. Ég hef engan metn-
að í þá átt að skilja eftir mig bauta-
steina. Hins vegar hef ég reynt að
vinna af skyldurækni fyrir samvinnu-
hreyfinguna. Mér rennur blóðið til
skyldunnar varðandi þessi lífssjón-
armið, sem ég hef talað um, og vona
að þau verði ráðandi í íslensku samfé-
lagi í framtíðinni. Ég held, að mark-
aðshyggjusamfélag henti litlu landi
eins og íslandi ákaflega illa.
Að lokum, Valur. í samvinnu-
hreyfingunni hefur verið rætt um sér-
stakt fjölmiðlafyrirtæki sem þjónaði
samvinnuhreyfingunni og félags-
hyggjuöflunum og væri andstaða
gegn því gífurlega afli, sem fjölmiðlar
markaðshyggjuaflanna eru nú. Hvar
er þetta mál statt?
„Sambandið hefur ákveðið að
stofna sérstakt fjölmiðlunarfyrirtæki
með þátttöku samvinnufyrirtækja og
kaupfélaganna og það er verið að
vinna að stofnun þess. Jafnhliða hafa
farið fram viðræður við önnur al-
mannasamtök í landinu, sérstaklega
ASÍ og BSRB, um hugsanlegan sam-
eiginlegan rekstur á ákveðnum svið-
um. Slíkt fyrirtæki gæti unnið nánast
án takmarkana.“
Er raunhæfur möguleiki á að þetta
takist?
„Ég tel að þarna sé mikill óplægður
akur. Samvinnuhreyfingin gæti kom-
ið á laggirnar umfangsmiklum rekstri
á þessu sviði ein út af fyrir sig, en ég
teldi ekki síður þýðingarmikið að ná
samstöðu með öðrum félagslegum
samtökum um rekstur á ákveðnum
þáttum, t.d. á sviði útvarpsreksturs.
Þetta er raunhæfur möguleiki."
En lítum aðeins á verkalýðshreyf-
inguna. lnnan ASÍ er þjóðstjórn, þ.e.
menn úr öllum flokkum. Telur þú
líkur á því að þjóðstjórn innan verka-
lýðshreyfingarinnar sé tilbúin að taka
þátt í fjölmiðlarekstri sem ætlar að
einbeita sér að því að túlka og greina
frá áhugamálum félagshyggjuaflanna
í landinu?
„Ef einhverjir forystumenn innan
verkalýðshreyfingarinnar eru ekki fé-
lagslega sinnaðir held ég að þeir verði
ekki langlífir í starfi."!
Árni Gunnarsson er ritstjóri Alþýðu-
blaðsins.
Stærsta spurningin hlýtur að vera sú hvernig fer fyrir
Sjálfstæðisflokknum í hinu flokkspólitíska umróti.
Pólitísk uppstokkun gæti hafist með e.k. regnhlíf-
arsamtökum.
ÞJÓÐLÍF 49