Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 50
Hvemig einveldi Morgunblaðsins var hnekkt og opinberri
umræðu fundinn nýr farvegur
1991: Nýr Birtingur, stærsta dagblað landsmanna, slær upp
stórfrétt í aukaútgáfu síðdegis á sunnudegi í júli að lokinni
æsilegustu kosninganótt í sögu lýðveldisins:
lýðræðishreyfingim
FÆR 30 ÞIMGMEMM!
„Forseti felur formanni stjómarmyndunammbod
Framsókn: Við munum ver,a stjorn Lyðrad
hrevfingarinnar falli• “
Blaðið birtir mynd af gífurlegum mannfjölda sem safnast
hafði saman undir miðnætti kosninganóttina á Austurvelli til
að fá fyrstu tölur úr hátölurum við Alþingishúsið. Á annarri
síðu er mynd af dr. Svani Kristjánssyni og vitnað í grein hans í
ÞJÓÐLÍFI í júlí 1986 þar sem nákvæmlega var sagt fyrir um
úrslit kosninganna: Lýðræðishreyfingin (samsteypa úr Al-
þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista ásamt mörgum
öðrum) fengi 47 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 40
prósent og Framsóknarflokkurinn 13 prósent. í stuttu viðtali
við Nýjan Birting segir Svanur: Grein mín í ÞJÓÐLÍFI virðist
hafa hitt í mark!“
Allir sem muna þessi ár sem Svan-
ur vitnar í vita, að aðdragandi að
stofnun Lýðræðishreyfingarinnar var
ágætlega skilgreindur í Þjóðlífsgrein
hans, ásamt mörgum öðrum sem í
kjölfarið birtust. Stofnun Málfunda-
félags félagshyggjufólks var áfangi,
andlegt samband 68-kynslóðarinnar
hafði aldrei rofnað, en tók að
blómstra í ýmsum myndum eftir ball-
ið snjalla í Þjóðleikhúskjallaranum,
og svo framvegis. Mestu skipti þó
þaulseta Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks í ríkisstjórn, hvað sem
leið spillingu og getuleysi stjórnar-
andstöðuflokkanna eftir „áfallið
mikla“ 1987, þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn bætti við sig fylgi og tók við
forsætisráðherraembætti. Porsteinn
var kominn í fastan stól í öndvegi og
Hannes Hólmsteinn tók við embætti
Menntamála.
Stjórnmálasaga þessara ára verður
ekki rakin hér að gagni, enda svo
kunn samtíðarmönnum að óþarft er.
En hlutur Nýs Birtings í vexti og við-
gangi Lýðræðishreyfingarinnar er
merkilegur, ekki síst í ljósi forsíðunn-
ar góðu sem áðan var vitnað í.
SAMEIGINLEGT
MÁLGAGN. Sameining Tím-
ans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins
hafði oft verið rædd þessi ár, en
50 ÞJÓÐLÍF
KJ