Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 53
að vera einungis „ópólitískt frétta-
blað“, eins og almenningur hélt þeg-
ar DV birti fyrst fréttina um samruna
blaðanna. í ljósi sögunnar má full-
yrða að brotið hafi verið merkilegt
blað við stofnun þessa miðils; Nýr
Birtingur var aldrei hugsaður sem
annað en regnhlífarmiðill, og í skjóli
hans var ævinlega ætlunin að flokk-
arnir hefðu sér „málgögn" eða vett-
vang. Þetta var gert með skynsam-
legum hætti, eins og sagan sýnir nú.
Blaðið var sett á laggirnar með öfluga
fréttastofu sem barðist hatrammlega
fyrir pólitísku sjálfstæði. (Ritstjóri
krafðist þess að flokksformennirnir
hefðu aldrei samband við sig að fyrra
bragði, og töluðu aldrei við sig um
stjórnmál eða fréttnæma atburði í
einrúmi — þeir gengu að því!).
Sem dagblað og fréttamiðill var
Nýr Birtingur því trúverðugri
gagnvart almenningi en sjálft Morg-
unblaðið (sem sprakk á óháða limm-
inu í Albertsmálinu og kosningunum
svo eftir var tekið).
Hinsvegar tókst blaðinu einnig að
vera lifandi vettvangur
stjórnmálaumræðu. Þetta krafðist
róttækrar hugmyndar: Tíminn, Þjóð-
viljinn og Alþýðublaðið héldu titlum
sínum og fámennum pólitískum rit-
stjórnum, sem flokkarnir tilnefndu
(eins og Alþýðublaðið hafði í raun
verið í mörg ár); hins vegar komu
„blöðin" út í daglegu „þjóðmála-
blaði“ Birtings, hafði hvert sína opnu
undir eigin haus, á eigin ábyrgð, til
frjálsrar ráðstöfunar. Aðalblað Birt-
ings birti allar helstu fréttir og þjón-
ustuskrif, auk aðsendra greina frá al-
menningi, sem ekki voru taldar fjalla
beint um stjórnmál eða þjóðmál. í
þjóðmálakálfinum höfðu gömlu blöð-
in þrjú að jafnaði til umráða eina
opnu hvert undir leiðara, fréttaskýr-
ingar, flokksstarfið o.s.frv. Þarna
fengu lesendur því sjónarmið flokk-
anna þriggja hlið við hlið, ásamt öll-
um öðrum aðsendum greinum sem
birtar voru á ábyrgð Nýs Birtings. (Sú
tillaga kom upp að setja íþróttir aft-
var „þjóðmálakálfurinn", sem fljótt
varð litríkasti stjórnmálamiðill sam-
tímans; blað 3 sagði frá íþróttum,
neytendamálum, hafði smáauglýsing-
ar og sinnti hinu og þessu misjafnlega
þarflegu „kvabbi", eins og umsjónar-
maður sagði, — hafði til síns ágætis
teiknimyndasögur gömlu þríblað-
anna.
Þjóðmálablaðið „reifst við sjálft
sig“, eins og Indriði G. sagði í
óspurðum fréttum, og nokkuð bar á
ótta gamalla blekbera á borð við ÁB
og Tíma Tóta við þetta nýmæli
(svona er ekkert BLAÐ í Vestur-
heimi, sagði Indriði með áherslu-
þunga í sjónvarpsþætti undir stjórn
Ólafs Sigurðssonar), en þessir og aðr-
ir fréttaskýrendur og dálkahöfundar
komust að raun um, að í stað örfárra
þúsunda áður voru þeir nú á rökstól-
um með yfir 20 þúsund áskrifendum.
Miklir skipulagsörðugleikar voru
yfirstignir. Peningamál og eignir voru
metnar af gullkistuvörðum og krafta-
verkaliði flokkanna og lauk þar með
þeirra þætti. Stofnað var blaðráð
með fulltrúum allra flokka (þetta var
í árdaga Lýðræðishreyfingarinnar!).
Ráðið virti fréttalegt sjálfstæði Nýs
Birtings að miklu leyti, og skarst að-
eins í odda einu sinni (fulltrúa Fram-
sóknar, sem var í ríkisstjórn, þótti
blaðið of gagnrýnið í Aðalverktaka-
málinu), en starfsfólk hótaði verk-
falli. í heild fékk ritstjórn að ráða
stefnu, og reyndust margir ráðsfundir
þeim Eiði Guðna og Ólafi Ragnari
vettvangur köpuryrða — þeir náðu þó
höndum saman í myndruglingsmál-
inu fræga, sem fer í annála íslenskra
blaðamála sem mesti brandari í
manna minnum, þótt ritstjóra væri
vart vært þann daginn!
Reynslan fór fram úr björtustu
vonum. Blöðin þrjú, Tíminn, Þjóð-
viljinn og Alþýðublaðið, tóku með
sér innan við 20 þúsund áskrifendur,
sem nú kunnu sér ekki læti: fengu
alvöru fréttablað (sem þeir höfðu
ekki fengið áður nema með því að
kaupa Moggann), auk þess pólitíska
Ritstjóri Nýs Birtings krafðist þess að flokksformenn
hefðu aldrei samband við sig að fyrra bragði!
ast í þennan blaðhluta, en þótti á
skjön, hinsvegar voru þar fastir
pistlar, ritdómar og annað slíkt um
menningu og listir — enda sagði ein-
hver að annars væri hætta á að al-
menningur opnaði aldrei síðara blað-
ið. Sú áhyggja reyndist þarflaus, mik-
ill áhugi var þegar í stað á þessu
nýmæli). Þegar upp var staðið kom
Nýr Birtingur út í þrennu lagi flesta
daga: blað 1 var aðalfréttablað og
gerði skil mikilvægri þjónustu; blað 2
umfjöllun þriggja málsvara, og síðar
fleiri. Fréttalega stóð Nýr Birtingur
fyrir sínu og vel það: uppsetning var
lífleg en skrumlaus, blaðið aðgengi-
legt og umfram allt fjölbreytilegra en
Morgunblaðið að öllu leyti.
Tveggja ára áætlunin sem sam-
þykkt var hljóðaði svo: Fréttalegt
sjálfstæði ritstjórnar í tvö ár, samstarf
um pólitískar blaðopnur flokkanna;
markmið að gera blaðið fjárhagslega
stöndugt á sama tíma; yfirlýst stefna
Þorsteínn varkominn ífastan
stól og Hannes Hólmsteinn í
embœtti Menntamála.
ÞJÓÐLÍF 53