Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 62

Þjóðlíf - 01.09.1986, Page 62
andi sérstakir læknaskólar fyrir kon- ur í Bandaríkjunum, en eftir því sem valdagræðgi læknastéttarinnar jókst fækkaði þessum skólum. Þeir voru tíu þegar flest var, en árið 1912 voru aðeins tveir eftir. Það hefur mikið verið skrifað um uppgang læknastéttarinnar, völd hennar og áhrif í nútímasamfélagi. Þeim tókst að sveipa sig og starf sitt dulúð og helgiljóma og tryggja sér þar með völd, áhrif og peninga. Gagnvart almenningi urðu þeir álíka áhrifamiklir og prestarnir voru með- an kirkjan var valdastofnun. Það mátti ekki spyrja lækninn og hann hélt þekkingu sinni leyndri. Umfram allt mátti ekki rengja orð hans eða draga alvisku hans í efa. Og það mátti alls ekki óhlýðnast honum. Ekki frekar en Guði — slíkt gat hefnt sín. Sem fyrr fóru konur' verr út úr þessu en karlar. Á tíð prestanna sótti að þeim Syndin. Nú varð Syndin að sjúkdómi í höndum valdastéttarinnar nýju. Og eins og Djöfullinn hafði verið að tæla konurnar 200 árum áður, tók Sjúkdómurinn sér vitaskuld bólfestu í æxlunarfærum kvenna. Og þá varð kvensjúkdómafræðin til, raunar ekki án mótstöðu. Margir voru þeir sem vildu að þessi sérgrein næði til æxlunarfæra beggja kynja. En með því að einskorða fræði- greinina við konur var búið að gera kvenleikann að sjúkleika. í orði kveðnu var líkami kvenna ekki lengur saurugur og syndugur - en hann var sjúkur. Og hvert áttu allar þessar sjúku konur að snúa sér ef ekki til lækna? Enn eitt birtingar- formið á pornói og öfuguggahætti. í bókinni GynlEcology 1981 segir Mary Daly að það sé ekki tilviljun að upphafsár kvenlækninga sem sér- fræðigreinar sé sama árið og Frelsis- skrá kvenna var samin í Seneca Falls, þ.e. 1848. Dr. Sims nokkur í Banda- ríkjunum er kallaður „faðir kven- læknisfræðinnar“ og talinn mikill vel- gjörðarmaður kvenna. Af kollegum og í sögunni er hann nefndur the architect of the vagina. Það fer hins vegar lítið fyrir frásögnum af því hvernig hann notaði fátækar blökku- konur sem tilraunadýr þegar hann var að æfa sig í skurðlækningum og prófa nýjar tilgátur varðandi æxlun- arfæri kvenna og starfsemi þeirra. Kvenlækningar hafa orðið sífellt umfangsmeiri og það er nokkuð ljóst að konur eru yfirleitt talsvert háðar sínum kvenlækni. Þær þurfa að koma í eftirlit reglulega, bæði vegna krabbameinsóttans sem búið er að magna mjög upp í konum, og vegna Pillunnar. Þær þurfa „syndaaflausn“, 62 ÞJÓÐLÍF rétt eins og hjá prestinum forðum. Og hafi eitthvað farið úrskeiðis (og oft hefur eitthvað farið úrskeiðis vegna fyrri afskipta læknisins) er skurðarhnífurinn sjaldan langt und- an. Það er talið, að a.m.k. helmingur allra móðurlífsaðgerða í Bandaríkj- unum séu óþarfar, þar með talið brottnám legs og eggjastokka. Ekki veit ég um tölur frá íslandi, en mér virðist að það sé leitun að fertugum konum og þaðan af eldri, sem ekki hafa gengist undir ýmsar aðgerðir, allt frá svokölluðu útskrapi (sjálft orðið er óhuggulegt) til móður- lífstöku. Ég veit um konu sem var hvött til þess að láta taka legið til þess m.a. að tryggja sig gegn krabbameini. Það væri best fyrir hana að losna við þetta ónýta drasl, var sagt við hana. HIÐ NÝJA ÓPÍUM? Þegar austurríski læknirinn Sigmund Freud sló í gegn snemma á öldinni með kenningu sína um orsakir tauga- veiklunar boðaði það ekki góð tíðindi fyrir konur, heldur var það enn einn landvinningur hinnar undarlegu karlamenningar. Taugaveiklun átti að stafa af bælingu, einkum kynferð- islegri. Þarna var Freud að hleypa af stað „nýjurn" trúarbrögðum — þeim trúarbrögðum sem urðu síðan hið nýja ópíum fólksins og mannúðarsál- fræðingurinn Wilhelm Reich þróaði áfram. Germaine Greer telur í bók sinni Sex and Destiny að þessi nýju „trúarbrögð" — oftrú og ofuráhersla á mikilvægi og gildi kynlífs — hafi fyrst fengið hljómgrunn meðal mennta- og framúrstefnufólks í Evr- ópu upp úr 1950. Smám saman hafi þau síðan unnið tiltrú og hylli al- mennings, þannig að nú séu þau fyrir löngu orðin það viðmið sem allir skulu keppa að. „Og nútímamaður- inn er afar trúaður,“ segir hún. Wilhelm Reich setti fram þá kenn- ingu, að kynferðisleg orka hlæðist upp í fólki og að þessi orka yrði að fá útrás ef ekki ætti illa að fara. Hann rannsakaði líka fullnæginguna, því öll trúarbrögð verður að iðka rétt. Hin- um rétttrúuðu nægir því ekki einhver fullnæging, heldur aðeins hin eina sanna. Síðan hafa Masters og John- son bætt um betur, en auðvitað orðið að gefast upp á vísindalegum mæling- um. Þetta svið mannlífsins verður nefnilega hvorki vegið né mælt. Allar þessar fræðikenningar hafa hins vegar haft mikil áhrif á nútíma- fólk og mér finnst þessi hliðstæða með kirkjulegri trúariðkun og nú- tímakynlífshegðun talsvert snjöll. Það er t.d. ekkert sem sannar, að fólk sem lifir einlífi sé verr á sig kom- ið andlega eða líkamlega en annað fólk. Jafnvel kannski þvert á móti. Kenningar Kinseys um þörf karla fyrir reglubundið kynlíf er eins og hvert annað bull. í rannsóknum hans var eingöngu gengið út frá viðhorfum sumra karla. Það mun hins vegar sannast sagna, að kynlíf er menning eins og svo margt annað. Það er til menning þar sem það þykir hlægilegt að afi og amma stundi kynlíf. Hér á Vesturlöndum er þessu öfugt farið. Hér á að byrja snemma og hætta seint, helst ekki fyrr en á grafarbakk- anum. PILLAN OG PORNÓ. Hinar breyttu hugmyndir um kynlíf og frjálsar ástir á tveimur mannsöldrum hafa átt þátt í að greiða fyrir klám- bylgjunni. Varðandi hvort tveggja er sífellt hamrað á frelsi — og hver vill stuðla að ófrelsi annarra? Það er heldur ekki tilviljun, að Pillan og klámið fylgjast að, en hvort tveggja kom fram á sjónarsviðið um 1960. Þá var búið að skilja á milli getnaðar og kynlífs. Kynlíf sem sáluhjálp og aðal- gleðigjafi lífsins hafði sigrað. Og Pill- an er oblátan sem konur gleypa frammi fyrir altari hins nýja guðs. Ég drap áðan á viðbrögð karlasam- félagsins við réttindabaráttu kvenna. Tilurð sérstakra kvenlækninga um miðja 19. öld virðast vera þannig við- brögð. Andsvarið við nýju kvenna- hreyfingunni 100 árum síðar er aftur á móti Pillan og pornóið. I fyrra til- vikinu er ráðist að líkamanum — í hinu síðara að sálinni. Andrea Dworkin segir bæði hægri og vinstrisinnaða karlmenn vera fylgjandi klámi en röksemdir þeirra séu dálítið ólíkar. Gamli klámiðnað- urinn var afurð borgaranna; róttækl- ingarnir styðja hinn nýja. Hinir hægrisinnuðu fóru í felur með klám- ið. Þeir áttu sér dálítið saurug leyndarmál, ýmist sem gróðavon eða óleyfilega ánægju, ekki síst ánægjuna sem felst í því að kaupa konur og selja. Vinstrisinnarnir, segir Andrea Dworkin, krefjast þess að fá að hafa klámið sitt í friði eingöngu vegna ánægjunnar, þeirrar ánægju sem felst í því að hafa sem bestan aðgang að konum og kalla það kvenfrelsi. Þessir menn kalla sig róttæka, en eru í raun íhaldsamir. Viðhorf þeirra til kvenna er ævafornt. Hvað söng ekki Joan Baez á tímum Víetnamstríðsins: „Gir/s say yes to boys who say no.“ (Stúlkur „gera það“ fyrir stráka sem afneita herskyldunni). „Hinum rétttrúuðu nægir ekki einhver fullnæging, heldur aðeins hin eina sanna.“ „Girls say yes to boys who say NO.“ (Joan Baez)

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.