Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 66

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 66
FRETTIR Meðal jólabókanna í ár verður ný skáldsaga eftir Thor Vilhjálmsson sem bæjartungur kunnugar á bók- menntamarkaðnum segja að eigi eftir að vekja verulega athygli, bæði fyrir efni og stfl, en bókin sé töluvert frá- brugðin því sem áður hafi komið frá höfundi. Thor neitar því ekki aðspurður að bókin sé óvenjuleg frá hans hendi. „Ég hugsa að ýmsum bregði í brún því hún stingur í stúf við það sem áður hefur komið frá mér,“ segir hann. „Ýmsir hafa verið að ólundast yfir því að ég hef ekki haldið mig við íslenskt efni — hvað sem það nú er. Við erum kannski dálítið klofnir ís- lendingar; erum í senn eins og gengnir út úr fornsögunum í nánu tilfinningasambandi við náttúruna og hins vegar nútímafólk, sem býr við ítrustu þægindi og tækni og rekst um allan heim að gá í kringum sig.“ Hvert er efnið? „Ég er óskaplega ónýtur að rekja efnisþráðinn í verkinu þegar svo mik- ið hefur gengið á að koma því saman. Ég er rétt nýbúinn að ljúka við bók- ina og ef ég ætti að rekja efnið yrði ég að í marga daga. Viltu það?“ segir Thor og hlær við. „Er ekki bara vænna að bíða þangað til bókin kem- ur út?“ Thor segir þó, að vissir atburðir norður í landi handan við síðustu aldamót hafi sumpart orðið sér inn- blástur. „Þetta er skáldsaga," segir 66 ÞJÓÐLÍF Thor Vilhjálmsson: Mörgum mun bregða í brún. (Ljósmynd: Þorvarður Árnason) Bók sem keinur áóvart hann, „kannski nær hefðbundinni skáldsögu en ýmsar mínar fyrri bækur. Þær eru nú kallaðar skáld- sögur líka, sumar hverjar, þó þær séu æði frábrugðnar því sem maður kall- ar hefðbundna skáldsögu. Menn hafa ýmsar skoðanir á því hvað eru skáld- sögur. Mér er sama hvað þeir kalla skáldsögu eða hvort þeir nota ein- hver önnur orð, þeir sem hafa vald og þekkingu á að skilgreina þessa hluti. Mitt er að finna rétt form fyrir það sem er að brjótast um í mér hverju sinni. Þeir sem fjalla um verk- ið mega kalla það þeim nöfnum sem þeir vilja. Ég er ánægður ef verkið stenst samkvæmt sínum lögmálum.“ Thor segir, að langt sé síðan hann fór að hugsa um þetta efni. „Það tók mig tíma að átta mig á sviðinu og hvernig ég ætti að taka á þessu,“ segir hann. „Bókin hefur því verið alllengi í smíðum, en ég hef reyndar hlaupið í annað á milli og sumt stór verkefni, eins og Nafn Rósarinnar, Hlutskipti manns eftir Malraux og Dagleiðina löngu eftir Eugene O'Neill fyrir Þjóð- leikhúsið. Efnið reyndist ekki auð- velt viðfangs." Nafn bókarinnar nýju? „Ja, þar komstu nú að tómum kof- unum hjá mér,“ segir Thor og strýkur um hár sér. „Nafnið er ekki komið enn, en ég þarf nú að fara að skila því. Það kemur alltaf síðast hjá mér og er stundum jafnvel komið í ein- daga og útgefandinn farinn að ham- ast við að berja út úr mér nafnið. En það kemur, það kemur.“

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.