Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 68

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 68
Útgáfufyrirtækiö Svart á hvítu ræöst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Borgarskráin kemur út hjá fyrirtækinu í október og nýlega kom út annað bindi íslendingasagna Svarts á hvítu. Sú sem stýrir efnisöflun vegna Borgar- skrárinnar heitir Ragnhildur Zöega. Hún gaf okkur þær upplýsingar, aö skránni veröi dreift inn á hvert heimili í landinu, ekki aðeins í Reykjavík og nágrenni. Skráin hefur að geyma upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir í höfuðborginni ásamt tilvísun í kort. Fyrirtæki og stofnanir verða einnig flokkuð eftir starfssviði. Þannig ætti að fást nokkuð heilleg mynd af þeirri þjónustu sem veitt er í höfuðborginni ásamt þeim fyrirtækj- um sem þar starfa. Að auki fylgja skránni kort af öllu höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfeilssveit, Álftanesi og Seltjarnamesi. í bókinni verður skrá yfir allar götur á höfuðborgarsvæðinu í staf- rófsröð og upplýsingar um hvar þær er að finna á korti og einnig fylgja bókinni upp- lýsingar um áhugaverða staði og bygging- ar. I bókinni verður ýmislegt fleira nyt- samlegt og áhugavert en það sem þegar hefur verið upp talið. Má þar nefna ágrip af sögu Reykjavíkur, upplýsingar um borgarstofnanir og upplýsingar um strætisvagnaleiðir, auk hins hefðbundna leiðakorts. Skráin er fjármögnuð af þeim fyrir- tækjum og stofnunum sem vilja taka þátt í þessu framtaki útgáfunnar og afmælis- nefndar Reykjavíkur. Ragnhildur sagði, að mjög vel hefði tekist til og fá fyrirtæki eða stofnanir yrðu útundan. íslendingasögurnar sem Svart á hvítu 68 ÞJÓÐLÍF Örnólfur og Ragnhildur: Stýra stórframkvæmdum hjá Svörtu á hvítu. (Ljósmynd Einar Garibaldi) Tvíhöfða Þurshiá Svörtu áhvítu hefur gefið út hafa hlotið mjög góðar undirtektir, svo góðar raunar að aðstand- endur útgáfunnar telja þær sýna best að áhuginn á rótum íslenskrar menningar sé hvergi nærri dauður. Örnólfur Thorsson heitir einn ritstjóra útgáfunnar. Hann segir að í síðara bindi sagnanna, sem kom út ekki alls fyrir löngu, séu 26 sögur, 59 þættir eða stuttar sögur sem gjarnan segja frá skiptum íslendinga og erlendra valds- manna, og að auki kvæði Hauks Val- dísarsonar, íslendingadrápa. Þessi útgáfa sagnanna er að sögn Örn- ólfs ítarleg, margar sögur og raunar þættir líka í fleiri en einni gerð. Hvort bindi er margra bóka maki en þó lögð áhersla á að textinn sé vel læsilegur og letur ekki of smátt. Blaðsíðufjöldi beggja binda vcröur nærri 2400, síðara bindið um 1200 síður. Fyrra bindi íslendingasagna í þessari útgáfu Svarts á hvítu hefur selst í rúmlega fjögur þúsund eintökum og margir áskrif- endureru að síðara bindinu. Utgáfan telst því standa bærilega. „Þetta er eins og tví- höfða dreki hjá fyrirtækinu," segir Örn- ólfur um umsvifin og hlær við. íslendingasögur svarts á hvítu má fá á ýmsu verði sem ætti að henta pyngju hvers og eins. Dýrust er auðvitað inn- bundin útgáfa í skinn, cn einnig má fá bækurnar í venjulegu rex-bandi. Ódýrust ersíðan kiljuútgáfan.

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.