Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 8

Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 8
 Íþróttir Hugsanleg stækkun þjóðarleikvangsins þ að var myndaður starfs-hópur á vegum borgarinnar síðasta vetur um þetta mál sem skilaði niðurstöðum í mars síðastliðnum með hugmyndum um framtíðarskipulag FRÍ í Laugardal. Frjálsar íþróttir hafa alltaf þurft að víkja fyrir knattspyrnunni í þess- ari umræðu. Það kom upp sú hug- mynd að reisa nýjan frjálsíþróttavöll á svæðinu norðan við Suðurlands- braut, þar sem Þróttur er með hluta æfingaraðstöðu sinnar, en borgin hefur einnig hugmyndir um byggð á því svæði,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþrótta- sambandsins. „Á þessu svæði væri hægt að samnýta ýmsa hluti með Laugardalsvelli eins og áhalda- geymslur og annað. Einnig hefur Valbjarnarvöllurinn verið nefndur en engar ákvarðanir teknar. Þetta strandar þó á því að Reykja- víkurborg hefur óskað eftir því að ríkið komi að málinu. Ríkið hefur komið að byggingu íþróttamann- virkja á landsbyggðinni og finnst borgaryfirvöldum þau vera afskipt hvað það varðar.“ Á undanförnum árum hafa verið byggðir á bilinu 30-40 knattspyrnu- vellir um allt land og FRÍ finnst kominn tími á 1-2 frjálsíþróttavelli. „Frjálsar íþróttir hafa ekki átt neinn annan völl í 100 ár og ef ekkert verð- ur gert í málinu eigum við á hættu að lokast inni. Þess vegna verðum við að standa á okkar rétti.“ Er kergja á milli sambandanna varðandi þetta mál? „Ég get ekki sagt til um það beint, en það er ekkert leyndarmál að allir starfsmenn Laugardalsvallar eru starfsmenn KSÍ og hefur sam- bandið alltaf verið í forgangi um allt sem kemur að vellinum. Hvort sem það eru viðburðir eða almenn starf- semi. Það er illa farið með áhöld og keyrt um á hlaupabrautinni eins og hún sé gerð úr malbiki, sem er ekki boðlegt. Geir Þorsteinsson, formað- ur KSÍ, hefur þó alltaf talað um það að FRÍ sé í forgangi þegar kemur að umræðunni um nýtt svæði,“ segir Jónas. „Þetta er ekki beint kergja en kröfur hafa breyst hjá báðum sam- böndum. Það að hafa þessa velli saman er í rauninni úrelt þó það þekkist víða um heim, en á meðan engar breytingar eru á planinu af hálfu borgarinnar viljum við halda okkar hlut.“ „Eins og staðan er í dag erum við ekki að fylla þær alþjóðakröfur sem til okkar eru gerðar. Það þarf að leysa þennan hagsmunaárekstur og ágreining svo hnúturinn leysist til frambúðar. Frjálsíþróttafólk er ekki annars flokks þegnar,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Í kjölfar velgengni íslenska landsliðsins í knattspyrnu að undanförnu sprettur enn á ný upp um- ræða um stækkun Laugardalsvallar. KSÍ birti í vikunni nokkrar tillögur að breytingu vallarins og í öllum tilfellum er gert ráð fyrir því að frjálsíþróttavöllurinn og hlaupabrautin víki. Jónas Egilsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþróttasambandsins, segir þetta hafa verið í umræðunni lengi, en engar niðurstöður né ákvarðanir teknar. Frjálsíþróttafólk er ekki annars flokks þegnar Hugmyndir eru uppi um stækkun Laugardalsvallar. 8 fréttir Helgin 17.-19. október 2014 HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13 -18 afmælisafsláttur af öllum vörum frá habitat í október af glösum, stellum og hnífapörum aðeins þessa helgi! parnasse testellið hannað af sir terence conran, stofnanda habitat, í tilefni af 50 ára afmælinu nÝtt! SÍÐAN 1964 www.icewear.is ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 STORMUR Dúnparka Verð áður: 39.950 Verð nú: 19.975 20% AFSLÁTT UR Gildir í október Lyfjaauglýsing Nicotinell 3-20% 3x10-Apotekarinn copy.pdf 1 26/09/14 12:32

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.