Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 16
Þ etta er sjálfshjálparbók sem kennir fólki að rústa lífi sínu. Þetta er kaldhæðnisleg ádeila á allt það sem sjálfshjálparbækur standa fyrir. Ég ákvað að rústa lífi mínu skipulega til að frelsa mig,“ segir Sævar Daníel Kolandavelu, betur þekktur sem Sævar Poetrix. Hann hefur sjálfur lesið ófáar sjálfshjálparbæk- urnar en finnst engin þeirra hafa hjálpað sér hið minnsta. „Ég hef til dæmis lesið Power of now, Conversations with god, AA-bókina og auðvitað Biblíuna,“ segir Sævar sem tilheyrði AA-samtök- unum um tíma. „Ég trúi ekki á hugmyndafræðina þar lengur. AA-samtökin hafa bjargað lífi margra og ég er ekki að dæma sannfæringu annarra. Fyrir mig var nauðsynlegt að komast sjálfur að kjarna mínum. Hugmyndin um að fólk þurfi á hjálp guðs að halda truflaði mig. Stærsta vandamál mann- kyns er guð. Guð er enginn annar en þú sjálfur, þú ert guð þinnar veraldar, það er enginn annar sem ætlar að dæma þig og það er enginn guð sem finnst þú ekki nógu góður.“ Sævar er að senda frá sér sína fyrstu bók sem ber heitið „Hvernig á að rústa lífi sínu... og vera alveg sama“ en þrátt fyrir að vera ekki enn komin út hefur hún þegar valdið miklu fjaðrafoki. Bókin er til sölu í gegnum fjármögnunarsíðuna Karolina Fund og í vikunni birti hann á Facebook-síðu sinni sama bókarkafla og er aðgengilegur í kynningar- skyni á söfunarsíðunni. Þar greindi hann meðal annars frá áfengisvanda móður sinnar og grófu of- beldi sem hann var beittur af móður sinni og stjúp- föður sem barn. Hann segir bókina þó alls ekki snúast um þetta ofbeldi en kaflinn hafi engu síður verið valinn til kynningar af ástæðu. „Þessi kafli er útskýring á því af hverju þú átt að treysta því að ég viti hvað ég er að tala um þegar ég tala um að rústa lífi sínu.“ Kjötbollur í baðkarinu Kaflinn vakti mikla athygli og var vitnaði í hann á öllum helstu vefmiðlum. Í kjölfarið steig ein af systrum hans fram og sagði meirihlutann af því sem þar birtist vera lygi. Sævar hefur gefið út að hann standi við hvert orð. „Það eina sem ég get sagt er að hún veit líklega ekki betur. Það er til læknisfræðilegt heiti yfir það að standa með kvöl- urum sínum. Mín vegna má hún gera nákvæmlega þetta og líða nákvæmlega svona. Ég kæri mig ekki um að búa til stríð um þetta mál á síðum blaðanna.“ Hann segir það skiljanlegt að jafnvel ókunnugt fólki telji hann vera að ljúga þegar það heyrir af því grófa ofbeldi sem hann varð fyrir. „Fólk trúir ekki að það sé hægt að vera svona vondur og það veitir fólki friðþægingu að afskrifa frásögn mína. Þannig líður fólki betur. En ég er alls ekki sá eini og saga mín er alls ekki sú versta.“ Sævar segist harma að við- brögð sumra hafi þó verið að for- dæma foreldra hans út af þessum skrifum. „Ég er sá fyrsti til að taka upp hanskann fyrir þau. Þau eru manneskjur og ég held að þau hafi einfaldlega ekki getað gert betur.“ Fjölskylda Sævars, sem hann lítur þó ekki á sem fjölskyldu sína í dag og segist ekki bera neinar tilfinningar til, bjó á Selfossi þegar hann var barn. Fyrstu minningarn- ar um ofbeldi eru frá því hann var fjögurra ára gamall. „Ég man ekki mikið í kringum þennan atburð en ég man eftir mér í baði, það var dimmt og ég mátti ekki fara upp úr fyrr en ég væri búinn að borða kvöldmatinn sem mamma hafði hellt ofan í baðið. Ég sat þarna í köldu baðinu og kjötbollur og kartöflur flutu um. Ég man ekki hvort vatnið var kalt upphaflega en ég var þarna klukkutímum saman. Mamma var mjög drukkin en hún gafst upp um nóttina enda átti ég að mæta á leikskóla morguninn eftir. Ég var svo þreyttur að ég hafði ekki orku til að vera reiður eða sýna aðrar tilfinningar heldur fór ég bara upp í rúm og stein- sofnaði.“ Vottar Jehóva bönkuðu upp á Móðir hans og faðir skildu þegar hann var lítill strákur og flutti stjúpfaðir hans inn á heimilið þegar Sævar var á fjórða ári. „Ég hef alltaf verið uppreisnargjarn í eðli mínu. Þegar stjúpi minn flutti inn skynjaði ég strax að þetta var ekki góður maður og ég ákvað að hann myndi aldrei hafa vald yfir mér. Þetta mótaði mig sterkt og ég hef frá upphafi verið and- snúinn hvers konar valdi.“ Hann var ungur að árum þegar móðir hans gekk í trúfélagið Votta Jehóva eftir að Vottar höfðu bankað upp á og kynnt henni boðskapinn. Hann þvertekur þó fyrir að hafa fengið trúarlegt uppeldi. „Hugmynda- fræðileg kúgun er nær lagi. Ég tek fram að allt sem ég segi er út frá mínum bæjardyrum og ég virði skoðanir annarra. Eins og ég sé þetta þá lifir heittrúað fólk lífi sínu eins og það gerir því það vantar festu, öryggi og samþykki. Guð Votta Jehóva er rosalega reiður og honum er ekki sama hvernig þú lifir lífi þínu, og þín bíður ægileg refsing ef þú fylgir ekki fyrirmæl- um hans.“ Sævar segist í raun aldrei hafa átt fjölskyldu fyrr en hann kynntist núverandi kærustunni sinni og ekki áttað sig á því hvað samein- aði fjölskyldur. „Ég skildi aldrei af hverju fólki fannst fólkið í fjöl- skyldunni sinni eitthvað merki- legra en annað fólk eða hvað fjöl- skyldur gerðu almennt saman.“ Sævar á þrjár systur, eina sem er samfeðra og tvær sem móðir hans eignaðist með stjúpföður hans. „Systur mínar eru það eina sem ég hef tilfinningalega tengingu við, fyrir utan ömmu og afa og fjar- skyldari ættingja. Í mínum huga skilgreinist fjölskylda ekki af blóð- flokkum og kennitölum. Fjölskyld- an eru þeir sem standa þér næst, hvort sem þú vilt kalla það vini eða eitthvað annað.“ Versta æskuminningin Hann segir barsmíðar stjúpa síns hafa verið hversdagslegan viðburð þó það séu vissulega einstaka bar- smíðar sem standa upp úr í minn- ingunni. „Mér finnst ekkert merki- legt að hafa verið barinn. Það sem mér fannst mest niðurlægjandi var að ráða ekki við hann og hafa ekki Rústaði lífi mínu Það eina sem skiptir máli er að meiða ekki. Framhald á næstu opnu Sævar varð þekktur undir nafninu Poetrix fyrir um áratug þegar hann sendi frá sér rappplötu og gaf út lag með Bubba Morthens. Hann útilokar ekki að snúa aftur í rappið. Mynd/Hari Sævar Poetrix tók meðvitaða ákvörðun um að rústa lífi sínu til að frelsa sjálfan sig og skrifaði bók í leiðinni – sjálfshjálparbók sem um leið er ádeila á allt það sem sjálfshjálparbækur standa fyrir. Kynningarkafli sem hann birti úr bókinni hefur valdið miklu fjaðrafoki en þar greinir hann frá grófu ofbeldi sem hann varð fyrir af hálfu móður sinnar og stjúpföður. Til að finna eigin kjarna sagði Sævar upp traustri vinnu, losaði sig frá öllu sem veitti honum öryggi sem manneskja og skrifaði sjálfsævisögulegt uppgjör. líkamlega burði til að vera jafn stór og ég var inni í mér,“ segir Sævar. Hann rifjar upp atvik þegar hann var um tíu ára gamall og fór að rífast við systur sínar um tölvu- leik sem þær voru að spila. „Stjúpi minn var búinn að vera að drekka réðist þá á mig og ég sótti hníf til að stinga hann. Ég fantaseraði um það allar nætur að stinga hann en þorði það ekki af ótta við að hann myndi vakna. Þarna náði hann af mér hnífnum, reif mig úr öllum fötunum og henti mér út í snjóinn með orðunum: „Þú komst nakinn inn í þennan heim og nakinn skaltu fara út.“ Ég ætlaði að hlaupa til ömmu og afa en mamma kom á eftir mér enda mátti ekki fréttast að ég væri nakinn úti í frosti og snjó.“ Hann segir mömmu sína og stjúpa hafa lagt sig fram við að halda uppi leikriti til að breiða yfir það sem átti sér stað á heimilinu. „Ég reyndi að segja frá en mér var ekki trúað. Þau voru mjög lúmsk og komu mjög vel fyrir út á við. Stjúpi minn var algjör naðra og passaði að það sæist aldrei á and- litinu á mér. Mamma gerði síðan hvað hún gat til að sannfæra skóla- yfirvöld um að ég væri geðveikur. Í eitt af fjölmörgum skiptum sem ég var sendur til skólastjórans, sem var góður maður, man ég að hann sagði við mig að ég væri greindur en væri gjörsamlega að eyðileggja alla möguleika mína á framtíð.“ Alverstu minningar Sævars frá æskuárunum eru frá því hann var einangraður í herberginu sínu í tvo mánuði í refsingarskyni. „Þau lögðu mikið upp úr því að hafa vald yfir mér og þegar þau fundu að þau höfðu ekki það vald reyndu þau að knésetja anda minn. Þegar ég gaf mig ekki notuðu þau sífellt öfgafyllri refsingar sem voru ekki í neinu samhengi við glæpinn. Ég þótti svakalega slæmur fyrir að borða ekki uxahalasúpu sem mér þótti vond. Það tók síðan steininn úr að þeirra mati þegar ég stal kexpakka úr Fossnesti á Selfossi. Eftir það var ég lokaður inni í her- berginu mínu í 2 mánuði. Þarna var skólinn í sumarfríi og enginn saknaði mín. Ég fékk að koma fram í hádegismat en enginn virti mig viðlits. Ég var vandamálið á heimilinu og blóraböggullinn.“ Sagði upp í vinnunni og neytti fíkniefna Bókin hans Sævars er í raun sjálfs- ævisögulegt uppgjör og fjallar lítið meira um ofbeldið sem hann varð fyrir í æsku en kom fram í kynn- ingarkaflanum en hann var þó tilbúinn til að segja nánar frá því hér vegna þeirra fjölmörgu spurn- inga sem vöknuðu og athyglinnar sem kaflinn vakti. Hann vill ekki ljóstra miklu upp um söguþráðinn en segir þó: „Þú hefur aldrei lesið neitt þessu líkt. Ég hef aldrei lesið neitt þessu líkt.“ Hann lítur á bók- ina sem lið í eigin frelsun og segist hafa verið orðinn mjög veikur af smitsjúkdómnum ofbeldi. „Ég var ófær um að mynda tengsl, ég var kaldur og gat ekki lifað með því að skaða mögulega þá sem mér þótti vænt um. Líklega var það kveikjan að þessu öllu,“ segir Sævar. Hann á 8 ára son úr fyrra sambandi sem er honum mikilvægt byggja upp gott sambandi við. „Ég hafði sann- færingu fyrir því að ég yrði að feta þennan stíg áður en ég gæti verið til staðar fyrir aðra manneskju. 16 viðtal Helgin 17.-19. október 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.