Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 38
Ég segi
bara eins og
Ragna Foss-
berg hefur
sagt, ef
hrukkukrem
myndu virka
þá væri
enginn með
hrukkur.fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420
HEIMILISTÆKJADAGAR
Í
20% AFSLÁTTUR
Rakel Garðarsdóttir
og Margrét Mar-
teinsdóttir gefa á
næstunni út bókina
Vakandi veröld. Í
bókinni er til dæmis
að finna uppskriftir
að snyrtivörum sem
fólk getur framleitt
sjálft og heimagerð-
um hreinsiefnum.
Ljósmynd/Hari
Neysla okkar er farin úr böndunum
Rakel Garðarsdóttir og Mar-
grét Marteinsdóttir hafa tekið
höndum saman og skrifað
bókina Vakandi veröld. Í
bókinni miðla þær eigin
reynslu en báðar tóku þær
upp nýja lífshætti fyrir nokkru.
Nú eru skilaboðin þau að við
eigum ekki að henda mat, við
eigum að flokka rusl og hugsa
um hvar fötin okkar eru fram-
leidd. Það sem við gerum mun
nefnilega hafa áhrif á afkom-
endur okkar.
M ikilvægast er að vera með-vitaður um það sem mað-ur gerir. Ef þú hugsar til
dæmis áður en þú kaupir inn þá ertu
í miklu betri málum,“ segir Rakel
Garðarsdóttir framleiðandi.
Rakel er annar höfunda bókarinn-
ar Vakandi veröld sem kemur út um
næstu mánaðamót. Bókina skrifaði
hún með Margréti Marteinsdóttur,
fyrrum fréttakonu og núverandi
vert á Kaffihúsi Vesturbæjar.
Báðar hafa þær á síðustu árum
tekið upp nýja lífshætti sem þær
vilja meina að bæti eigin heilsu og
takmarki um leið umhverfisspjöll. Í
bókinni miðla þær af reynslu sinni
og hvetja aðra til að tileinka sér nýja
siði. Í inngangi bókarinnar segjast
þær, eins og flestir, hafa sóað mat í
stórum stíl, keypt föt frá framleið-
endum sem ekki standast kröfur
um lágmarks siðferði gagnvart
starfsfólki sínu, og notað snyrti-
vörur með kemískum og heilsuspill-
andi efnum. Auðvelt sé að tileinka
sér nýja og betri siði.
Hendum einum þriðja af inn-
kaupunum
Rakel hefur látið til sín taka í um-
ræðum um matarsóun og er stofn-
andi samtakanna Vakandi. „Þetta
hefur verið mikið áhugamál hjá
mér. Neysla mannsins er farin úr
böndunum. Við erum að henda ein-
um þriðja af því sem við kaupum
inn. Það er borðleggjandi að hætta
að henda mat. Jarðarbúar eru sjö
milljarðar í dag og verða orðnir níu
milljarðar árið 2050. Ef við höldum
þessu áfram mun jörðin ekki ráða
við okkur. Það er ekki langt í þetta.
Það er jafn langt í 2050 og það er
síðan 1986 var,“ segir hún.
Yfirvöld ekki með á nótunum
Rakel segir að eftir hún fór að pæla í þessum hlutum
sé auðvelt að sjá hluti sem hún sá ekki áður. „Í mínu
tilviki fannst mér merkilegt að uppgötva markaðs-
setningu fyrirtækja. Hvernig það er alltaf verið að
telja manni trú um að maður verði að eignast eitt-
hvað þegar mann vantar í raun ekkert. Það átti að
heita að hér væri kreppa en samt var maður enda-
laust að kaupa eitthvað. Þetta á til að mynda við um
snyrtivörur, þar er ein mesta sóunin. Það er mark-
aður sem veltir endalaust af peningum. Ég segi bara
eins og Ragna Fossberg hefur sagt, ef hrukkukrem
myndu virka þá væri enginn með hrukkur. Húðin er
stærsta líffærið okkar og það er ekkert sniðugt að
setja eitthvað á húðina sem ekki er hægt að borða.
Það er vel hægt að nota náttúrulegar snyrtivörur.“
Í bókinni er einmitt kafli um hvernig fólk geti
búið sjálft til náttúrulegar snyrtivörur og heima-
gerð hreinsiefni. Þá eru kaflar um föt, plast og
flokkun sorps, svo eitthvað sé nefnt.
Hvað með flokkun á sorpi? Manni virðist að Ís-
lendingar hafi tekið nokkrum framförum þar und-
anfarin ár.
„Já, í flokkun á pappír. En við eigum enn langt
í land á öðrum sviðum. Það er til dæmis bara ein
ruslatunna í almenningsrýmum. Ef þú labbar nið-
ur Laugaveginn þá eru bara venjulegar tunnur en
ættu að vera rauðar og grænar líka. Ríki og borg
eru mjög aftarlega í þessum málum. Þetta var gert
fyrir mörgum áratugum annars staðar í Evrópu.“
Lítill leiðarvísir um vitundarvakningu
„Ég er alls ekki heilög. Þetta snýst bara um þessi
litlu skref sem við getum öll tekið. Þegar þau hafa
verið tekin verður allt miklu ljúfar fyrir vikið. Mað-
ur hugar að umhverfinu, buddunni og framtíðinni,“
segir Rakel sem segir að bók þeirra Margrétar sé
góður upphafspunktur fyrir alla.
„Þetta er engin predikun, þetta er bara lítill leið-
arvísir um vitundarvakningu um betri lífsvenjur.
Hvernig við getum öll hugað að framtíðinni. Fram-
tíðin er nefnilega í okkar höndum og það sem við
gerum mun hafa áhrif á afkomendur okkar.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
38 viðtal Helgin 17.-19. október 2014