Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 50
jólahlaðborð Helgin 17.-19. október 201450 J ólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrjar átið jafnvel strax á aðventunni. Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum. Margir taka einnig upp á því að baka margar sortir af smákökum fyrir jólin og skera jafnvel út laufabrauð. Á mörgum heim- ilum er nartað í jólabaksturinn á aðventunni þó að sumir vilji sjálfsagt geyma krásirnar Jólahlaðborðin orðin hluti af jólamenningunni til jólanna. Hér áður fyrr voru síðustu vikurnar fyrir jól kallaðar jóla- fasta vegna þess að í kaþólskum sið var fastað á þessum tíma og kjöt ekki borðað. Þetta orðalag hélst lengi fram eftir öldum þó að ekki væri lengur fastað í eigin- legum skilningi þess orðs. Í dag á þetta orð þó tæpast við þar sem aðventunni fylgir yfirleitt meira át en gengur og gerist. Það er samt áhugavert að sjá að einn er sá siður sem tíðkast hér á landi sem gæti flokkast sem nokkurs konar leifar af þessari kaþólsku föstuhefð en það er að á Þorláksmessu, þann 23. desember, er það siður margra að borða svokallaða Þorláksmes- suskötu. Gert vel í mat og drykk Löng hefð er fyrir því hér á landi að vel sé gert við menn í mat og drykk um jólin. Heimildir eru til sem benda til þess að á þjóðveldisöld hafi það þótt brýnasta nauðsyn að menn fengju nýtt kjöt um jólin. Lengi fram eftir öldum slátruðu þeir bændur sem efni höfðu á vænni kind fyrir jólin svo heimilisfólkið gæti fengið nýslátrað kjöt í jólamatinn. Hins vegar fór þetta allt eftir efna- hag bændanna og ekki gátu allir séð af heilli kind um jólaleytið. Þá var brugðið á það ráð að bjóða upp á næstbesta kostinn sem var reyktur matur á borð við hangikjöt sem síðar varð einn vinsælasti jólamatur landsins og mörgum þykir enn í dag ómissandi um jólin. Langt fram á 20. öldina var það einnig bara á jólunum að hægt var að fá ávexti þar sem þeir voru innfluttir og komu til landsins um jólaleytið. Epli og appelsínur um jólin Enn eru margir sem minnast þess að hafa fengið epli eða appelsínur um jólin og þótt algert lostæti. Með árunum hafa málin þróast í þá átt að nú er hægt að nálgast nánast hvaða matartegund sem er á hvaða árstíma sem er og er því ekki nema eðlilegt að menn hafa það í jólamatinn sem þeim finnst best. Algengt hefur verið að rjúpur, hamborgarhryggur, lambalæri eða kalkúnn hafi verið á borðum landsmanna um jólin en ekki er til neinn tæmandi listi um það hvað Íslendingar borða um jólin þar sem úrvalið er svo mikið og smekkur manna misjafn. Af vef Þjóðminjasafnsins Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ®
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.