Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 80

Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 80
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 20. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Sölvi Helgason Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold  afmælishátíð listasafn íslands 130 ára Fjölskyldudagur á stórafmæli Listasafnsins l istasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli í ár og efnir til afmæl- ishátíðar með fjölbreyttri dagskrá sem mun standa út árið. Í tilefni afmælisins býður Listasafn Ís- lands allri þjóðinni ókeypis aðgang í safnið nú um helgina, fram á sunnudaginn 19. október. Boðið verður upp á leiðsögn við allra hæfi og afmælisveislu á sérstökum fjöl- skyldudegi á morgun, laugardag. Listasafn Íslands á að baki merka sögu en það var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af Birni Bjarnarsyni lögfræðingi og stór- huga listunnanda. Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Árið 1987 fluttist safnið að Frí- kirkjuvegi 7. Aðalbygging safnsins var reist sem íshús árið 1916 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelsson- ar en nýbyggingin er verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkis- ins. Listasafn Íslands á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu, um 10.000 verk og rúmast því aðeins hluti hennar í núverandi salarkynnum. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði Vasulka-stofu í gær, fimmtudag, á formlegum afmælisdegi safnsins. Um leið gaf safnið út bók um Va- sulka-hjónin sem er fyrsta íslenska útgáfan um verk þeirra. Steina og Woody Vasulka voru viðstödd opn- unina ásamt Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands. Á morgun, laugardag, verður haldið upp á afmælið á sérstökum fjölskyldudegi í safninu. Boðið verður upp á afmælisköku og fjöl- breytta viðburði sem skipulagðir eru með samveru fjölskyldunnar í huga. Leiðsögn verður um lista- verk og leiðangur um safnið, innlit í listaverkageymslu og mynd- listargetraun fyrir unga sem aldna. Vegleg verðlaun verða í boði. Um leið verður umbreytt fræðslu- og upplifunarrými afhjúpað í kjallara safnsins. Björk Viggósdóttir er hugmyndasmiður rýmisins, en einnig gefur að líta vídeó-portrett Snorra Ásmundssonar sem tekin eru af gestum safnsins. - jh Listasafn Ísland fagnar 130 ára afmæli. E ftir því sem hitastigið lækkar fjölgar ástæðunum fyrir því að sitja inni í hlýj- unni og lesa bók. Barnabókaútgáfa hefur tekið vel við sér á undan- förnum vikum. Þar á meðal leynist ljóðabók um hval, spennubók um stelpu sem talar dýramál, múmín- bók í bundnu máli og bók um lítið skrímsli sem eignast kött. Það er óhætt að segja að yngsta kyn- slóðin hafi úr mörgu að velja þetta haustið. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hulda Vala dýravinur – Spæjarar Þetta er fjórða bókin um Huldu Völu sem á sér það leyndarmál að geta talað við dýrin. Hún og dýrin bregða sér hér í hlut- verk spæjara til að handsama þjóf. Þau komast fljótt að því að þjófurinn er bæði ferfættur og loðinn en það verður heljar verkefni að handsama hann. Hvað gerðist þá? Múmínbókin „Hvað gerðist þá?“ er nú endurútgefin í tilefni af 100 ára fæðingarafmælis Tove Janson, skapara múmínálfanna. Bókin er í bundnu máli, þar fylgjum við múmínsnáðanum sem leggur í leiðangur að sækja mjólk í krús og lendir í ýmsum ævintýrum. Örleifur og hvalurinn Kvæðið um Örleif og hvalinn er eitt af vinsælustu barnaljóðum pólska skáldsins Julians Tuwim. Hér birtist það íslenskum les- endum í fyrsta sinn með sígild- um myndum Bohdan Budenko í þýðingu Þórarins Eldjárn. Litróf dýranna Í þessari fallegu bók er fjallað um litina með aðstoð skraut- legra dýra frá öllum heimshorn- um og þeir sem leita vel finna kamelljón nánast á hverri síðu. Verðlaunahöfundurinn Halldór Á. Elvarsson teiknar myndir og skrifar texta. Óliver Máni og drekavandræðin Óliver Máni er nemandi í Galdraskólanum og er sérstök Galdrahátíð á næsta leiti. Hann er afar spenntur fyrir því að taka þátt í skrúðgöngunni og fær gæludrekann sér til hjálpar, Bækur fyrir yngstu kynslóðina 80 menning Helgin 17.-19. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.