Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 88

Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 88
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Þórunn ArnA Kristjánsdóttir  Bakhliðin Magnaður listamaður Aldur: 30 ára. Maki: Vignir Rafn Valþórsson, leikari og leikstjóri. Börn: Kría, 8 mánaða. Menntun: Útskrifuð frá leiklistardeild Listaháskólans 2010 og söngkona frá sama skóla 2006. Starf: Leikkona í Borgarleikhúsinu. Fyrri störf: Strandvörður í Nauthólsvík og skrifstofudama. Áhugamál: Elda góðan mat, og verja tíma með góðum vinum. Stjörnumerki: Sporðdreki. Stjörnuspá: Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum annarra. Hvort sem þú velur í aðstæðum dagsins mun það enda með hlátri. Þórunn Arna er yndisleg-asta manneskja sem ég hef kynnst,“ segir Ævar Bene- diktsson, leikari og bekkjarbróðir Þórunnar. „Ég hef ekki fundið duglegri leikara. Hún er alltaf til í að hjálpa öllum og er alveg hreint mögnuð. Hún heldur frábær matarboð og er höfðingi heim að sækja og í listinni lætur hún ekk- ert stoppa sig,“ segir Ævar. Þórunn Arna Kristjánsdóttir er leikkona við Borgarleikhúsið. Hún fékk í vikunni það undarlega starf að vera vara-Lína Langsokkur, þar sem Ágústa Eva, sem leikur Línu missti röddina og þurfti því að fella niður þrjár sýningar. Þórunn mun því vera á hliðarlínunni um helgina ef óhappið endurtekur sig. Hrósið... fær Svíinn Lars Lagerbäck, landsliðsþjáfari ís- lenska landsliðsins, sem eftir sigur landsliðsins á Hollendingum er kominn í guðatölu. Bæði hér sem og í heimalandinu. Fallegar regnkápur Laugavegur 45 Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.