Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 4

Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 4
25% NÝTT ® afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Íslenskir vísindamenn meðal þeirra áhrifamestu veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SnýSt í nV-átt, rigning framan af, en birtir upp undir kVöld V-til. HöfuðborgarSVæðið: Súld um morgun- inn, en SéSt til Sólar SÍðdegiS. Heldur SValara Veður og Smá rigning n- og na-landS. léttSk. S-til. HöfuðborgarSVæðið: Bjart með köflum og trúlega þurrt. Hafgola. Hlýnar aftur. ÞokuSuddi na-til, en annarS úrkomlauSt og birtir upp. HöfuðborgarSVæðið: léttir til þegar lÍður á daginn. Hafgola. fremur svalur laugardag- ur, en hlýnar síðan aftur Heldur svalara loft nær til okkar í dag og á morgun. rignir lítilsháttar um mikinn hluta landsins, en rofar til síðdegis V-til. Væta áfram á morgun norðan- og einkum norðaustanlands. eins og gjarnan við þessar aðstæður verður veður hvað best suðaustanlands, en á Suðurlandi er hætt við síðdegis- skúrum á morgun. á sunnudag er hlýrra loft að nýju og sólin ætti að skína, þó svo að enn verði líkur á sudda na-lands. 11 10 9 10 11 11 8 7 9 14 13 12 8 10 16 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þrjú börn drukknað í sundi á níu árum Starfsfólk sundlauga hefur ekki heimild til að hindra að foreldrar fari í sund með fleiri en tvö ósynd börn. Samkvæmt reglugerð er öðrum en foreldrum og forsjáraðilum ekki heimilt að taka fleiri en tvö börn, yngri en tíu ára með sér í sund. Á síðustu níu árum hafa þrjú börn drukknað í sundlaugum hér á landi. e ngin takmörk eru á því hversu mörg börn foreldrum eða forsjáraðilum er heimilt að taka með sér í sund, samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Í reglu- gerðinni er aftur á móti kveð- ið á um að öðrum en foreldr- um, 15 ára eða eldri, sé ekki heimilt að hafa með sér fleiri en tvö börn. Kjósi foreldri að fara með þrjú eða fleiri ósynd börn með sér í sund getur starfsfólk sundlauga ekki hindrað það. Að sögn Jakobs Þorsteinssonar, forstöðu- manns Sundlaugar Kópavogs, ber starfsfólki sundlauga að fara eftir reglugerðinni og getur því ekki komið í veg fyrir að foreldrar fari með mörg ósynd börn í sund. „Það eina sem við getum gert er að hafa auga með þeim,“ segir hann. Á síðustu níu árum hafa þrjú börn undir sautján ára aldri drukknað í sundlaugum hér á landi. Átta börn undir tíu ára aldri hafa fengið svokallaða nærdrukknun en þá fara þau í hjarta- og öndunarstopp og eru endurlífguð og lifa slysið af, annað hvort heilbrigð eða með skemmdir á heila sökum súrefnisskorts. Börnin átta hlutu þó ekki heilaskaða. Í maí síðastliðnum var viðtal í Fréttatímanum við ömmu og móður fimm ára gamals drengs sem drukknaði í sund- laug Selfoss árið 2011. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnisstjóra slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna, er mikilvægt að foreldrar láti skynsemina ráða þegar þeir meta hversu mörgum ósyndum börnum þeir geti borið ábyrgð á í sundi. Hún bendir á að í Bretlandi séu reglurnar þannig að einu for- eldri sé ekki heimilt að fara með fleiri en tvö ósynd börn með sér í sund. Herdís hvetur foreldra til að fá annan fullorðinn með sér þegar farið er í sund með ósynd börn. „Sundlaugaverðir eru á tánum í sínum störfum en það er ekki möguleiki að þeir getið tekið ábyrgð á börnum annarra. Foreldrar verða að fylgjast með börnum sínum allan tímann.“ Að sögn Guðrúnar Valgerðar Ásgeirsdóttur, formanns Íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands, áður Íþróttakennarafélags Ís- lands, á drukknun sér stað á ótrúlega stuttum tíma. „Ef mik- ill fjöldi er í laugum er erfitt að sjá hvort barn fari á botninn svo foreldrar verða að hafa augun á börnum sínum allan tímann. Það þarf ekki meira til en að barn missi annan handakútinn og þá er það í hættu,“ segir hún. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Það þarf ekki meira til en að barn missi annan handa- kútinn og þá er það í hættu. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna. 3 börn hafa drukkn-að í sundlaugum á Íslandi á síðustu 9 árum. börn, 10 ára og yngri, hafa fengið nærdrukknun á Íslandi á síðustu 9 árum. 8 algengustu ástæður drukknunar barna á íslandi n Börn fara ein í klefa og laumast aftur út í laug á meðan foreldri er í hinum klefanum. n fullorðnir treysta því að börnin haldi sig í grunnu lauginni og fara einir í sólbað eða í heita pottinn. n margir fullorðnir fara saman í sund og gleyma sér á spjalli og fylgjast ekki með börnunum. næst algengasta ástæða drukknunar eða nærdrukknunar barna á Íslandi er þegar forsjáraðilar fara einir í sólbað eða í heita pottinn og segja börnum sínum að halda sig í grunnu lauginni. „Oft líða ekki nema nokkrar mínútur þangað til börnin eru komin í djúpu laugina. Við þessar aðstæður hafa börn drukknað,“ segir Herdís Storgaard. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages. temeistari á sumarsólstöðum Sólarhringslöng te-athöfn fer fram í Viðey um helgina í tilefni af sumarsólstöðum. Athöfnin er í umsjón temeistarans Adam Wojcinski sem hefur 16 ára reynslu af því að halda te-athafnir víða um heim en hann rekur teskóla í Ástralíu. Te-athöfnin hefst klukkan 22 á föstudagskvöldið en gestir geta komið með Viðeyjarferju strax morguninn eftir. adam býður þá upp á japanskt te sem hellt er upp á eftir kúnstarinnar reglum. auk hans verða 7 aðrir temeistarar í eyjunni. Þá verður árleg sólstöðuganga reykjavíkur haldin í fjórða sinn í Viðey. þór Jakobsson veðurfræðingur leiðir gönguna en hann er mikill viskubrunnur um söguna og fræðin á bak við þann merka viðburð sem sólstöður eru. Hann segir frá sól- stöðumínútunni sem í ár er klukkan 10.51 á laugardag og þeim hátíðum og hefðum sem sumarsólstöðum fylgja. Hin árlega sólstöðuganga hér á landi hefur verið kölluð „meðmælaganga með lífinu og menningunni“. Þá hvíla menn sig á deilu- málum og ganga saman í friði og spekt um fallega náttúru. -eh adam Wojcinski hefur í 16 ár haldið teathafn- ir víða um heim og um helgina verður hann í Viðey. Íslenskir vísindamenn eru á lista thomson Reuters yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Vísindamennirnir eru þor- steinn loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar og prófessor við læknadeild Háskóla Ís- lands, daníel f. guðbjarts- son og unnur þorsteins- dóttir, vísindamenn við Íe og rannsóknaprófessorar við læknadeild Háskóla Íslands. augustine kong, guðmar þorleifsson, g. Bragi Walters, Hreinn Stefánsson, jeffrey r. gulcher, Patrick Sulem og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu, eru einnig á listanum. Vísindamennirnir eru á lista thomson reuters með heitinu the World's Most Influential Scientific Minds 2014. Á listan- um eru rúmlega 3000 vísindamenn sem að mati thomson reuters hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum í dag. listinn nær til allra greina vísinda og fræða, að hugvísindum undan- skildum.  öryggi barna – Mikilvægt að Foreldrar láti skynseMina ráða 4 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.