Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 8

Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 8
DDaglega D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks. G reiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í júní. Gangi spáin eftir hjaðnar verðbólga úr 2,4% í 2,1%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% í júní í fyrra. „Verðbólguhorfur eru allgóðar fyrir yfir- standandi ár. Líkt og áður þá gerum við ráð fyrir að verðbólgan muni aukast á næsta ári samhliða auknum umsvifum í hagkerfinu. Þó teljum við að verðbólga verði mun minni næstu ár en hún hefur að jafnaði verið undanfarin ár,“ segir grein- ingardeildin en Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir yfirstandandi mánuð 27. júní. „Lítið er um stóra hækkunarvalda VNV [vísitölu neysluverðs] í júní samkvæmt spá okkar,“ segir deildin enn fremur. „Stærsti einstaki áhrifavaldurinn er ferða- og flutningaliðurinn. Gerum við ráð fyrir að hann vegi til 0,06% hækkunar VNV í mánuðinum, sem má meðal annars rekja til hækkunar eldsneytisverðs (0,02% í VNV). Að þessu sinni teljum við að lítil breyting verði á flugfargjöldum til útlanda (0,01% í VNV), og þá þrátt fyrir að talsverð breyting hafi verið í verði á fargjöldum til einstakra áfangastaða, bæði til hækkunar og lækkunar. Spá um verðhækkun mat- og drykkjar- vöru (0,05% í VNV) byggir á verðkönnun okkar og skrifast sú hækkun helst á kjöt, grænmeti og ávexti. Af öðrum liðum sem má nefna hér er árstíðarbundin verðhækk- un á þjónustu hótela og veitingastaða, sem að okkar mati munu vega til 0,03% hækk- unar VNV. Gögn af íbúðamarkaði benda til þess að húsnæðisliður vísitölunnar (0,03% í VNV) muni lítið hækka þennan mánuðinn sem er ólíkt þróuninni sem verið hefur að undan- förnu,“ segir greiningardeildin. Hún nefnir líka að áhrifa lækkunar á krónutölugjöld- um áfengis og tóbaks (-0,02 í VNV) gætir í spánni í júní. Verðbólguhorfur fyrir komandi mán- uði eru að mestu svipaðar og í síðustu spá greiningardeildar Íslandsbanka sem sér fram á fremur tilþrifalitla mánuði í verð- lagsþróun, ef frá eru talin áhrif af útsölum og útsölulokum. „Við spáum 0,4% lækkun VNV í júlí og 0,4% hækkun bæði í ágúst og september. Lækkun VNV í júlí skýrist af útsöluáhrif- um, sem ganga svo til baka í ágúst og sept- ember. Samkvæmt þeirri spá mun verð- bólga mælast 2,0% í júlí og ágúst en 2,1% í september. Við gerum í kjölfarið ráð fyrir að verðbólga haldist á svipuðum slóðum út árið, og mælist 2,0% í árslok.“ Greiningardeildin telur hins vegar að verðbólga muni aukast heldur á næsta og þarnæsta ári, verði 3,1% bæði árin. Fram- leiðsluspenna myndist væntanlega í hag- kerfinu, og endurspeglist það í hraðari hækkun launa og áframhaldandi raun- hækkunar fasteignaverðs. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is  Viðskiptaráð UppGjör föllnU bankanna Nauðasamningar hagfelldastir Afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna, segir Viðskiptaráð en skoðun þess er að hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar bæði hjá kröfuhöf- um og þjóðarbúinu en þríþættur ágrein- ingur er til staðar vegna nauðasamninga: efnislegur, lagalegur og deilur um aðkomu stjórnvalda. Ráðið bendir á að rekstrar- kostnaður þrotabúanna sé kominn yfir 100 milljarða og segir kröfuhafa verða af um 260 milljörðum króna fyrir hvert ár af töfum á útgreiðslu eigna þeirra. „Mögulegt er,“ segir Viðskiptaráð, „að búin verði tekin til gjaldþrotaskipta eftir þremur leiðum: að frumkvæði slitastjórna, kröfuhafa eða löggjafans. Ef kröfuhafar koma sér ekki saman um gerð nauðasamn- inga sem falla innan svigrúms þjóðarbús- ins væri æskilegra að slitameðferð verði lokið með gjaldþrotaskiptum en að núver- andi ástand vari áfram um fyrirsjáanlega framtíð.“  neyslUVerð VerðbólGUhorfUr yfirstandandi árs erU Góðar Hjaðnandi verðbólgu spáð í júnímánuði Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan mælist 2% í árslok en að hún verði 3,1% árin 2015 og 2016. Verðbólguhorfur eru allgóðar fyrir yfirstandandi ár. Það ætti að gleðja þá sem skulda fasteignalán. Gögn af íbúðamarkaði benda til þess að húsnæðis- liður vísitöl- unnar (0,03% í VNV) muni lítið hækka þennan mán- uðinn sem er ólíkt þróun- inni sem verið hefur að undanförnu. Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar Sumar 23 1. - 13. september Sumarævintýri á Korsíku Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör e hf . Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Stórfengleg fegurð og kyngimagnaðir fjallgarðar heilla alla í glæsilegri ferð til frönsku eyjunnar Korsíku í Miðjarðarhafinu. Litríkir bæir verða á leið okkar, granítklettar, fallegar strandir og ræktuð lönd. Ferðin endar í höfuðstað Tíról, Innsbruck. Verð: 327.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 8 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.