Fréttatíminn - 20.06.2014, Síða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar:
Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri:
Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson
valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af
Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
H Hvalveiðibátar Hvals hf. hófu stórhvelaveiðar í vikubyrjun. Hvalveiðivertíð stendur næstu þrjá mánuði en fyrirtækið má veiða 154 langreyðar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Veið-arnar hófust í skugga þess að á sama tíma var Ís-
lendingum, einni helstu fiskveiðiþjóð í Norður-Atl-
antshafi, meinuð þátttaka í stórri hafráðstefnu sem
utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, það er
að segja á mánudag og þriðjudag. Ráðuneytið brást
með þessum hætti við fyrirmælum
Bandaríkjaforseta en í minnisblaði
í apríl síðastliðnum hvatti forsetinn
innanríkisráðherra landsins til að
endurskoða tvíhliða samstarfsverk-
efni Íslands og Bandaríkjanna og aðra
erindreka sína til að beita sér gegn
hvalveiðum með ýmsum hætti.
Auður stóll Íslands er merki um
útskúfun á ráðstefnu sérfræðinga
sem Íslendingar sóttust eftir að sitja
en fengu ekki. Ástæða útskúfunar-
innar liggur fyrir. Óviðeigandi þótti
að bjóða hvalveiðiþjóðinni á ráðstefnuna. Mark-
mið alþjóðasamfélagsins er, að því er fram kom
í tengslum við ráðstefnuna, að halda höfunum
óspilltum fyrir komandi kynslóðir og verndun
sjávarspendýra er hluti af því markmiði. Með að-
gerðunum hvetja Bandaríkjamenn Íslendinga til að
virða alþjóðlegt hvalveiðibann.
Hvalveiðar hérlendis eru með tvennum hætti.
Annars vegar fyrrnefndar stórhvelaveiðar – sem
vægast sagt eru umdeildar. Þótt Íslendingar telji
sig hafa fullan rétt til að nýta þessa auðlind er
stuðningur við veiðarnar hverfandi á alþjóðavísu –
megn andúð á þeim raunar ríkjandi. Víðast hvar er
litið á dráp þessara risa hafsins sem villimennsku
sem eigi ekki að viðgangast. Þótt Íslendingar telji
veiðarnar sjálfbærar liggur það fyrir að langreyður
er á lista CITES samningsins um dýr í útrýmingar-
hættu en þeim samningi er ætlað að koma í veg
fyrir viðskipti með afurðir dýra og plantna í útrým-
ingarhættu. Því er langreyðadráp litið sömu augum
og fíladráp vegna fílabeins, svo dæmi sé tekið. Þess
utan getur dráp þessara stóru dýra með skutli verið
kvalafullt og ekki í samræmi við þær kröfur sem
gerðar eru til slátrunar dýra. Þá hefur ekki gengið
andskotalaust að koma hvalkjöti á markað erlendis,
eins og sást á frægri för flutningaskipsins Ölmu í
vor en skipið flutti margra ára birgðir til frá Íslandi
til Japans.
Hinn hluti veiðanna er síðan hrefnuveiðarnar,
veiðar sem stundaðar eru nær ströndum landsins.
Þau dýr eru veidd með sama hætti og stórhvelin
– en þess utan er hörð hagsmunabarátta í gangi
milli þeirra sem veiða og annarra fyrirtækja sem
gera út á ört vaxandi atvinnugrein, hvalaskoðun.
Hrefnuveiðimenn telja sig í fullum rétti og stofninn
standi vel undir veiðunum. Skoðunarfyrirtækin –
studd af Samtökum ferðaþjónustunnar – segja á
hinn bóginn að veiðar og skoðun fari ekki saman
á sama svæði. Hvalaskoðun sé til dæmis stærsta
afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og
sú þriðja stærsta á landinu. Vakin er athygli á því
að fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til
landsins fer í hvalaskoðun. Á síðasta ári nýttu rúm-
lega 200 þúsund ferðamenn sér þessa þjónustu, þar
af um 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. Hvala-
skoðunin skilar því árlega um fjórum milljörðum
króna í þjóðarbúið. Svo enn sé stuðst við dæmi frá
Reykjavík benda hvalaskoðunarfyrirtækin á það að
hrefnan sé mikilvægasta tegundin við hvalaskoðun
þar. Forvitnustu dýrin séu þau mikilvægustu fyrir
skoðunarskipin en jafnframt auðveldustu skotmörk
hvalveiðimanna. Veiðar á þeim grafi því undan
atvinnugreininni.
Íslendingar geta ekki skellt skollaeyrum við
áliti alþjóðasamfélagsins hvað stórhvelaveiðarnar
varðar – og þegar að mati á hrefnuveiðum og hvala-
skoðun kemur hljóta minni hagsmunir að víkja
fyrir meiri. Það er því brýnt að endurmeta stöðuna.
Þar má leggja til grundvallar þingsályktunartillögu
átta þingmanna frá því mars síðastliðnum þess efn-
is að fjármála- og efnahagsráðherra láti fara fram
mat á heildarhagsmunum Íslands vegna hvalveiða
í íslenskri lögsögu. Metnir verði fjárhagslegir og
viðskiptalegir hagsmunir, hagsmunir sjávarútvegs
og ferðaþjónustu sem og áhrif Íslands á alþjóðavett-
vangi og á samskipti við einstök ríki.
Kallað eftir hagsmunamati
Endurmat
á hvalveiðum
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
Kíkið inná:
heklanotadirbilar.is
GÓÐIR, NÝLEGIR
& TRAUSTIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
Audi A1 Attraction 1,4 TFSI
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 41.500 km
sjálfskiptur
Ásett verð
3.290.000
VW Touareg V6 TDI
245 hö. Árgerð 2013, dísil
Ekinn 31.000 km, sjálfskiptur
VW Golf Highline 1.4 TSI AT
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 80.000 km, sjálfskiptur
Fiat 500 Lounge
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 17.000 km, beinskiptur
Ásett verð: 9.890.000
Ásett verð: 2.690.000Ásett verð: 2.390.000
Ásett verð: 2.290.000
VW Jetta Highline 1,4 TSI
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 25.000 km, sjálfskiptur
Skoda Octavia Combi
1,9 TDI. Árgerð 2010, dísil
Ekinn 118.000 km, beinskiptur
Ásett verð: 3.290.000
VW Golf Trendl 1,6 TDI
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 40.000 km, beinskiptur
Skoda Rapid Amb.
1.4 TSI. Árgerð 2013, bensín
Ekinn 27.000 km, sjálfskiptur
Mercedes-Benz
B180 CDI. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 15.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 3.050.000
Ásett verð: 3.350.000 Ásett verð: 4.980.000
Komdu og
skoðaðu úrvalið!
VW Tiguan Track&Style
2,0TDI. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 5.850.000
Helgin 20.-22. júní 2014