Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 20

Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 20
Orkuríkur áfangastaður Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er vatni til miðlunar safnað í uppistöðulón og minni miðlunarmannvirki. Hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru sex aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallþunga vatnsins. Búrfellsstöð er hluti af umfangsmiklu veitukerfi á svæðinu. Þar er boðið upp á gagnvirka orkusýningu og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Myndin sýnir þversnið af Kaplan hverfli í Búðarhálsstöð, nýjustu aflstöð Íslendinga. Í stöðinni vinna tveir slíkir hverflar rafmagn úr miklu vatnsmagni við fremur lága fallhæð. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Velkomin í heimsókn í sumar! www.landsvirkjun.is/heimsoknir umræðan um kynferðisbrot verður mjög hávær í samfélaginu. „Eftir að ég varð veik brustu allar mínar varnir gagnvart óuppgerðu kyn- ferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem unglingur og ég fer að horfast í augu við það,“ segir Inga Vala en um það leyti sem hún var greind með krabbamein frétti hún að maðurinn sem hafði brotið á henni, þáverandi kennari hennar, hafði í fyrsta sinn verið handtekinn fyrir kynferðisbrot. Hann fékk síðar dóm. „Ég var búin að vera að vinna í mínum málum þegar Tinna kemur til okkar. Ég starfa sem ljósmóðir og í gegnum starf mitt með konum hef ég komist að því hvað kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt vandamál. Þegar Tinna sýnir öll merki þunglyndis og er mjög vansæl förum við að rifja upp þessar myndbirt- ingar og ræða þau áhrif sem þær höfðu á hana. Ég sagði við hana að þunglyndið hlyti að eiga sér skýringar, hún hefði verið lögð í einelti sem barn og hún var beitt ofbeldi sem unglingur. Við vorum hér heima saman í nokkrar vikur og gátum lokst rætt hlutina opinskátt. Ég átti sjálf alltaf erfitt með að líta á mig sem „fórnarlamb“ en ég gat litið á mig sem „þolanda.“ Ég samsamaði mig ekki með því að vera fórnarlamb því ég var alltaf að reyna að vera sterk og dugleg, og það var nákvæmlega það sama með Tinnu. Hún leit alltaf á sig sem algjöran nagla. Ég var bara komin lengra en hún í þessari orðræðu sem skiptir svo miklu máli. Hún var búin að ná sér vel á strik þegar hún birti pistilinn en kannski var hún samt ekki komin á þann stað að geta kallað ofbeldið sínu rétta nafni.“ Í framhjáhlaupi nefnir Inga Vala að maðurinn sem beitti hana kynferðisof- beldi hafi sent henni samúðarskeyti eftir að Tinna dó, nokkuð sem henni fannst afar erfitt og óþægilegt. Ingólfur grípur inn í: „Ég er búinn að henda því.“ Virk á Kynlegum athugasemdum Upp frá þessu hreinskipta samtali þeirra mæðgna fór Tinna markvisst að reyna að vinna sig frá áhrifum ofbeldisins. Hún fór aftur til Reykjavíkur og með stuðningi frá kærastanum sínum, Kristjáni Helga, fór hún aftur í nám – nú í bókmenntafræði – og vann í sjálfri sér. Mamma hennar segir að það hafi haft mikil áhrif á hana að taka þátt í umræðum á Facebook-síðunni „Kyn- legar athugasemdir“ sem stofnuð var í apríl þar sem fólk ræðir um atburði eða reynslu sem sýnir misrétti kynjanna. „Hún var mjög virk þar og umræðan þar varð til þess að hún fór út í að skrifa pistilinn. Hún vildi koma þessu frá sér. Kristján Helgi, unnusti hennar, segir að hún hafi verið öll á nálum, uppstökk og kvíðin á meðan hún var að vinna pistilinn. Það tók hana nokkurn tíma að skrifa þetta en þegar hún var búin að klára hann og setja hann á netið var eins og hún fyndi fyrir svo mikilli ró. Það var ekki aftur snúið. Hún fékk heldur ekkert nema jákvæð viðbrögð,“ segir mamma hennar. Efni pistilsins var tekið upp á öllum helstu veffréttamiðlum auk þess sem Tinna kom í viðtal í Íslandi í dag þar sem hún sagði frá þessari erfiðu reynslu. Tinna hafði sýnt það hugrekki að hefja glímu við fortíðina. Hún var lögð af stað í vegferð til styrkja sjálfa sig og líða betur. Foreldrar hennar voru afar stoltir af henni og vissu ekki betur en að börnin þeirra hefðu það notalegt saman á meðan þau sjálf voru að hlaða batteríin á Spáni. Þau segja það hafa verið afskap- lega erfitt að vera í öðru landi þegar þau fengu þær fregnir að Tinna væri látin og flýttu þau sér heim með fyrsta flugi. „Það var gríðarlega dýrmætt að við vorum nýbúin að segja henni hvað við værum stolt af henni. Hún var búin að upplifa svartasta skammdegið en fékk loksins að finna þennan mikla meðbyr,“ segir Inga Vala. Systkini Tinnu takast síðan á við missinn hvert á sinn hátt. „Ragnhildur er að verða sex ára. Hún er ekki komin á þann aldur að hún geri sér grein fyrir endanleikanum og hvað dauðinn þýðir. Hún hefur ekki verið sorgmædd. Þegar við komum loksins var hún búin að finna hvað allir voru  Tinna fór í MA og tók þar þátt í leiklist, söngvakeppn- inni og lét til sín taka í pólitík.  Tinna með eldri bróður sinn, Steinar, sem fæddist 1998.  Tinna og Ingólfur, pabbi hennar, á góðri stundu þegar hún varð stúdent árið 2011.  20 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.