Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 24

Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 24
Lið Fílabeinsstrandarinnar í þrengstu búningunum á HM Þ að er að mörgu að hyggja þegar horft er á HM. Sér-staklega hjá þeim sem eng- an áhuga hafa á fótbolta. Það er margt sem þeir aðilar geta gert sér til dundurs á meðan keppnin er nán- ast allan sólarhringinn í sjónvarp- inu. Það er hægt að skoða leikinn út frá hárgreiðslu leikmannanna. Húðflúr er vinsælt í ár, og margir leikmenn vel blekaðir og vel hægt að mynda sér skoðanir á því. Svo er hægt að ákveða með hverjum maður heldur út frá þátttöku liðanna í þjóð - söngnum, en þá myndu að vísu allir halda með Ítölum. Eitt er þó gaman að skoða og það eru búningarnir. Það fer alltaf mikil umræða um bún- inga þjóðanna og virðast allir geta myndað sér skoðun á þeim. Sumir búningar eru þó þrengri en aðrir, og nokkrir það þröngir að maður veltir fyrir sér hvort leik- mennirnir geti yfir höfuð andað í þessum klæðnaði. Hér eru þeir þrengstu. Myndir/NordicPhotos/Getty Þrengri: Suður-Ameríkuþjóðirnar hafa sjaldan verið mjög þröngar. Kannski er það vegna þess hve áhrifamikil kaþólska kirkjan er í heimsálfunni. Úrúgvæ fer þó alla leið með sín þrengsli í ár og leikmenn skarta mjög svo aðsniðnum treyjum. Er þó ekki viss um að þeim líði neitt sér- staklega vel í þessum klæðnaði þar sem þeir náðu sér aldrei á strik í fyrsta leik keppninnar. 2. Þrengstur:Afríkuþjóðirnar hafa undanfarnar keppnir verið í gríðarlega þröngum treyjum. Margir muna eftir ermalausu treyjunum sem Kamerún skart-aði á HM 2002. Þær þóttu marka upphaf þessarar tísku og síðan hafa Afríkuliðin borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað aðsnið varðar. Keppnin í ár er engin undantekning. Þeir sem eru í langþrengstu treyjum í Brasilíu eru drengirnir frá Fílabeinsströndinni. Treyjurnar þeirra eru það þröngar að það mætti stundum halda að búningarnir séu litaðir á spengilega kroppana. 1. Þröngur:Svisslendingar eru í rauninni eina Evrópuþjóðin sem skartar þröngum treyjum þetta árið. Hinar þjóðirnar eru frekar hefðbundnar. Það eru viss vonbrigði að Ítalir og Frakkar séu ekki eins þröngir og þeir hafa áður verið. Svisslending- ar halda uppi heiðri Evrópu í ár. 3. Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 24 fótbolti Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.