Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 20.06.2014, Síða 38
38 ferðalög Helgin 20.-22. júní 2014  Flug DreiFing utanlanDsFerða ÍslenDinga DreiFist jaFnar en áður 100% hágæða bómull Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Íslensk hönnun Sendum frítt lindesign.is Rýmum fyrir nýrri barnafatalínu Náttföt 3.980 kr Peysa 2.490 kr Kjóll 2.890 kr Náttgalli 1.990 kr 1.245 kr 1.445 kr 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR LÝKUR Á MORGUN LAUGARDAG Buxur 2.790 kr 1.395 kr Peysa 2.490 kr 1.245 kr 3.980 kr 1.990 kr Peysa 2.490 kr 1.245 kr Reykjavík & Akureyri Pils 1.990 kr 990 kr Y fir sumarmánuðina í fyrra flugu fimm þúsund færri íslenskir far-þegar frá Keflavíkurflugvelli en í júní, júlí og ágúst árið 2012. Samdrátt- urinn nam rúmum fjórum prósentum en sumrin á undan hafði ferðagleði Ís- lendinga aukist jafnt og þétt milli ára. Skortur á hagstæðum flugmiðum og pakkaferðum kann að hafa haft áhrif því samkvæmt fréttum komust færri út en vildu þegar líða tók á sumarið og fólk var orðið langþreytt á veðurfarinu. Strax í september fjölgaði ferðum land- ans til útlanda á ný og í október fóru nærri þrjátíu og átta þúsund Íslending- ar út. Þetta er í fyrsta skipti sem vinsæl- asti ferðamánuður ársins er ekki einn af sumarmánuðunum þremur samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem ná aftur til ársins 2002. Í vetur og vor fjölgaði utanlandsferðunum líka milli ára. Helmingi minni munur á sumri og vetri Í maí síðastliðnum voru í boði áætlunar- ferðir til 43 borga en í vetur hafa áfanga- staðirnir verið tæplega þrjátíu á mánuði samkvæmt talningum Túrista. Tíðni ferða á vinsælustu staðina jókst einnig í byrjun sumars og nú nær leiguflug á vegum ferðaskrifstofa hámarki og þannig hefur það ávallt verið. Til dæmis flaug Iceland Express oftast aðeins til tveggja borga yfir veturinn en fjölgaði áfangastöðum á sumrin. En þó fram- boðið aukist mikið á þessum tíma árs þá dreifast utanlandsferðir Íslendinga núna jafnara yfir árið. Þannig fóru að meðaltali rúmlega þrjátíu og fimm þús- und Íslendingar út á mánuði síðastliðið sumar en yfir hina níu mánuðina var meðaltalið tuttugu og átta þúsund far- þegar. Það flugu því tæplega fjórðungi fleiri Íslendingar til útlanda í júní, júlí og ágúst í samanburði við aðra mánuði. Munurinn á þessum tveimur tímabilum var hins vegar helmingi meiri fyrir áratug. Íslenskir farþegar í miklum minnihluta Síðasta ár var nokkuð óvenjulegt ferðaár hjá Íslendingum þegar litið er til utanlandsferða en ljóst að vægi sumarferða hefur minnkað síðustu ára. Hvort sú þróun haldi áfram ræðst kannski af vinsældum Íslands meðal erlendra ferðamanna sem í dag halda uppi stærstum hluta af flugi til og frá landinu. Þannig hóf innan við fimmti hver farþegi Icelandair á síðasta ári ferðalagið í Keflavík og hjá easyJet var hlutfall íslenskra farþega aðeins 11 pró- sent. Framboð á pakkaferðum á vegum ferðaskrifstofanna er þó meira í ár en í fyrra og það gæti ýtt undir aukna ferða- gleði næstu vikur og mánuði og um leið snúið við þróun síðustu ára. Vægi sumarferða minnkar Í fyrra var október vinsælasti ferðamánuðurinn og sífellt fleiri kjósa að vera heima yfir heitasta tímann. Þetta er meðal þess sem Kristján Sigurjónsson hefur lesið út úr talningum Ferðamálastofu á ferðum Íslendinga frá Kefla- víkurflugvelli. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Strax í september fjölgaði ferðum landans til út- landa á ný og í október fóru nærri þrjátíu og átta þúsund Íslendingar út. Þetta er í fyrsta skipti sem vin- sælasti ferða- mánuður ársins er ekki einn af sumarmánuðun- um þremur sam- kvæmt talningum Ferðamálastofu

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.