Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 46
46 matur & vín Helgin 20.-22. júní 2014  vín vikunnar Spánn er betri í víni en bolta F yrir bara nokkrum dögum voru Spánverjar frábærir í fótbolta og frábærir í víngerð. Núna eru þeir bara frábærir í víngerð – eða þannig. Kannski var þetta ekki góður árgangur í boltanum. Landsliðsmennirnir fara bráðum í frí enda dottnir út af HM og ef það er eitt- hvert vit í kollinum á þeim þá flykkjast þeir til norð-austur Spánar til að sleikja sárin. Nánar tiltekið til Perelada í Empordà-héraði, rétt sunnan við landamæri Frakklands. Þarna er vel geymt vínsvæði sem vel borgar sig að veita at- hygli. Margir kannast reyndar við Cava freyðivínið þeirra Perelada-manna sem er mjög vinsælt hér á landi en færri vita að þarna eru líka fram- leidd mörg frábær rauðvín. Finca er spænska orðið yfir búgarð eða bóndabýli en Spán- verjarnir nota það gjarnan yfir vínsvæði eða vínekrur. Þannig getur vín verið frá einni Fincu og er þá einnar vínekru vín og yfirleitt þá kennt bara við nafnið á vínekrunni eða blanda frá fleiri Fincum. Það á einmitt við um vín vikunnar sem er blandað úr fjórum þrúgutegundum frá heilum 5 Fincum. Eitthvað hafa þeir vandað sig blessaðir við þessa blöndu því hún er glimrandi góð. Fyllingin er áberandi mjúk og mikil og vínið er töluvert eikað eftir að hafa legið í eikartunnum í tæp tvö ár. Berjabragðið er þarna ein- hvers staðar sem og töluverð vanilla sem gera þetta prýðis- vín. Það sem er samt best við þetta vín er verðið. Miðað við ofurskattlagningu ríkisins og verð í nágrannalöndunum ætti þetta vín að kosta langleiðina í fjögur þúsundkall en er haldið með sameiginlegu átaki inn- flytjanda og framleiðanda undir þremur þúsundum. Ís- lendingar kaupa langmest af ódýru víni og ef þeir ætla að gera vel við sig er farið vel yfir þrjú þúsundin og þá vill þessi glimrandi milliflokkur, á milli 2.500 og 3.500, gleymast. Það er gott að einhverjir þarna úti eru að berjast fyrir því að við getum keypt gæði á viðráðan- legu verði. Við verðum að verðlauna það. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is K raftaverk Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa margvíslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Hægt að fá í mörgum litum. Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.900 HUMLAN kr. 9.700 HÁGÆÐA HÖNNUN, HLJÓMFYLLING & GÆÐI Castillo Perelada 5 Fincas Reserva Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af Garnatxa, Syrah, Merlot og Cabernet Sauvignon. Uppruni: Spánn, 2009 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.940  Grill réttu handbröGðin Nú grillum við T-beinið Þ að er oft sagt að bragðið felist í fitunni. Það er alveg rétt. En öllu má ofgera. Það þarf ekki einn og hálfan sentimetra af fitu utan á kjötinu. Svoleiðis fita smýgur ekkert inn í kjötið, hún ýrir bara eldinn og lætur steikina brenna. Nóg er að fituröndin sé hálfur til einn sentimetri. Það er fitan sem er inni í kjötinu sem skiptir máli, það sem kallað er marbling á ensku en gæti útlagst marmarafita á íslensku. Sú fita bráðnar inn í kjötið og gerir allt djúsí. Þykktin á kjötinu á líka að vera að minnsta kosti tveir sentimetrar eigi að vera mögulegt að ná þessari marmarafitu inn í kjötið áður en það ofþornar í eldinum. Salt og pipar má líka alveg fara á kjötið um fimm mínútum áður en það er grillað á blússandi heitu gasgrilli. Þá ná grindurnar að karmelisera þessar flottu rendur í kjötið. Grindurnar verða líka að vera þykkar til þess að ná þessu. Lokið á líka að vera niðri eins mikið og hægt er. Grilltíminn er auðvitað mismunandi eftir grillum og þeim hita sem þau ná upp en fjórar mínútur á fyrri hliðinni og tvær til fjórar á hinni ætti að vera um það bil „medium“. Ef það á að reyna við krossrendur er það bara gert á fyrri hliðinni með því að snúa steikinni 90 gráður eftir um 2 til 3 mínútur á fullu blasti. Ef það gýs upp eldur þarf að koma steikinni í var í nokkrar sekúndur og setja hana svo yfir eldinn aftur. Það borgar sig því að vera alltaf með pláss á grillinu þar sem ekki er beinn logi undir þótt ekki sé verið að grilla við óbeinan hita. Þykkari steikur má þó gjarnan grilla lengur við óbeinan hita. Svo þarf að hvíla steikina í nokkrar mín- útur áður en byrjað er að borða. Aðferð: Byrjið á því að búa til bearnaise- smjörið. Hitið grillið vel. Nuddið ólífu- olíu á kjöt-sneiðarnar og saltið örlítið. Grillið kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við beinan háan hita. Lækkið hitann í grillinu og steikið áfram í 3-4 mín. á hvorri hlið en þá ætti kjötið að vera orðið „medium-rare“. Steikið áfram smástund ef þið viljið hafa það meira steikt. Takið svo kjötið af grillinu og látið það standa á heitum diski í 5-10 mín. til þess að jafna sig. Rétt áður en kjötið er borið fram er gott að skella því aftur á heitt grillið í 1-2 mín. Setjið steikurnar á diska og leggið vænan bita af kryddsmjöri ofan á hverja þeirra. Tilvalið er að bera steikurnar fram með kartöflubátum, fylltum kúrbít og eða fylltum papriku. Bernaise-smjör Innihald 175 g smjör, mjúkt 2 msk estragonblöð, grófsöxuð 1 stk skalotlaukur, saxaður 1 tsk hvítvínsedik -1 ögn af cayenne-pipar -1 skvetta af sítrónusafa og svartur pipar Aðferð: Best er að hafa smjörið í mýkri kantinum þegar kryddi og jurtum er blandað saman við það. Mótið litlar rúllur og vefjið plastfilmu þétt utan um þær. Kælið þær síðan. Krydd- smjörið geymist í kæli í 2-3 vikur og enn lengur í frysti. Kartöflubátar 2 stórar bökunarkartöflur skornar í báta 1 msk. olía 1 stk. sítróna skorin í 8 báta 6 stk. hvítlauksrif 2 msk. söxuð steinselja og svartar ólífur (má sleppa) ½ krukka af Dalafeta að eigin vali frá MS Aðferð: Veltið kartöflunum upp úr olíunni og grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 15 mín. Bætið sítrónu, hvítlauk og steinselju við og grillið í 10 mín. til viðbótar. Dreifið ostinum yfir og berið strax fram. Uppskrift: Inga Elsa Bergþórsdóttir á Gottimatinn.is. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Sararík kúreka T-bone-steik með bernaise-smjöri og grilluðum kartöflubátum Fyrir 4. T-bone steik • ólífuolía • salt og pipar 4 stk. 350-400 g T-bone-steikur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.