Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 54
TónlisT Mugison á leið Til ReykjavíkuR Til að kláRa nýja plöTu
Miðaldra Mugison syngur
um ástina og dauðann
Þrjú ár eru síðan Mugison sendi frá sér plötuna Haglél sem seldist í 30 þúsund eintökum og náði
til að mynda gullsölu á einni viku rétt fyrir jól. Nú er hann að leggja lokahönd á nýja plötu sem
kemur út í haust. Platan er blanda af hans bestu verkum og er sungin á ensku.
e ftir svona mikla velgengni þá gera menn alltaf lélega plötu. Ég er örugglega að reyna of mikið,“
segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guð-
mundsson léttur í bragði. Örn, betur
þekktur sem Mugison, er langt kominn
við gerð nýrrar plötu og stefnir að því að
hún komi út í haust. Þetta verður fyrsta
plata Mugisons síðan Haglél kom út fyrir
þremur árum en sem kunnugt er seldist
hún í um þrjátíu þúsund eintökum.
„Ég er kominn með tíu grunna og von-
ast til að hoppa í bæinn í næstu viku. Þar
ætla ég að hitta einhverja snillinga og
setja rjómann á þetta. Ég vona bara að
vinir mínir séu í bænum, mig dauðlangar
að búa til eitthvað með þeim. Það eru til
dæmis róleg lög þarna sem mig langar
að gera fallegri með flottum útsetning-
um,“ segir Mugison.
Síðasta plata var róleg og þægileg
kassagítarplata. Þar áður varstu í tudd-
arokki og enn fyrr á kafi í rafpælingum.
Hvað ætlarðu að bjóða upp á að þessu
sinni?
„Þetta er eiginlega best of-plata en
allt ný lög. Það eru þarna rokklög í anda
Mugiboogie, svo er kassagítargutl í anda
Mugimama og Hagléls og svo eitthvað
rafmagnsdrasl. Eina þemað er að vera
ekki að hugsa þetta of mikið eins og mér
hefur hætt til að gera.“
Stefnan er að nýja platan komi út fyrir
jólin. „Ef allt gengur upp, það hefur
svosem klikkað hjá mér áður enda er ég
hlaðinn ranghugmyndum um að allt taki
hálftíma. Ég veit alveg að ég gæti vaknað
upp í ágúst og verið kominn með ógeð á
þessum tíu lögum. En ég er mjög brattur
þessa dagana.“
Nýja platan er sungin á ensku og Mug-
ison kveðst vera búinn að semja helming
textanna. Hvert er yrkisefnið á plötunni?
„Ég er náttúrlega orðinn miðaldra
þannig að sumt af þessu er svolítið
ljúfsárt. Ef ég horfi á titlana sést alveg að
maður er orðinn pínu meyr. Ég er meira
að segja farinn að snyrta skeggið annað
slagið. En ætli þetta sé ekki bara mið-
aldra popprokk... eitthvað. Ég syng bara
um dauðann, ástina og lífið. Það mætti
halda að Jón Ársæll og Vala Matt hafi
hjálpað mér að gera textana.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Mugison syngur á ensku á nýrri plötu í haust. Hann segir að platan sé best of plata með nýjum lögum. Ljósmynd/Hari
Það mætti
halda að
Jón Ársæll
og Vala
Matt hafi
hjálpað
mér að
gera text-
ana.
– fyrst og fre
mst
– fyrst og fre
mst
ódýr!
149 kr.kg
Verð áður 268 kr. kg Vatnsmelónur, rauðar
44%
afsláttur
Nú í sumar standa yfir æfingar á nýju ís-
lensku leikverki, eftir Hrund Ólafsdóttur.
Leikritið heitir Róðarí og er sett upp af
Auðlind - leiklistarsmiðju.
Leikritið fjallar um fjögur systkini á
miðjum aldri og móður þeirra sem er á tí-
ræðisaldri. Engin persóna er undir fimm-
tugu sem er nokkuð óvenjulegt í íslensku
leikhúsi í dag.
Söguþráðurinn fjallar um það þegar
systkinin þurfa að hittast vegna þess að
ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda.
Það reynist erfiðara viðfangs að eiga sam-
skipti og ráða fram úr málum en þau hafa
búist við. Spurningin um „hver á að gera
það?“ reynist þarna þung á metunum í til-
vist fjölskyldunnar en hvert og eitt þeirra
hefur fundið sér stað, eða svo halda þau.
Það sem er einna merkilegast við
sýninguna er leikarahópurinn. Þar innan
borðs eru leikkonur sem mörgum eru
kunnar og eiga að baki langan og farsælan
feril á leiksviðum landsins, en hafa ekki
verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu.
Þær eru Margrét Guðmundsdóttir sem lék
áratugum saman í Þjóðleikhúsinu hefur
ekki stigið á sviðið í sjö ár. Anna Kristín
Arngrímsdóttir lék sömuleiðis í áratugi
í Þjóðleikhúsinu og leikur nú í Ferjunni í
Borgarleikhúsinu. Guðbjörg Thoroddsen
sem hefur ekki leikið á sviði síðan árið
2000 en hún var í mörg ár ein okkar besta
leikkona og Halldóra Björnsdóttir, sem
var ein helsta leikkona Þjóðleikhússins í
mörg ár. Eini karlleikarinn í sýningunni
er hinn ungi og efnilegi Kolbeinn Arn-
björnsson.
Leikstjóri sýningarinnar er Erling Jó-
hannesson. Erling hefur verið afkasta-
mikill leikari og leikstjóri í gegnum tíðina
og var lengi dramatúrg Hafnarfjarðarleik-
hússins sem sýndi eingöngu ný íslensk
verk.
Leikritið Róðarí verður frumsýnt í
Tjarnarbíói í september. -hf
TjaRnaRbíó nýTT íslenskT leikRiT æfT í TjaRnaRbíói
Reynsluboltar aftur á svið
Leikarahópurinn er þrautreyndur.
Opnað fyrir
umsóknir í
Myndlistarsjóð
22. júní
Myndlistarsjóður
Veittir verða
Undirbúningsstyrkir og styrkir
til minni sýningar verkefna allt
að 500.000
Styrkir til stærri sýningar
verkefna, útgáfu/rann sóknar
styrkir og aðrir styrkir allt að
2.000.000
Umsóknarfrestur er 11. ágúst 2014
Upp lýsingar um myndlistarsjóð,
um sóknar eyðublað, út hlutunar
reglur og leið beiningar er að finna
á vefsíðu myndlistarráðs
www.myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í september
54 menning Helgin 20.-22. júní 2014