Fréttatíminn - 20.06.2014, Page 60
Í takt við tÍmann Birna ketilsdóttir schram
Hefur aldrei farið í ökutíma
Birna Ketilsdóttir Schram er nítján ára miðbæjarmær sem var að útskrifast úr MR. Hún er ritstjóri veftímaritsins Blæs
sem kom út í fyrsta sinn í vikunni. Birna er kaffifíkill og komst að því um daginn að Ísland er fáránlega flott land.
Staðalbúnaður
Ég hef mikinn áhuga á tísku en þar sem
ég er nýbúin með menntaskóla hef ég
ekki alltaf efni á því að kaupa þau föt
sem mig langar í. Mig dreymir til dæmis
oft um flíkur í Aftur og Geysi. Fyrir
mig skiptir mestu að vera í þægilegum
fötum, ég geng mikið í þægilegum galla-
buxum og ég á mikið af yfirhöfnum. Ég
er eiginlega með dellu fyrir yfirhöfnum
enda hentar það vel fyrir íslenskt veður-
far þar sem maður fer stundum ekki úr
yfirhöfninni. Ég var mjög glöð þegar
strigaskór komu aftur í tísku því ég vil
ganga í sjúklega þægilegum skóm eða
boots, ég er ekki mikið á fínum pinna-
hælum.
Hugbúnaður
Ég fór á Skjaldborg fyrir vestan um dag-
inn og komst að því að Ísland er fárán-
lega flott land. Ætli ég hafi ekki verið
með of mikla unglingaveiki þegar
ég var yngri til að
njóta þess. Nú
er að
appafengur
Brazil –
World Soccer Finals
Þetta app er
nauðsynlegt
fyrir fótbolta-
fíklana á
meðan HM
stendur yfir. Í
appinu er allir
leikir í beinni
textalýsingu.
Uppfærslan er
hröð og maður
missir ekki af
neinu. Fyrir
leik er hægt
að skoða byrj-
unarlið, stöður
í riðlum, leik-
vangana og
meira að segja
dómarana.
Í appinu er
svo hægt að
velja sitt uppá-
haldslið og
fá meldingar
um það hvað
er langt í leik
liðsins. Þegar
leikurinn er í
gangi þá koma
meldingar um
leið og mörk-
unum byrjar
að rigna inn.
Ef svo ólíklega
vill til að mað-
ur sé ekki að horfa. Hægt er að nálgast upp-
lýsingar um öll lið keppninnar, alla leikmenn,
yfirlit yfir markaskorara, fjölda stoðsendinga,
fjöldi gulra og rauðra spjalda og allt sem fót-
boltafíkilinn þyrstir í.
Appið er mjög einfalt í notkun og umhverfið
er mjög aðgengilegt.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
UMHVER
FISVÆN
AR
VÖRUR
FRÁ KEM
I
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og
minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því
að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett
skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
ODORITE er örveruhreinsir sem leysir upp fitu
og eyðir ólykt, jafnvel á erfiðustu stöðum.
Fjölhæft örveruhreinsiefni, öflugt til niðurbrots og hreinsunar á fitu og
eyðir allri ólykt. Odorite er samsett úr örverum og ensímum ásamt PH
hlutlausum og mjög virkum hreinsandi íblöndunar efnum. Odorite hentar
vel í rotþrær, ferðaklósett, ruslageymslur, skip og matvælaiðnað.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag fimmtudags: Frá kl. 8.0017.30. Föstudaga: Frá kl. 8.0017.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG
MEÐ SEPTOAID OG ODORITE
Mac Book Pro. Allt líf mitt er
í þessari tölvu.
Ljósmynd/Hari
klárlega nýtt áhugamál að ferðast
um landið. Ég er mikill kaffifíkill
og uppáhalds kaffihúsið er Kaffitár.
Þar hitti ég líka alla sem ég þekki.
Svo finnst mér rosa gaman að vera
með vinum mínum og auðvitað að
fara út á lífið. Ég horfi ekki mikið á
sjónvarp en fylgist aðeins með þátt-
um. Ég var að byrja að horfa á Game
of Thrones og í vetur féll ég fyrir
Scandal. Svo syrgi ég mjög dönsku
þættina Borgen. Meðal markmiða
í sumar er að hlaupa í Reykjavíkur-
maraþoninu og lesa fleiri bækur. Á
náttborðinu núna er Lean In eftir
Sheryl Sandberg.
Vélbúnaður
Eins og hvert annað ungmenni í dag
er ég með iPhone 5. Síminn lifði það
af að detta út um gluggann á þriðju
hæð. Svo er ég með Macbook Pro
og þessi tvö tæki eru alveg föst við
mig. Sérstaklega undanfarið þegar
ég hef verið að vinna mikið í vef-
tímaritinu. Í símanum nota ég þessi
dæmigerðu öpp; Instagram, Snapc-
hat og Twitter en líka Asana. Það er
gott í verkefnum eins og Blæ til
að hafa yfirsýn. Svo var vin-
kona mín að sannfæra mig
um að fara á Tinder, ég veit
ekki hvað mér á að finnast
um þetta allt saman.
Aukabúnaður
Ég elska að elda og borða góðan
mat. Meðal þess sem er í uppáhaldi
er grillaður íslenskur fiskur, sushi
og humar. Ég fíla Snaps mjög mikið,
maturinn er góður og stemningin
er eins og maður sé kominn til út-
landa. Svo er Kex mjög næs til að
kíkja í bjór og hitta vini sína.
Ég hef aldrei farið í ökutíma
og á ekki hjól svo ég er bara
labbandi. Það er svolítið
gert grín að mér fyrir að
vera ekki með bílpróf og
ég þarf kannski að gera
eitthvað í því ef
ég ætla að fara
að ferðast um
landið. Ég
get ekki allt-
af verið að
hengja mig
á aðra. Ég
skráði mig í
háskóla í haust
en samt er rosa
óvíst hvað ég geri.
Ég hef áhuga á öllu
sem tengist menn-
ingunni í Reykjavík
og hef gaman af
því að taka þátt í að
gera hana skemmti-
legri og betri.
Verk eftir Erró sem foreldrar
mínir keyptu þegar ég var lítil.
Það hefur fylgt okkur síðan að
ég man eftir mér og mér þykir
rosalega vænt um það.
Vintage skjalataska sem
ég keypti fyrir fyrsta
skóladaginn minn í MR.
60 dægurmál Helgin 20.-22. júní 2014