Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 8
IN N LENT -Ekki beint, því það er regla hjá okkur að allir þeir peningar sem koma til okkar fara beint í þær aðgerðir sem þeir safnast út á. Og hvað ætlið þið að gera við seinna skipið ykkar úr því að þið eigið tvö núna? -Það verður við aðgerðir eingöngu í Kyrrahafinu fyrst um sinn. Það heitir Divine Wind sem er ensk þýðing á verndarvætti Japans sem heitir Chamasakhi. Enda er skipinu ætlað til að vemda lífið í sjónum kringum Japan. Við vorum þar síðasta sumar og náðum að vernda bæði selina og hvalina ásamt fjölda sjávarfugla sem sífellt festast í reknetum japanska fiskveiðiflotans. Japanir hafa lofað að hætta reknetaveiðum og veiða á öðruvísi veiðarfæri og skrifað undir ýmsa alþjóðasamninga þaraðlútandi. En samt halda þeir því áfram. Við erum einungis að halda uppi lögum þar eins og annars staðar. En nú hafið þið veríð gagnrýndir fyrir að beita ofbeldi. Hver er ykkar skoðun á þeirrí gagnrýni? -Við beitum ekki ofbeldi. Það era íslend- ingar og japanir og aðrar þjóðir sem gera það með ólöglegu veiðum sínum. Okkar verk er eingöngu að framfylgja lögunum sem eru til verndar sjávarspendýrunum og fuglunum. Við höfum aldrei beitt ofbeldi. Það er alltaf ófrávíkjanleg regla hjá okkur að stofna mannslífum ekki í hættu við aðgerðir okkar, enda hefur aldrei neinn verið í hættu vegna okkar. En þurfið þið að sökkva skipum til þess? -Þetta eru ólögleg hvalveiðiskip svo það er á ábyrgð íslendinga og annarra ef þeir vilja stunda ólöglegar veiðar. Það neyðir þá eng- inn til að veiða. Á meðan ríki virða ekki lög munum við berjast gegn þeim. Óttuðust ekki lögsókn vegna Reykjavíkur- málsins eða kröfu um framsal? Nei, lögfræðingur samtakanna var búinn að fara rækilega í saumanna á þeim málum áður.Eini framsalssamningur sem er í gildi milli Bandaríkjanna Kanada og íslands er samningur sem Danakóngur gerði á sínum tíma og hann náði ekki yfir slíka framsals- kröfu. Ég hef ekki orðið var við að yfirvöld neins staðar í veröldinni sem ég hef komið til hafi höfðað mál gegn okkur í kjölfar Reykja- víkurmálsins. En óttast þú handtöku hér í Reykjavík þegar þú kemur til landsins þann 20. janúar? -Nei það geri ég ekki. Ef íslensk yfirvöld létu sér detta það í hug þá eru þau óklókari en ég hélt. Slíkt myndi vekja athygli víða um heim og verða bæði hvölunum og samtökum til mikils gagns. Þú segir okkur, það væri reyndar það allra besta sem fyrir gæti komið. Að lokum, ætiið þið að koma til íslands í bráð? -Það er alveg undir íslendingum komið. Ef þeir halda áfram að drepa hvali þá mun- um við örugglega gera eitthvað í því. Kannski næsta sumar? -Ég veit það ekki fyrir víst ennþá, en við förum líklega til Færeyja í sumar vegna grindhvaladrápsins þeirra. Við sjáum til. Viðtalið tók íslcnskur hvalavinur fyrír Þjóð- líf við Watson þar sem hann var staddur í Bandaríkjunum að búa sig undir ferð til íslands. Keinst f>® °i*ra þinna ierfa 0 veturno* HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Ð) Gúmmikarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.