Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 28
EFTA-ríkja sem eftir eru og með beinum tvíhliða viðræðum við EB. Sífellt er verið að vinna að samræmingu reglna og staðla EFTA-ríkjanna. „Öll s am- ræming innan EFTA er á réttri leið, og við munum njóta styrks af tilvist EFTA," segir Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðu- flokksins sem situr í utanríkismálanefnd. Hann telur að mikilvæg atriði Evrópubanda- lagsins s.s. frjálst flæði fjármagns og vinnu- afls á milli landa, samræmd skattapólitík og hugsanleg útvíkkun fríverslunarinnar yfir í þjónustugreinar s.s. ferðaþjónustu, séu mál sem íslendingar verða að velta fyrir sér. ,, Aðal atriðið er hversu langt við erum reiðu- búin til að ganga í þessum efnum og á því veltur það hvemig samningum við getum náð við EB í öðrum málum sem skipta miklu fyrir okkur,“ segir hann. Það er sem sagt tímabært að móta línumar en ekkert liggur á að setja niður ákveðna samningastöðu gagn- vart Evrópurisanum. Ólafur R. Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins tekur í sama streng: „Þessi þróun er öll á slíku frumgerjunarstigi að það væri skissa að fara að bóka þegar í upphafi afdráttarlausa samningsstöðu," segir hann en bendir jafnframt á að það verði að horfa með raunsæi á að ekki er útilokað að EFTA liðist í sundur á næstu árum ef fleiri EFTA- ríki ganga í EB. Ólafur bendir á aðra hlið þessa máls: „Ég vakti á því athygli fyrir tveimur ámm síðan," segir hann, „að V.-Evrópuríkin ein gætu hafið vaxandi hemaðarsamvinnu, bæði á grundvelli Vestur-Evrópubandalagsins, sem hingað til hefur verið nafnið eitt, sem og vegna aukinna hemaðartengsla Þjóðverja og Frakka. Þessi dans er í gangi en þó em enn stórir þröskuldar í veginum." ÍSLAND UTANVELTU Evrópusammninn er þannig ekki ein- göngu byggður á viðskiptalegum gmnni heldur vex pólitískt mikilvægi sífellt og gangi Norðmenn í EB innan fimm til tíu ára verður ísland eina V.-Evrópuríkið í NATO sem stendur utan EB. Eftir samning stórveld- anna um niðurskurð landeldfluga í Evrópu er talið að frekari skriður komist á víg- búnaðarsamvinnu'Evrópuríkjanna í NATO og telja fréttaskýrendur í Evrópu sífellt vax- andi líkur á að EB verði í framtíðinni vett- RÁÐHERRANEFNDIN er valdamesta stofnun EB. Þar sitja fulltrúar aðildarríkj- anna, oftast ráðherrar fyrir þeim mála- flokkum sem til umræðu eru hverju sinni. Meðal aðalverkefna hennar er að tryggja framgang markmiða hins sameiginlega markaðar EBE, móta stefnu í sameigin- legum málum, og að ganga frá fjárhags- áætlun bandalagsins. Ráðherranefndin hefur löggjafarvald og atkvæði stærri ríkja vega þyngra þar en hinna minni. f raun hefur hvert aðildam'ki þó haft neitunarvald í nefndinni þegar það hefur talið að um lífshagsmunamál sitt væri að ræða en unnið er að því að möguleikar á meirihlutaákvörðunum verði virkir. Full- trúamir bera, hver um sig, einungis póli- tíska ábyrgð gagnvart eigin þjóðþingum og gæta hagsmuna sinna ríkja. Höfuðs- stöðvar Ráðherranefndarinnar eru í Brússel. vangur breiðrar pólitískrar samhæfingar um öryggismál Evrópu. Á næstu mánuðum ræðst það hvort bandalagsríkin komast yfir erfiðleikana vegna styrkja til landbúnaðar og gífurlegs fjárlagahalla. Á næstu árum ræðst svo hvort framtíðarsýn Winstons Churchill um Bandaríki Evrópu verður að veruleika eða ekki. Sumir eru þegar farnir að setja fram spurningar í þessum dúr: Ætlar ísland að verða útundan og utanveltu viðskiptalega, herfræðilega og pólitískt? Náum við sér- samningum við EB, drögumst við ófrávíkj- anlega inn í samruna Evrópuþjóðanna eða eigum við þegar að fara að kynna okkur og undirbúa aðild að EB? Enginn stjómmálaflokkanna fæst enn til að gæla við hugmyndir um aðild að EB í framtíðinni en það liggur skýrt fyrir að sam- skiptin við bandalagið fara vaxandi og þá verður ekki undan því vikist að gefa eftir á einhverjum sviðum. Enginn hefur enn treyst sér til að benda á hvaða tilslakanir íslending- ar hafa efni á að gera. Öðm vopni hampaði einn viðmælandi ÞJÓÐLÍFS:„Við eigum að setja fram þá spurningu,"sagði hann, „hvort Evrópuþjóðimar ætli að skilja okkur eftir og ýta okkur í flasið á Bandaríkjamönnum - sem voru vel að merkja að ganga frá undir- ritun með Kanadamönnum um fríverslunar- svæði fyrir vestan okkur." MEÐ EÐAÁMÓTI BANDARÍKJUNUM Útflutningsrisamir tveir, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjávarafurðadeild SIS, hafa einokað fiskútflutninginn til Bandaríkj- anna og vegna pólitískrar helmingaskipta- stjómar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur þessi staðreynd reyrt niður íslenska utanríkisviðskiptastefnu. Gunnar Helgi Kristinsson, segir í riti sínu að stjómvöld hafi markvisst hyglað þessum stóm útflutnings- aðilum, með takmörkunum á veitingu út- flutningsleyfa. Undanfarin ár hefur hlutdeild Bandaríkjanna í útflutningi landsins stór minnkað á sama tíma og mikilvægi Evrópu- markaðarins þenst út. Það er athyglisvert að skv. hagtölum Seðlabankans um verðmæti útflutnings eftir einstökum markaðssvæð- um, hefur það nánast staðið í stað í Banda- ríkjunum á síðustu ámm en margfaldast á markaðssvæði EB. Verðmæti útflutnings til EB-landa á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs var nálega jafnmikið og allt árið þar á undan eða 23.3 miljarðar (f.o.b.) og hafði aukist úr 13 miljörðum frá árinu 1985 miðað við skráð gengi á hveijum tíma. Þessar breyttu aðstæður kunna að gjörbreyta gamalgróinni utanríkispólitík íslendinga og neyða hagsmunaaðila og stjómmálamenn til að velja á milli vesturs og austurs í stjómmál- um, viðskiptum og öryggismálum. • Ómar Fríðríksson 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.