Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 27
EVRÓPUBANDALAGIÐ
EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) er í
rauninni samheiti yfir þrjú bandalög;
Kola- og stálbandalag Evrópu, Efnahags-
bandalagið (EBE) og Kjarnorkubanda-
lag Evrópu (EURATOM), meginmark-
mið eru hin sömu, stofnanir þær sömu og
sömu aðildarríki. Upphaflegu meðlimir
EB voru Belgía, Frakkland, Holland,
Ítalía, Luxemborg og V.-Þýskaland.
1972 bættust Bretland, Danmörk og ír-
land í hópinn, 1981 Grikkland og svo
Spánn og Portúgal á síðasta ári.
• Pólitísk samvinna EB-landanna fer sívaxandi. Tveir risar innan bandalagsins;
Thatcher, forsætisráðherra Bretlands og Kohi, kanslari V.-Þýskalands.
Prátt fyrir þessi mikilvægu tíðindi sem
Steingrímur boðaði eftir fundinn, má ljóst
vera að EB hefur engan vegin fallið frá
þessari stefnu. Hún er samþykkt af ráð-
herranefnd EB og liggur óbreytt fyrir. Telja
heimildarmenn að hér sé um orðalagsleik að
ræða sem sýni vilja EB til að slaka ofurlítið á
kröfum gagnvart íslendingum til að liðka
frekar fyrir samningaviðræðum næstu árin.
Skv. heimildum í Brussel var Cardosa tekinn
á beinið á fundi sjávarútvegsráðherra EB
eftir fundinn með Steingrími fyrir að fylgja
ekki fast eftir kröfunni um að koma fisk-
veiðibátum bandalagsþjóðanna inn í ís-
lenska landhelgi.
EFTA-LEIÐIN
Tollkvótar á saltfiski samkvæmt EB-
samningnum runnu út um áramót og annað
stærsta viðskiptavandamái íslands gagnvart
EB snýst um að fá freðfisk inn fyrir tollmúra
bandalagsins. Miklir hagsmunir eru í húfi og
hefur ríkisstjórnin greinilega markað sér þá
stefnu að fara „EFTA-leiðina“ að Evrópu-
bandalaginu. Á fundi Steingríms með ráð-
herrum EFTA-landanna í Genf í desember
var stærsta viðfangsefnið að fá fram sam-
þykki um að fiskur teldist fríverslunarvara
eins og annar iðnvamingur og þrátt fyrir
andstöðu Svía náðist nokkur árangur. Hug-
myndin með þessu er sú að vinna fiskinum
tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaðnum í
gegnum EFTA.
TILSLAKANIR
ÓHJÁKVÆMILEGAR
Af viðræðum við stjórnmálamenn og máli
þeirra, verður ekki ráðinn neinn merkjan-
legur munur á stefnu íslensku stjómmála-
flokkanna í Evrópupólitíkinni. Flestir virð-
ast sammála um að reyna beri bæði að nálg-
ast ákvarðanatöku innan Evrópubandalags-
ins með sameinuðum samtakamætti þeirra
hverju íslendingar geta náð fram í tví-
hliða viðræðum við EB. Áður fyrr var
gefinn kostur á aukaaðild að Bandalaginu
sem í raun var hugsuð sem áfangi að aðild
að EB síðar meir. í dag er ekki um nein-
skonar aukaaðild að ræða,“ segir Gunn-
ar, og heldur áfram: „Ég tel ósennilegt að
við hugum að aðild að EB fyrr en við
förum að tapa verulega á því að standa
fyrir utan bandalagið. Það á við um þær
aðstæður að hin Evrópuríkin í EFTA
gengju í EB því þá værum við í vondri
stöðu ef við ætluðum að halda áfram að
selja mikið að útflutningsvörum okkar til
landa EB.
í fjórða lagi gæti þróun öryggismála í
Evrópu haft mikilvæg áhrif á framgang
þessara mála. Það er nefnilega falskt að
stilla þessu eingöngu upp sem efnahags-
legu spursmáli - í öllum aðalatriðum er
þetta póltískt mál.“
ÍSLAND SÍFELLT HÁÐARA EB
í riti sínu ísland og Evrópubandalagið
kemst Gunnar m.a. að þeirri niðurstöðu
að „eftir inngöngu Portúgala og Spán-
verja í EB 1986 er ísland því háðara um
utanríkisviðskipti sín en nokkurt hinna
Norðurlandanna, fyrir utan Noreg, og
mun háðara því en það hefur verið
nokkrum einstökum markaði á lýðveldis-
tíman um. Það merkir að ákvarðanir, sem
teknar eru innan bandalagsins, hafa sífellt
meiri áhrifá íslandi, án þess að Islending-
ar hafi möguleika til að hafa veruleg áhrif
á þær ákvarðanir.“
Gunnar bendir á í riti sínu að ef reynt
yrði að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan
EB og fá tilslakanir á viðskiptasviðinu,
yrðu Islendingar jafnframt „að slaka til
frá þeirri utanríkisviðskiptastefnu sem
fylgt hefur verið á undanförnum árum.“
„Okkur er fyrst og fremst í mun að fá
betri fríverslunarsamninga og það hefur
komið í ljós að ýmsir geta hugsað sér
frjálsara fjármagnsflæði á milli íslands og
Evrópuríkjanna,“ segir hann við ÞJÓÐ-
LÍF. „Ef ísland gengi í EB kæmu til skil-
yrði og tilslakanir sem yrðu öllu erfiðari
viðureignar: Við gætum þurft að opna
vinnumarkaðinn fyrir erlendu vinnuafli,
afnema alla tolla gagnvart EB-ríkjunum,
veita öðrum þjóðum fiskveiðiréttindi og
svo gætu ýmis atriði í hagstjóm okkar
bundist því sem ákveðið er út í Evrópu.“
Gunnar segir það vera almenna skoðun
hér á landi að við ættum að fá góða við-
skiptasamninga við bandalagið og með
bestu skilyrðum, en að öðru leyti ekki
tengjast því nánari böndum. „Það er erfitt
að segja til um hvemig þetta mun ganga
upp í framtíðinni,“ segir hann að end-
ingu.
• Ómar Friöriksson.
27