Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 58
ERLENT fólks frá þessum löndum í borgum Bretlands og húsnæðisskortur. En í hinu litaða samfélagi í Bretlandi eru lögin álitin gróf svik við loforð sem gefin voru með innflytjendalögunum 1971 en þau gáfu fjölskyldum ótakmarkaðan rétt til þess að flytjast til Bretlands. Abu Sayeed, for- maður nefndar um kynþáttamál í borgarráð- inu Tower Hamlets í London, sagði í viðtali við ÞJÓÐLÍF að lögin „væru stórslys fyrir Banglades-samfélagið í Bretlandi. Margir eiginmenn eru búnir að bíða meira en tíu ár eftir fjölskyldum sínum og eru nú loksins tilbúnir til að fá þau til sín og þá mega þeir það ekki lengur. Sumir geta ekki uppfyllt þau skilyrði sem lögin setja þeim vegna þess að þeir eru atvinnulausir og þeir geta ekki sýnt fram á að þeir geti séð fyrir fjölskyldum sínum.“ Lög sem sett voru snemma á þessu ári krefjast þess að fólk frá löndunum fimm fái vegabréfsáritun í breskum sendiráðum í þessum löndum áður en það leggur af stað en fyrr höfðu skapast vandræði vegna þess að fólk þurfti að bíða, jafnvel svo dögum skipti á breskum flugvöllum til að fá vegabréfsárit- un. Renton, innflytjendaráðherra innanríkis- ráðuneytisins, sagði nýlega að þessi lönd hefðu verið valin einungis vegna þess að far- þegar frá þeim hefðu þurft að þola margvís- leg óþægindi og hægfara afgreiðslu í bresk- um höfnum og neitaði öllum ásökunum um kynþáttamismunun. En talsmenn Verka- mannaflokksins þurfa meira til að láta sann- færast. Roy Hattersley, talsmaður flokksins í innanríkismálum, lét eftirfarandi orð falla fyrir skömmu: „Allan tímann sem Frú Thatcher hefur verið við völd, hefur innflytj- endalöggjöf stjómarinnar og öll löggjöf sem tengist henni verið mismunandi eftir kyn- þáttum og kynferði.“ LEITA HÆLIS í KIRKJUM OG HOFUM Tölur sýna að í Bangladesh eru 8200 manns sem bíða eftir vegabréfsáritun en aðeins 1360 manns hafa fengið að flytjast til Bretlands á ári síðan 1979. Kvótinn mun miðast við þessa tölu. Nýju lögin munu einn- ig sundra fjölskyldum á þann hátt að böm sem eru eldri en átján ára fá ekki að flytjast til Bretlands með fjölskyldum sínum. Þó nokk- ur dæmi em til þess að fólk leiti hælis í kirkj- um og hofum en hingað til hefur fólk verið Tátið í friði á sTíkum stöðum. Talið er aö þetta muni aukast nú með hertum lögum og að ólöglegir innflytjendur muni í auknum mæli leita skjóls á heilögum stöðum í Bretlandi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst því yfir að gerist þetta þá verði útlendingaeftirlitið að láta til skarar skríða. Það hefur ekki gerst ennþá. • Bjami Brynjólfsson/ Bretlandi. (myndir: Herdis A. Jónsdóttir) Sikhi í NV-Lundúnum. Trúarbrögð þeirra krefjast þess að þeir hylji hár sitt með túrban. Gífuriega stolt og duglegt fólk. 58 V*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.