Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 31
í
:B? F.h. Henning Christofersen fulltrúi
lóhannesson og Einar Karl Haraldsson í
sem stendur í veginum er stefnan í öryggis-
og stjórnmálum.
í Noregi er allt annað uppi á teningnum.
Par eru það byggðasjónarmið, landbúnaðar-
og sjávarútvegsmál og spurningin um sjálfs-
ákvörðunarrétt í efnahagsmálum sem eru
ásteytingarsteinamir. í öryggis- og alþjóða-
málum vilja Norðmenn hins vegar eindregið
tengjast EB nánari böndum. Svíar em sjálf-
ráðir um sína hlutleysisstefnu og túlkun á
henni. Finnar hafa aftur á móti sérstöðu
vegna skuldbindinga sinna gagnvart Sovét-
ríkjunum.
ÍSLENDINGAR
SÍÐASTIR INN.
„íslendingar munu síðastir V-Evrópuþjóða
ganga í EB,“ sagði ónefndur norskur
Evrópusinni við undirritaðan á dögunum.
„Þeir munu aldrei fallast á að hleypa EB í
fiskiauðlindir sínar.“ Spumingin er hins veg-
ar hvort EB sé ekki hvort sem er að byggja
upp fiskiðnað sinn með innfluttu íslensku
hráefni og komist þannig bakdyramegin í að
stjórna fiskveiðum íslendinga.
Línan er sú sama hvar sem litast er um á
Norðurlöndum: að komast með í sem mest
oghafa áhrifá sem flest án þess að gerast aðili
að EB, a.m.k. í bráð. Og leiðimar sem bent
EVRÓPUBANDALAGIÐ
er á til þess að ná þessum markmiðum eru
EFTA-leiðin, Danmerkur-leiðin, Norður-
landaleiðin og leið tvíhliða samskipta. Skoð-
um þetta „vegakerfi“ aðeins nánar.
FYRSTVIÐ,
SVO ÞIÐ.
inn pólitíski grundvöllur EFTA-leiðar-
innar er hin svokallaða Luxemborgar-
yfirlýsing, sem gefin var út af ráðherrum
EFTA og EB í apríl 1984. Hún er í raun
staðfesting á því að fríverslun sé orðin hin
almenna regla í viðskiptum aðildarríkjanna
og nú beri að snúa sér að því að ryðja úr vegi
annarskonar viðskiptatálmum. Hér kemur
fram sú sýn að V-Evrópuríkin öll eigi að
vinna saman að öflugri efnahagsþróun og
æskilegt sé að breytingar gerist samstiga inn-
an EFTA og EB. Ráðherrar EFTA og EB
hittast einu sinni á ári, og tvisvar á ári ræðast
háttsettir embættismenn við. Á þessum
fundum er leitast við að afmarka svið þar
sem samningar gætu náðst milli einstakra
EFTA-ríkja og EB.
Fyrir utan samræmingu staðla á nokkrum
sviðum hefur eini sýnilegi árangur þessa
ÞING EB er kosið í almennum kosn-
ingum í aðildarríkjunum til fimm ára í
senn. Þingið hefur lítil völd og gegnir fyrst
og fremst ráðgjafarhlutverki gagnvart
Ráðherranefndinni og Framkvæmda-
stjórninni. Þingið hefur því ekki lög-
gjafarvald en hefur eftirlit með störfum
Framkvæmdastjómarinnar. Þingið held-
ur fundi sína tólf sinnum á ári, fimm daga í
senn. Þingstaðurinn er í Strassborg, en
skrifstofur þingsins eru í Briissel.
DÓMSTÓLL EB er skipaður 13 dóm-
urum sem útnefndir eru sameiginlega af
ríkisstjórnum aðildarríkjanna til sex ára í
senn. Dómstóllinn hefur úrskurðarvald í
málum gegn einstökum ríkisstjómum fyr-
ir að óhlýðnast fyrirmælum skv. sáttmála
EB, og gegnir virku hlutverki við túlkun á
lögum bandalagsins Úrskurðarvald dóm-
stólsins er æðra úrskurðarvaldi dómstóla í
einstökum aðildarlöndum í málefnum
EB. Dómstóllinn hefur aðsetur í Lúxem-
borg.
starfs verið hið sameiginlega tollskjal, sem
ákveðið var að nota innan V-Evrópu á
EFTA/EB fundinum í Interlaken í Swiss á
þessu ári. Það er nokkuð dæmigert að
EFTA-ríkin fengu ekki að koma nálægt gerð
tollskjalsins fyrr en það var nánast fullbúið af
hendi EB.
Engin vafi er á því að þessar rammavið-
ræður milli EFTA og EB eru mikilvægar en
margir fulltrúar atvinnulífsins í Noregi og í
Svíþjóð, segja það fullum fetum að hinn
sameiginlegi EFTA-nefnari sé ekki næ'gileg-
ur að þeirra leyti.
ÁSTKONAN
OG MATMÓÐIRIN.
„Danir munu halda áfram að vera brúar-
smiðir í samskiptum EB og Norðurlanda,"
sagði Uffe Elleman Jensen nýverið í fyrir-
lestri í Stokkhólmi. „Við höfum sett á lagg-
irnar samskiptanefndir sem koma upplýs-
ingum á framfæri eins fljótt og hægt er til
grannríkjanna og gefa þeim tækifæri til þess
að koma á framfæri sjónarmiðum við rétta
aðila innan EB. En,“ - segir Elleman Jensen,
og það er mikilvægt en, - „menn ættu ekki að
misskilja hvað þetta þýðir. Þið komist ekki
að samningaborði sem fullgildir aðilar gegn-
um okkur. Við viljum hjálpa ykkur, en
gleymið ekki að við erum í EB til þess að
gæta danskra hagsmuna. Þess er enginn
kostur að njóta kosta EB nema að taka á sig
galla aðildarinnar. Það verður ekkert tillit
tekið til þeirra sem fyrir utan standa en þeim
verður gefinn kostur á að laga sig að orðnum
hlut.“ Semsagt: Fyrst við og svo þið.
Danskur þingmaður á Evrópuþinginu
hefur látið eftirfarandi orð falla: „Norður-
löndin eru æskuástin sem við tilbiðjum en
EB er ríka eiginkonan sem gefur okkur fé.“
Og rétt er það að Danir fá gróflega miklar
greiðslur frá EB til þess að standa undir
landbúnaðarframleiðslu sinni. En eiginlega
var það Beatrice Belgíudrottning sem fyrst
sagði að Danir væru í ástarsambandi við
Norðurlönd en hefðu gengið í skynsemis-
hjónaband við EB. Aðrir Danir halda því
fram að þeim beri kinnroðalaust að lifa í
tvíkvæni og gera ekki upp á milli „kvenna."
Þegar afstaða Dana í þessum málum er
skoðuð kemur óneitanlega oft upp í hugann
lýsing Benedikts Gröndals í Heljarslóðar-
orrustu á Dönum í Napóleónsstyijöldunum.
Segir hann að þá hafi Danir, sem séu drengir
góðir, sent legáta um alla Norðurálfuna til
þess að vita hver væri að hafa það því þeir
vildu helst vera með þeim sem vegnaði best.
NORRÆNIR MENN
„LANGSUM“
OG „ÞVERSUM“
Einu sinni var talað um Sjálfstæðismenn
„langsum" og „þversum," en það var á
annarri tíð. Nú væri kannski hægt að nota
31