Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 9
• í musteri menntanna vinna námsmenn stundum sigra. Borgaraflokkurinn: Búiim okkur undir framboð Enginn flokkur áframboös, segir Ásgeir Hannes. Borgaraflokkurinn skipuleggursig um land allt Lánasjóðurinn:_________________ Námsmenn vinnasigur Liösauki barst úr menntamálaráöuneytinu Enn einu sinni hefur slegið í brýnu á milli námsmanna og meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Námsmenn fengu menntamálaáðhera, Birgi Isleif Gunnarsson í lið með sér á dögunum vegna þess að meirihlutinn hallaði á rétt einstæðra foreldra. Forsaga málsins er sú að síðastliðið haust ákvað stjórn LÍN nýjar úthlutunareglur þar sem meðlag greitt til einstæðra foreldra var reiknað þeim til tekna og dregið frá lánsupp- hæð þeirra. Fulltrúar stúdenta í lánasjóðnum mót- mæltu þessu ráðslagi og töldu vera lögbrot. Stjórn Lánasjóðsins er þannig skipuð að Síne, Stúdentaráð og BÍSN eiga þrjá fulltrúa , þá Theódór Guðmundsson, Svanhildi Bogadóttur og Kristin H. Einarsson . Vara- menn þeirra eru Ólafur Darri Andrason, Gunnlaugur Júlíusson og Kalmann De Fontay. Fulltrúar rikisvaldsins eru skipaðir af menntamálaráðherra og fjármálaráðhera. Peir eru Árdís Pórðardóttir, Sigurbjörn Magnússon og Steingrímur Ari Arason en varamenn þeirra eru Auðunn Svavar Sigurðsson, Gunnar Jóhann Birgisson og Halldór Árnason. í ágreiningsefnum milli námsmanna og ríkisvalds fara atkvæði yfirleitt þannig að um jafntefli er að ræða 3 gegn 3, kemur þá til atkvæði formannsins, sem látið er ráða. Pessari skerðingu á lánum einstæðra foreldra mótmæltu námsmenn köftuglega, skerðingin næmi allt að 20% á láni og væri aukinn heldur ólögleg, þarsem skýrt er kveðið á um í lögum, að meðlag tilheyri barni, ekki foreldri. Tillögum námsmanna í stjóm LÍN um lagaálit og leiðréttingu var vísað frá. Þá sendu námsmenn Lagastofnun háskólans beiðni um lögfræðiálit og voru þeir Sigurður Líndal og Þorgeir örlygsson prófessorar skipaðir til álitsgjafar. Lagastofnun komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stjórnarinnar um breytingu á úthlutunarreglunum væri ólögleg. Með þetta álit í höndunum snem náms- mannahreyfingarinnar sér til Birgis ísleifs Gunnarssonar sem brá skjótt og vel við. Námsmenn hafa nú krafist afturvirkrar breytingar þannig að skerðingin verði bætt frá upphafi, einstæðir foreldrar í hópi náms- manna mega því vænta glaðnings frá ríkis- valdinu fljótlega. • Óskar Guömundsson “Það er meðal helstu verkefna stjórnmála- flokka að bjóða fram og þess vegna þarf það ekki að koma nokkrum manni á óvart þó Borgaraflokkurinn búi sig nú undir framboð í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík eins og öðrum sveitarfélögum um land allt", sagði Ásgeir Hannes Eiríksson einn helsti leiðtogi Borgaraflokksins í höfuðborginni í samtali við Þjóðlíf. Þjóðlífi hefur borist spurnir af starfsemi borgarmálaráðs flokks- ins og munu tugir manna koma öðru hvoru saman til skrafs og ráðagerða um borgarmál- efni og væntanlegt framboð flokksins í borg- inni 1990. Borgaraflokkurinn er greinilega kominn á stjá í borgarmálefnum og hefur t.d. tekið eindregna afstöðu gegn ráðhúsinu í Tjörn- inni. í stjórn "Borgaraflokksfélags Reykja- víkur" eiga sæti: Þórir Lárusson, Auður Jacobsen, Ingibjörg Helgadóttir, Magnús Benediktsson,Ásgeir Guðlaugsson, Baldvin Hafsteinsson, Friðrik Jónsson, Guðmundur Finnbogason, Hulda Jensdóttir, Jóhann Al- bertsson, Kristín Karlsdóttir, Nína Hjalta- dóttir,Sigurður Þórðarson, Sveiney Sveins- dóttir, Þorvaldur Sigurðsson, Guðrún Flosa- dóttir, Gylfi Birgisson, Jón Gunnarsson, Kristmann Magnússon, Margrét Hjartar- dóttir, Rebekka Alvarsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Flokkurinn skipuleggur sig með nokkuð hefðbundnum hætti og víða um land hefur verið stofnað til félaga innan vébanda hans. Skipulagið var staðfest á landsfundinum í haust og hefur stjórnin komið reglulega saman síðan. Þá hafa verið kosnar stjórnir félaga í öllum kjördæmum. í aðalstjórn flokksins eiga sæti Albert Guðmundsson, Júlíus Sólnes og Ólafur Granz . Formenn kjördæmisfélaganna Gunnar Elíasson, Gunnar Sigurðsson, Hall- dór Pálsson, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Sigurður Hansen, Skúli B. Árnason, Val- gerður Sveinsdóttir, Þórir Lárusson. Með- stjórendur og varamenn í stjórn eru: Arndís L. Tómasdóttir, Hilmar Haraldsson, Hörður Helgason, Kristján Ingvarsson, Bjarni Jóns- son, Guðríður Guðbjartsdóttir, Guttormur Einarsson, Jóhanna Njálsdóttir og Þuríður Haraldsdóttir. Auk þessara eiga aðrir þing- menn flokksins, Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, Guðmundur Ágústsson, Hreggviður Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Óli Þ. Guðbjartsson seturétt á fundum aðal- stjórnarinnar. í Borgaraflokknum er auk þess fram- kvæmdastjórn: Auður Jacobsen, Jóhann Al- bertsson, Þórir Lárusson og Kristján Ingvarsson. Flokkurinnn hefurskrifstofurað Hverfisgötu í Reykjavik og er Hrönn Haf- steinsdóttir skrifstofustjóri. • Óskar Guömundsson knattspyrnusnillingur 40 milljón króna trygging Þegar Arnór Guðjohnsen var kjörinn íþróttamaður ársins á dögunum krafðist félag hans í Belgíu Anderlecht að hann yrði tryggður fyrir 40 milljónir króna ein- ungis á meðan á sólarhringsferð hans til íslands stæði. Menn þurftu að hafa hraðar hendur uppi á íslandi þarsem einungis hálfur sólarhringur var til stefnu þegar krafan kom frá Anderlecht. Það var hins vegar Reykvísk endurtrygging sem gekk í málið undir miðnætti aðfararnótt verð- launadagsins og tókst að fullnægja kröf- um Belganna... 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.