Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 48
ERLENT
sem öllum ásökunum Pfeiffers var vísað á
bug. Nokkrum dögum eftir kosningar efndi
hann síðan til sögufrægs blaðamannafundar,
þar sem hann lagði drengskap sinn að veði
fyrir því, að umræddar ásakanir væru lygi og
uppspuni frá rótum. Pann 24. september
kallaði Barschel blaðamenn enn á sinn fund
og skýrði frá því, að hann hefði ákveðið að
segja af sér. Hann ítrekaði eftir sem áður, að
hann væri saklaus af öllu því sem á hann væri
borið.
BARSCHEL FINNST
LÁTINN
FYLKISÞINGIÐ í KÍL ákvað að skipa sér-
staka nefnd til að komast til botns í þessu
sérkennilega máli og þann 2. október kom
nefndin saman til fyrsta fundar. Tíu dögum
síðar, þann 12. október, fundu blaðamenn
tímaritsins Stern Uwe Barschel látinn í
baðkari á hóteli í Genf. Krufning leiddi í ljós
að hann hafði látist af ofneyslu róandi lyfja.
Dauði Barschel vakti mikinn óhug hér í
Þýskalandi og getgátur voru uppi um, að
hann hefði verið ráðinn af dögum. Síðar var
þó talið fullsannað að forsætisráðherrann
fyrrverandi hefði stytt sér aldur.
Rannsókn þingnefndarinnar í Kíl leiddi
fljótt í ljós, að flestar ásakanir Pfeiffers
reyndust á rökum reistar. Nokkrir nánustu
samstarfsmenn Barschels játuðu að hafa
hagrætt sannleikanum á ýmsan hátt til að
bera blak af yfirboðara sínum. Þótt endan-
legar niðurstöður af störfum nefndarinnar
verði ekki birtar fyrr en í lok janúar, þykir
einsýnt að Barschel hafi gert sig sekan um að
beita ýmsum ósvifnum brögðum tii að
klekkja á andstæðingi sínum, Birni Engholm
ÝMSIR FLOKKSBRÆÐUR BARSCH-
ELS hafa verið gagnrýndir fyrir afstöðu sína
í þessu máli, þeirra á meðal Gerhard Stolten-
berg formaður kristilegra demókrata í
Slésvík-Holsetalandi og fjármálaráðherra
Vestur-Pýskalands. Hann var áður forsætis-
ráðherra Slésvíkur, en þegar Kohl kanslari
myndaði ríkisstjórn varð Stoltenberg fjár-
málaráðherra þeirrar ríkisstjómar, en
Barschel tók við embætti forsætisráðherra af
Stoltenberg. Stoltenberg hefur frá upphafi
þvertekið fyrir að hafa haft minnstu vitn-
eskju um atferli Barschels og borið því við,
að hann hafi lítt getað sinnt kosningabaráttu
félaga sinna í Kíl vegna anna sem fjármála-
ráðherra í Bonn. Jafnaðarmenn hafa aftur á
móti krafist þess að Stoltenberg axlaði vissa
ábyrgð og segði af sér sem formaður flokks-
ins, CDU, í Slésvík-Holsetalandi. Stolten-
berg hefur eindregið neitað að verða við
þeirri kröfu og valið að sitja sem fastast.
NÝJAR KOSNINGAR
ÁKVEÐNAR
SKÖMMU EFTIR að kosið var til fylkis-
þingsins í Kil tóku kristilegir og frjálsir
demókratar upp viðræður um myndun sam-
steypustjórnar í fylkinu. Þessar viðræður
stóðu með hléum fram í miðjan desember,
en þá ákváðu forystumenn frjálsra demó-
krata FDP að segja þeim slitið. Ástæðan var
sú, að þeir töldu kristilega demókrata hafa
sett svo ofan vegna Barschel-málsins, að þeir
væru ekki hæfir til stjórnarsamstarfs.
Skömmu áður en stjórnarmyndunarviðræð-
unum lauk var ákveðið að efna til nýrra
kosninga í fýlkinu, þann 8. maí næstkom-
andi.
Nýjar kosningar höfðu reyndar lengi legið
í loftinu, enda höfðu frjálsir og kristilegir
demókratar til samans jafn mörg sæti á þing-
inu í Kíl og jafnaðarmenn og flokkur danska
minnihlutans í Suður-Slésvík, en sá fékk
einn mann kjörinn á þing.
Skoðanakannanir í desember sýndu að
jafnaðarmenn væru líklegir til að hljóta
hreinan meirihluta atkvæða, ef gengið hefði
verið til kosninga fyrir áramót.
ÞAÐ ER ÓTVÍRÆTT að vaxandi fylgi
jafnaðarmanna í Slésvík-Holsetalandi á ekki
síst rætur að rekja til vinsælda leiðtoga
þeirra, Björns Engholms. Engholm er talinn
hafa brugðist við þessari valdníðslu and-
stæðings síns á drengilegan hátt. Hann hefur
að vísu látið í ljós megna vanþóknun á því að
mótherji hans skuli hafa lagst svo lágt sem
raun ber vitni - og láir honum enginn. Hins
vegar hefur hann forðast að blása þetta mál
upp og velta sér upp úr ógæfu Barschels. Það
er því álit flestra sem fýlgst hafa með fram-
vindu mála að Engholm hafi vaxið sem
stjórnmálamaður af þessari raun.
ÉG ER SLEGINN...
HVERNIG SKYLDI manni vera innan-
brjósts sem hefur orðið fórnarlamb slíkra
ofsókna? Og hvaða lærdóma dregur hann
sjálfur af þessu mergjaða hneykslismáli? í
því skyni að leita svars við þessum spuming-
um sem og öðrum hafði ég samband við
skrifstofu Engholms og falaðist eftir viðtali
við hann. Þeirri málaleitan var vel tekið og
einn hrollkaldan morgun á jólaföstu hélt ég
til fundar við Björn Engholm á skrifstofu
hans í þinghúsinu í Kíl. Engholm reyndist
einstaklega alúðlegur og hlýr í viðmóti.
Þegar ég kom inn á skrifstofu hans tók ég
eftir því, að þar trónuðu óvenjulegar skreyt-
ingar á veggjum. Ólíkt þeim hefðbundnu
málverkum, sem oftast ber fyrir augu í slík-
um stofnunum voru veggirnir skreyttir frum-
legum nýlistarmyndum. Þegar Engholm tók
eftir því að mér varð starsýnt á myndirnar,
brosti hann og gat þess að flokksbræður hans
margir hverjir furðuðu sig á því að hann
skyldi hafa slíkar myndir hangandi á veggj-
unum.
Hann upplýsti mig um það að að hann væri
mikill áhugamaður um nútímalist og hefði
safnað verkum ungra myndlistarmanna um
árabil. Það kom einnig í ljós þegar við fórum
að ræða saman að hann hafði mikinn áhuga á
nútímabókmenntum. Þá varð mér reyndar
hugsað til þess að í sjónvarpsdagskrá sem
gerð var í tilefni af 60 ára afmæli rithöf-
undarins Gunthers Grass, kom fram, að þeir
væru persónulegir vinir, Engholm og Grass.
Þegar við höfðum skrafað saman um skáld-
skap unt stund beindi ég talinu að tilefni
þessarar heimsóknar minnar. Ég spurði
Engholm fyrst hvort sú tilraun sem gerð
hefði verið til að sverta mannorð hans hefði
ekki gert hann bitran. Engholm sagði að svo
væri ekki.
„Ég er ekki bitur, en hins vegar er ég
sleginn yfir því, hvaða mynd stjórnmálin
hafa tekið á sig hér í fylkinu. Ég er sleginn
yfir því samkrulli sem átt hefur sér stað ntilli
kristilegra demókrata og ríkisvaldsins, sem
og hinu, að einstakir stjórnmálamenn skuli
hafa alið á slíkum hugmyndum og jafnvel
gengið svo langt að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Við höfum orðið vitni að háttalagi
sem til þessa hefur verið talið með öllu
óhugsandi í upplýstu lýðræðissamfélagi nú-
tímans. Þess vegna finn ég ekki til beiskju
heldur olli þetta mál mér sjálfum sárum von-
brigðum og vakti með mér þá spurningu
hvernig unnt sé að verja lýðræðið fyrir slík-
um skakkaföllum. Það er sú spurning sem
hefur leitað á mig að undanförnu, m.ö.o.
hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir
slíka ósvinnu á komandi tímum. Sú spurning
er mjög brýn, því það sem hér hefur gerst er
mikið áfall fyrir traust manna til þess þjóð-
félagskerfis, sem við lifum í“.
I framhaldi af þessum orðum spurði ég
Engholm, hvort honum þætti það fullnægj-
andi svar við þessum atburðum að setja
nokkra embættismenn á eftirlaun eins og
kristilegir demókratar hefðu gert:
„Með slíku er einungis verið að krukka í
yfirborð hlutanna. Það nægir engan veginn
að fjarlægja 3 eða 4 embættismenn úr starfi.
Það sem mestu varðar er að uppræta þá spill-
ingu, sem fylgir hinu nána samkrulli ríkis-
valds og flokks hér í fylkinu. Það þarf að
koma í veg fyrir að kristilegir demókratar
geti notað ráðuneyti og ýmsar aðrar opin-
berar stofnanir sem handbendi flokksins.
Milli flokksins og slíkra stofnana virðast
liggja ótal þræðir, sem nauðsynlegt er að
klippa á. Sömuleiðis verður að sjá til þess, að
allir þeir sem í raun bera ábyrgð á þessu máli
- og þar er um ýmsa einstaklinga að ræða -
hverfi af vettvangi stjórnmálanna, annað
hvort með góðu eða illu. Ég er þeirrar
skoðunar að sú sannfæring verði að skjóta
rótum meðal krisilegra demókrata - og sá
flokkur ber ábyrgð á öllu sem hér hefur gerst
á síðustu mánuðum - að það sé þörf á annars
konar pólitískum umgengnisvenjum en þeim
sem hér hafa tíðkast. Það er semsé ekki nóg
að fjarlægja þá sem hafa farið með aðal-
hutverk í þessum pólitíska skollaleik, heldur
48