Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 49
ERLENT verður að koma þeim sem eftir sitja í skilning um, að stjórnmálamenn verða að haga sam- skiptum sínum á nokkurn veginn mann- eskjulegan hátt". „Eitt af því sem máli skiptir í því sambandi er að menn umgangist tungumálið á annan hátt en tíðkast hefur í þessum slag. Stjórn- málamenn eiga að nota málið til að stunda rökfimi á líkan hátt og skylmingamenn beita sverðum í íþrótt sinni en ekki sem barefli til að lúskra hver á öðrum “. „MÉR ER TIL EFS að kristilegir demó- kratar hafi þann kraft, sem þarf til að taka öllum afleiðingum þessa máls. Ég nefni sem dæmi að formaður þeirra hér í Slesvík- Holsetalandi, vestur-þýski fjármálaráð- herrann Gerhard Stoltenberg, hefur til þessa hagað sér þannig, að hann minnir öllu meir á íslenskan skriðjökul en manneskju sem ber ábyrgð á atferli flokksbræðra sinna í fylkinu. Hann hefur ekki einu sinni látið svo lítið að biðjast afsökunar, hvað þá að rétta fram sáttahönd. f>að má segja að framkoma hans hafi til Jjessa borið vott um algert tilfinninga- leysi. Ég vil hins vegar taka fram, að ýmsir kristilegir demókratar hér í fylkinu eru slegnir yfir því, að flokkur þeirra skuli bera ábyrgð á slíkri óhæfu og meðal óbreyttra flokksmanna er vilji til að koma á sáttum. Oddamenn flokksins virðast hinsvegar ekki enn hafa gert sér grein fyrir alvöru þessa máls. Ég leyfi mér þó að vona að það standi til bóta“. FRIÐHELGIN ROFIN ÉG HAFÐI ORÐ Á ÞVÍ, að Kílarhneykslið hefði vakið upp ýmsar spurningar um tengsl siðferðis og stjórnmála, enda nánast skóla- bókardæmi um misnotkun valdsins. En hvað leyfist stjórnmálamönnum að ganga langt, þegar baráttan um valdið er annars vegar. Hvar eru þau mörk, sem pólitískri baráttu eru sett í lýðræðissamfélagi? „I fyrsta lagi setur stjómarskráin slíkri baráttu ákveðin mörk. I fyrstu grein stjórnarskrárinnar segir, að virða beri frið- helgi einkalífsins. Við höfum hins vegar orð- ið vitni að því hér í Slésvík-Holsetalandi, að valdafíknir ráðamenn hafa virt þetta ákvæði að vettugi og gert það að einkunnarorðum sínum að rjúfa þessa friðhelgi einkalífsins. Slíkir menn eiga ekkert erindi í stjórnmála- baráttu. Það erein af meginreglum lýðræðis- ins að menn virði skoðanir andstæðinga sinna. Mönnum ber að líta á andstæðinga sína sem jafningja og leyfa ólíkum skoðunum að njóta sín. Frjálslyndi, opinská umræða og frjótt ímyndunarafl, allt em þetta mikilvægir burðarásar lýðræðisins. Þar við bætist að öll þau lög sem gilda í lýðræðislegu réttam'ki, setja stjórnmálamönnum ákveðnar reglur-, sem þeim ber að fylgja“. „Sérhver almennur borgari sem hefði gert sig sekan um það sem hér átti sér stað, hefði verið dreginn fyrir lög og dóm. Hann hefði misst atvinnu sína og orðið að taka út refs- ingu. Ég lít svo á að stjórnmálamenn verði að haga breytni sinni í samræmi við siðareglur, sem gilda fyrir alla aðra þegna þessara sam- félaga. Það skiptir líka miklu máli, að stjórnmálamenn sem eru til þess kjörnir að láta gott af sér leiða og stuðla að auknu rétt- læti og friði í samfélaginu, hagi lífi sinu þann- ig, að þeir séu fyrirmyndir annarra í þeim efnum. Stjórnmálamenn sem boða réttlæti en eru aftur á móti sjálfir ranglætið uppmál- að, stjórnmálamenn sem berjast fyrir friði en eru sjálfir bardagasjúkir, slíkir menn koma óorði á stjórnmálin. M.ö.o. hugsjónir og veruleiki, markmið og leiðir, verða að hald- ast í hendur. Þar sem þetta fer ekki saman hætta menn að bera traust til stjórnmála og stjórnmálamanna. Þetta eru að mínum dómi þau mörk, sem stjórnmálabaráttu eru sett. Ég á mér þá ósk heitasta að þeir einir taki þátt í stjórnmálum í framtíðinni, sem eru færir um að lifa sjálfir í samræmi við þær hugmyndir sem þeir halda að þegnunum". Ég gat þess að Kilarhneykslið hefði leitt til þess, að Bjöm Engholm væri orðið eitt þekktasta nafnið í þýskum stjómmálum og spurði hvort hann hefði í hyggju að nota sér þennan sérstæða byr til að seilast til aukinna áhrifa í Bonn. „NEI, ÞAÐ STENDUR ekki til. Ég var reyndar lengi í Bonn á árum áður eða frá 1969-1982. Þar af var ég þingmaður í 8 ár, aðstoðarráðherra í 4 ár og menntamála- ráðherra í stjóm Helmuts Schmidts í 2 ár. Ég tel að ég hafi komið mörgu góðu til leiðar á þessum árum án þess að verða nokkru sinni jafn frægur og ég hef orðið vegna þessa ógæfulega hneykslismáls. Það er mjög miður að því skuli lítt vera haldið á lofti sem vel er gert en maður skuli aftur á móti verða frægur fyrir að lenda í slíkri ógæfu. Ég eyddi sem sé 13 árum í Bonn og flutti þá að eigin ósk hingað til Slésvíkur-Holsetalands, sem em mínar heimaslóðir, því ég er fæddur og upp- alinn í Lúbeck, þar sem ég nú bý. Ég ætla mér að vera um kyrrt hér í Slésvík-Holsetalandi og vonast til að geta veitt þessu fylki forystu sem forsætisráðherra næstu 2 eða 3 kjör- tímabil. Eftir það verð ég kominn á þann aldur að það verður tímabært að hverfa úr‘ eldlínu stjórnmálanna og snúa sér að öðrum verkefnum, sem ekki eru síður áhugaverð. Ég lít ekki svo á, að menn eigi að tóra í stjórnmálum fram á grafarbakkann og fjölskylda mín er á sama máli“. HEF KOMIÐ TIL ÍSLANDS MÉR LÉK FORVITNI á að vita hvert hugur Engholms stefndi þegar stjórnmála- vafstrinu lyki og bað hann segja mér hvað þá tæki við: „Eitt af því sem mig langar að gera er að ferðast meira en ég hef átt kost á til þessa, enda lít ég svo á að ferðalög hafi mikið menntunargildi. Ég nefni sem dæmi að í stað þess að skjótast sem formaður sendinefndar til íslands eins og ég hef tvívegis gert, hef ég mikinn hug á að ferðast með fjölskyldu minni um eyjuna, auk þess sem mig langar að koma til Grænlands. Á hinn bóginn fer ég ekki í launkofa með það, að ég er mikill sólarvinur og kann því einnig vel við mig á suðlægari slóðum. Þar að auki vildi ég gjarna eyða nokkrum vikum á ári í vínræktarhéruð- um, því ég er mikilll unnandi góðra vína, einkum þýskra. Ég er einnig ákafur njótandi tónlistar og bókmennta sem ég fengi þá tæki- færi til að sinna meira en áður. Áuk þess á 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.