Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 11
I N N LENT Alver í Kapelluhrauni: Kvartmílukliibbiirinn varar við útþenslustefnu Fjörug bréfaskipti vió iönaóarráöherra KVARTMÍLUKLÚBBURINN sendi iðn- aðarráðherra bréf í sl. mánuði og lýsti yfir áhyggjum sínum vegna uppdráttar af viðbót við álverið í Straumsvík. Sam- kvæmt uppdrættinum fer svæði undir álverið að hluta til yfir á kvartmílubraut klúbbsins. í bréfi klúbbsins kemur fram að verðmæti brautarinnar er áætlað varlega um 15 miljónir króna “og fyrir 100 manna félag er þetta mannvirki fullkomið kraftaverk og sýnir svo ekki er um villst að kvartmílumenn láta ekki allt fyrir brjósti brenna“. Bréfið ritar Svavar Svavarsson stjórn- armaður í Kvartmíluklúbbnum til Friðiriks Sophussonar iðnaðarráðherra. Því fylgja afar skemmtilegar upplýsingar um Kvart- mílu á íslandi og birtum við hér sýnishom. „Kvartmíla er sambland af vélfræðileg- um og verkfræðilegum vandamálum sem einungis rökhyggja, dugnaður og gífur- leg vinna getur fært mönnum árangur í. Það tekur líkt og í öðmm íþróttagreinum áraraðir að ná vemlegum árangri að öllu jöfnu og ökutæki sem rífa sig úr kyrr- stöðu á innan við 2. sek. í 100 km. hraða eru ekki á færi unglinga og óvita Það væri klúbbnum sönn ánægja að bjóða ráðherranum eina bunu í fljótum bíl næsta sumar en áhættan fyrir þig er sú, að miklar líkur verða á að þú ánetjist eins og við og þjóðmálin verði trössuð yfir keppnitímabilið eftirleiðs." Síðar segir að þeir sem fáist við rekstur kvartmílubíla leyfi sér ekki „iðjuleysi eða vafasamar skemmtanir s.s. drykkju eða annan ólifnað, þeir vilja heldur veita tíma og peningum til smíði, breytinga og við- gerða ökutækja sinna". Bent er á að félagið hafi átt mikinn þátt í að losa al- menna umferð við kappakstur,- „Kvart- mílubrautin er ákveðinn öryggisventill þar sem djarfir og keppnisinnaðir menn fá útrás fyrir keppnisanda í vemduðu um- hverfi, þar sem strangar reglur tryggja öryggið". Um reksturinn og peningamálin segja hinir harðsnúnu ökufantar félag sitt hafa þá sérstöðu meðal íþróttafélaga „að þar framkvæma félagsmenn alla hluti sjálfir, en senda ekki skattgreiðendum reikning- inn eins og svo mörg félög gera....Reynd- ar hefur það hvarflað að okkur að þessi gamli ungmennafélagsandi sem hefur drifið félagið áfram sé tímaskekkja, því Súgandafjöröur og Homafjörður Prestar gegn bónus Bónus á undanhaldi. Prestarí tveimur fjóröungum vara viö bónuskerfi í fiskvinnslu Á NÁMSKEIÐI fiskvinnslufólks víða um landið hefur m.a. verið notast við námsefni sem sálfræðingarnir Guðfinna Eydal og Alf- heiður Steinþórsdóttir bjuggu út, þar sem fjallað er um samskipti á vinnustað. Þjóðlífi barst til eyrna að út frá því hefði sr. Baldur Kristjánsson á Höfn í Hornafirði fjallað um bónusinn og afleiðingar hans. Þessar vanga- veltur hefðu orðið tilefni til umræðna meðal fiskvinnslufólks eystra, efasemda og breyttra viðhorfa til bónusins. Á námskeiðinu á Höfn í Homafirði voru um 120 manns og leiðbeindi sr. Baldur í hluta námskeiðsins í tuttugu manna hópum. „Þetta var ágætis námsefni frá sálfræðingun- um og það var út frá því sem við fjölluðum um bónusinn", sagði sr. Baldur í samtali við Þjóðlíf. En hvernig stendur á því að prestur er á móti bónus ? „Þessi einstaklingsbónus hefur leitt til atvinnusjúkdóma og hann hefur leitt til þess að smám saman fer fólk að meta sjálft sig eftir mælikvarða afkastanna en ekki manngildis eða eigin verðleikum. Tign manneskjunnar og virðuleika hennar er mis- boðið og þannig snertir málið beint mitt fag. Það er einnig umhugsunarvert að samfélagið skuli meta framlag fólks með þessum hætti, fólks sem hefur skilað samfélaginu miklu “ sagði sr. Baldur. Vestfirðingar hafa haft forgöngu um að hnekkja einstaklingsbónus í frystihúsum, og ASV undir forystu Péíurs Sigurðssonar gerði • Friðrik Sophuson iðnaðarráðherra. „Það væri klúbbnum sönn ánægja að bjóða ráðherra eina bunu“. okkur virðist að mörg félög sem kaupa alla vinnu og alla hluti, virðist ekki vanta neitt af neinu enda hafa þau félög verið svo framfarasinnuð að hafa launaða betlara til að herja á fjárveitingavaldið". Þessu bréfi lýkur svo: „Eins og þú greinir á ofanskráðu er Kvartmílukúbburinn einn litur af mörgum í litrófinu sem auðgar íslenskt þjóðfélag og gerir landið okkar eitt af dásamlegustu löndum heims, þó veðrið mætti vera kvartmílu hagstæðara. Með kvartmílukveðjum frá harðsnúnun kvart- mílumönnum. Kvartmíluklúbburinn Dals- hrauni 1 Hf.". • Oskar Guömundsson bráðabirgðasamninga á síðasta ári, þar sem tekið var upp hópbónuskerfi í stað einstakl- ingsbónusins og samkvæmt fyrstu fréttum lofar reynslan mjög góðu. Þjóðlífi bárust einnig fregnir af því að sóknarpresturinn á Súgandafirði sr. Karl Valgarður Matthíasson hafði predikað gegn bónusnum úr predik- unarstól í kirkjunni. í prédikun á sjómannadaginn, annan sunnudag í maí, sagði sr. Karl Valgarður m.a. „Ég hef heyrt, að laun fiskvinnslukvenn- anna geti jafnvel lækkað þegar þær eldast og hendur þeirra gerast vinnulúnar. Þegar aldur færist yfir geta þær ekki unnið jafn hratt og áður. Ég spyr : eru þetta verðlaunin fyrir hin dyggu og tryggu störf? Störf sem ásamt sjó- mannsstarfinu eru homsteinn þess mennta- og heilbrigðiskerfis sem við búum við ? Þær hafa byggt upp það þjóðfélag sem miðar að aukinni velsæld og öryggi landsins bama svo þau þurfi ekki að lifa þær hörmungar er for- feður okkar urðu að þola". • Óskar Guðmundsson 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.