Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 55
ERLENT Á KÚBU HAFA RÍKI OG FLOKKUR eftirlit með þegnunum niður í smæstu samfélags- einingar. í hverri götu eru starfandi svo- kallaðar nefndir til varnar byltingunni, “Comité de defensa de la revolución". Þessar götunefndir voru í upphafi skipulagð- ar til að verjast vopnuðum árásum gagn- byltingarmanna, í dag hafa þær annað hlut- verk: Aðhald og eftirlit. Þegar fólk sækir um húsnæði, skólavist í háskóla eða aðra fyrir- greiðslu hins opinbera þá þarf meðmæli nefndanna. Til þess að þau séu veitt má um- sækjandi ekki vera “andfélagslega sinnaður" og ekki er verra að vera meðlimur í flokkn- um. Þannig tryggja nefndirnar hlýðni þegn- anna. SEM DÆMI UM FORRÉTTINDI flokks- meðlima, þá sagði mér óflokksbundinn stúdent við háskólann í Havana að þeir sem ekki væru félagar í flokknum ættu erfitt upp- dráttar innan skólans. Hann fullyrti einnig að við einkunnagjöf væri bömum flokks- manna hyglað á kostnað annarra og þau færð upp fyrir óflokksbundna stúdenta. Þannig væri nær ómögulegt að ná góðum árangri eða ætla sér frama á einhveru sviði án flokks- aðildar. Æðsti maður flokksins er Fidel Castro, hann er jafnframt yfirmaður hersins og for- sætisráðherra, “comandante en jefe“. Hann situr því í þrem helstu valdastöðum landsins og ekkert fær ógnað veldi hans. Castro er byltingin, byltingin er Castro. Persóna Fidels er svo samofin byltingunni að án hans er engin bylting, en þetta er heldur engin tilvilj- un. Kynnt hefur verið undir takmarkalítilli persónudýrkun á leiðtoganum. Hvarvetna þar sem eitthvað gerist, þar er Fidel, hann opnar sjúkrahús og skóla, ekur jarðýtum yfir heilsuspillandi húsnæði eða talar á minn- ingarathöfn um Che Guevara. Plann er bylt- ingin í hugum fólksins og mikill meirihluti landsmanna dýrkar hann takmarkalaust. Þetta hefur þó einn annmarka, Castro er orðinn 63 ára gamall og þrátt fyrir vinsældir sínar er hann ekki ódauðlegur. Hvað mun gerast við dauða hans, mun byltingin lifa þótt leiðtoginn deyi? Nú er enginn sem gæti fyllt skarð Fidels Castro og ekki virðist vera gert ráð fyrir þeim möguleika að hann gæti yfir- leitt fallið frá. Þetta er vandamál sem ráða- menn virðast ætla að láta framtíðina um að leysa. BYLTINGIN Á KÚBU hefur lyft grettistaki þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Kúbanir njóta jafnari og betri lífskjara en íbúar flestra annara ríkja í þriðja heiminum. Byltingin hefur því skilað þjóðinni umtalsverðum árangri. Hún hefur hinsvegar einnig sínar skuggahliðar og framhjá þeim má ekki líta. Mannréttindi eru fótum troðin og almenn- ingur er áhrifalaus um stjómun landsins. Ráðamenn á Kúbu hafa til þessa ekki sinnt ákalli Gorbachevs um glasnost og peri- strojku. Atvinnulýðræði eða fmmkvæði ein- staklinga í atvinnulífinu er ekki fyrir hendi og opin umræða er ekki til. Það er óvíst hvernig byltingin þróast eftir dauða Castros en breytinga á þessu sem öðru er tæplega að vænta á meðan hans nýtur við. Eftir það er sagan óskrifað blað. Sögulegur bakgrunnur:_________________ Byltíng í bakgarði Hanclaríkjanna Alla þessa öld hefur saga Kúbu verið samofin sögu Bandaríkja Norður- Ameríku. Bandaríkin tóku landið af Spáni 1898 og Kúba lýsti yfir sjálfstæði sínu að undirlagi Bandaríkjamanna og undir verndarvæng þeirra árið 1902. Frá þeim tíma þar til bylting Castros var gerð var landið dæmigert bananalýðveldi og auðjöfrar U.S.A. fjárfestu meira á Kúbu en í nokkru öðru landi Rómönsku Ameríku. Grunnur efnahagslífsins var sykurreyr en einnig varð Havana að skemmtanaparadís Karabíska hafsins þar sem auðugir ferðamenn gátu eytt fjár- munum sínum í spilavítum, næturklúbb- um og hóruhúsum. En Kúba var tvískipt, annarsvegar glansandi skemmtanalíf auðmanna og yfirstéttar í Havana, hinsvegar hrópandi örbirgð sveltandi almúgans. Stjórnkerfið var einnig gegnrotið og spillt, efst í því trónaði einhver illræmdasti einræðisherra allra tíma: Fitlgencio Batista, sem í skjóli valda sinna rakaði saman geysilegum auðæfum. Það var við þessar aðstæður árið 1956 að um 80 ungir menn, mestmegnis menntamenn, sigldu frá Mexicó til Kúbu á listisnekkjunni “Granma". Tilgangur ferðarinnar var sá að gera byltingu og steypa Batista. Þjóðvarðliðar og hermenn einræðisherrans biðu byltingarmannanna í flæðarmálinu og stráfelldu þá, aðeins tólf komust af. Meðal þeirra voru lög- fræðingurinn Fidel Castro, Raoúl bróðir hans og argentínski læknirinn Ernesto “Che" Guevara. Tólfmenningarnir söfnuðu um sig óánægðum fjallabændum og hófu skæru- hernað gegn stjórnvöldum. Tímasetning- in gat vart verið betri því þjóðfélagið var að liðast í sundur sökum spillingar og efnahagslegra andstæðna. Byltingarher- inn óx skjótt og á nýársdag 1959 flýði Batista land og skæruliðar Castros tóku stjórnina í sínar hendur. trax við fyrstu aðgerðir nýju stjórnar- innar kom til árekstra við Bandarík- in. Castro þjóðnýtti fyrirtæki í landbúnaði og iðnaði, bæði kúbönsk og bandarísk. Þar með töpuðu bandarísk fyrirtæki gífurlegum fjármunum og stjórnin í Washington snérist gegn hinum nýju valdhöfum af mikilli hörku. Viðskipta- bann var sett á Kúbu og reynt að einangra hana bæði efnahags og stjórnmálalega. Þessari stefnu hefur síðan verið viðhaldið af öllum ríkisstjórnum Bandaríkjanna og enn í dag er bandarískum ríkisborgurum b.annað að ferðast til Kúbu án leyfis að viðlagðri refsingu. Samfara þjóðnýtingu voru fram- kvæmdar víðtækar félagslegar umbætur og herferð gegn ólæsi var hrundið af stað með góðum árangri. A alþjóðavettvangi leiddi síharðnandi sambúð við Bandaríkin til þess að Castro tók upp náið samstarf við kommúnista- ríkin enda átti hann ekki í önnur hús að venda. Síðan hefur Kúba verið algerlega háð austurblokkinni jafnt hernaðarlega sem efnahagslega. Spennan í samskiptum ríkjanna náði hámarki með misheppnaðri innrás kúbanskra útlaga að undirlagi CIA við Svínafíóa 1961 og hinni frægu Kúbu- deilu 1962 þegar Sovétmenn ætluðu að nýta sér nýfengna aðstöðu til að setja upp kjarnorkuflaugar þar. Nú er Kúbubúum að takast að rjúfa þessa einangrun. Þeir eiga góð sam- skipti við ýmis S-Ameríkuríki svo og nokkur ríki í V-Evrópu. Castro er Banda- ríkjunum hins vegar óþægur ljár í þúfu og áhrif hans í þessum heimshluta ganga þvert á vilja og hagsmuni þeirra. Byltingin á Kúbu er ótvírætt forsenda byltingar í öðrum ríkjum Mið og Suður Ameríku, hæpið er t.d. að stjórn Sandínista í Nigaragua gæti staðist til lengdar án að- stoðar Kúbu. Þannig óttast ráðamenn í Washington að Kúba útbreiði kommún- isma “í bakgarði Bandaríkjanna" og vissulega má til sannsvegar færa að ýmis- legt bendir til þess að fleiri lönd en Kúba og Nigaragua gætu þróast í átt til einhvers konar sósíalisma í umræddum bakgarði. Slíkt vilja Bandaríkin umfram allt forðast og á því byggist hin harða afstaða þeirra gegn þessum tveim ríkjum. • Runólfur Ágústsson 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.