Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 41
M E N N I N G ég var barn. Vaknaði ég þá einn morgunin með kvalaöskri og sáran sviða í baki. Hafði ég þá verið bundinn við pyndingastaur i draumnum og glóandi jámstauti verið þrýst í bakið á mér. í marga daga á eftir var ég haldinn torkennilegum sviða milli herða- blaðanna. Síðar er ég brenndi mig raunveru- lega áttaði ég mig á að þetta hafði verið sviði vegna djúps bruna! Það hendir mig oft að koma á staði í fyrsta skipti eða hitta fólk, sem ég hef mætt áður í draumi. -Að vera skyggn er “abnormalt" og því hafa margir sem gæddir eru slíkum hæfileik- um einfaldlega falið sig. Bælt niður þessa hæfileika og farið inn í skápinn -dálítíð merkilegt að það gerist á sama tíma og hommarnir koma úr felum. Miðlar eru nú í felum, nema þeir fáu sem viðurkenna og rækta með sér hæfileikana. - Það var mér mikil sönnun að kynnast manneskju sem líka var skyggn og sá með mér svip. Þegar það gerðist féll ég í „hálf- trans“ og talaði annarri röddu meðan ég var að skynja. Eg var þá ekki einn um þetta. Ég verð aldrei hræddur meðan ég er að sjá eða skynja, en oft á eftir og utan þess varð ég smeykur. Eftir þennan viðburð velti ég því mikið fyrir mér við hvem ég gæti talað um málið, hvernig ég ætti að höndla þetta, hvar ég ætti að leita hjálpar. -Mér fannst eins og ég hefði verið leiddur eftir Tryggvagötunni þegar ég gekk fram hjá dyrum þar sem var auglýsing um “miðils- þjálfun“ hjá Þrídrangi. Ég var á því nám- skeiði og var mér eins og opinbemn. Þar kom í ljós að ég er ofur næmur á þessu sviði, þannig að mér hættir við að fara í trans. Hins vegar hef ég aldrei farið alveg í trans. Til þess skortir mig þjálfun og reynslu. Þeir sem þekkja til ráðleggja mér eindregið að gera það ekki, og ég fæ sams konar ráðleggingar annars staðar frá. Hins vegar fer ég oft í „ hálftrans". - Öllum mönnum fylgja svipir, vemdarará öðru tilverustigi. Þeir eru fleiri en einn, oftast þrír. Það þurfa ekki endilega að vera látnir ættingjar, og heldur ekki alltaf svipir af fólki. Ég hef til dæmis hitt gamla konu og sá að henni fylgdi svipur af hundi. Þegar ég spurði hana um þennan hund, sagði hún mér að hann hefði fylgt ættinni í yfir 100 ár. Vemd- arar mínir hafa varað mig við að fara óvar- lega með þessa hæfileika. Það er erfitt að taka á móti svona mörgum skilaboðum. Maður þaif ekki einungis að þekkja líkam- lega og sálræna möguleika - heldur líka takmarkanir sínar. Innhverf íhugun er skóli í þessu efni. Það er slæmt að blokkera þessa hæfileika, mót- staða við þetta er hættuleg. Með íhugun og samvinnu við áhugafólk í Tilraunafélaginu hef ég náð meiri stjóm á þessu og er kominn í visst jafnvægi. Þar með finnst mér auðveld- ara að vinna úr þessu. Það geri ég til dæmis með því að reyna að hjálpa fólki, bæði með handayfirlagningu og hjálp að handan. • Leifur Leópoldsson. Það er búálfur þarna á gólfinu. - Mér finnst ekkert eðlilegra en leita rök- legra skýringa á svona hlutum, eðlisfræði- legra og stærfræðilegra. Nú em margir vís- indamenn á þeirri skoðun, að tölfræðilega sé nær útilokað annað en líf finnist á öðmm hnöttum. Þá hefur verið sett fram tilgáta um að efni sé ekki annað en ljós á einhverju allt öðru tíðnisviði. Af hverju ættu þá svipir ekki að geta verið á öðm tíðnisviði en við nemum með sjónskynjun okkar? Það tíðnisvið getur hins vegar verið alveg jafn mikill vemleiki - og líf þó við sjáum það ekki. -Líf blómanna er ekkert ósvipað öðm lífi og það er eins og með Kirilian-ljósmyndum einnig hægt að sjá ám þeirra sem og manna. - Jú ég sé slíka ám, bæði í gróðrinum og hjá mannfólkinu, en þó greini ég ekki liti vel. Birtuna sé ég og skynja. Annars er allt um- hverfi okkar kvikt af lífi, sem menn nema ekki almennt með sjónskynjun. Álfar em þannig til af ýmsum toga ljósálfar, blómálfar og búálfar, eða húsálfar. Ég skynja þá og sé þá að leik. - jú jú það er svona húsálfur sem situr þarna á gólfinu. Þeir eru alveg saklausir, en geta verið dálítið stríðnir. Þeir eiga það til að sitja á hlutum sem við leitum að. Það gerist oft að þú veist að eldspýtnastokkur á að liggja á borðinu, er þar ekki þegar þú leitar að honum. Svo eftir nokkra stund þá sérðu stokkinn einmitt á borðinu. Þá hefur svona búálfur sett á hann huliðshjúp - bara í stríðnisskyni. -Ég sé ekki bara svipi með fólki heldur oft líka hluti sem tengjast því á einhvem hátt. Fyrir nokkm hitti ég mann og sá móta fyrir loftpressu yfir höfðinu á honum. Ég spurði hann fýrst -vinnurðu hjá Vegagerðinni? Nei, hann kvaðst aldrei hafa unnið þar. En hef- urðu unnið með loftpressu einhvem tímann? Nei, hann kvaðst aldrei hafa unnið með loftpressu. En hvemig stendur þá á því að það er loftpressa hjá þér, spurði ég. -Það gæti bara verið af því, sagði maðurinn, að ég svaf ekkert í nótt af því að það var verið að vinna með loftpressu í kjallaranum heima hjá mér! -Ég heillast af hugmyndaheimi spíritista, heimssýn indíána, jóka og ýmsu fleim. Mér finnst mikið öryggi í því að vera ekki einn um þessa skyggnigáfu og að margir skuli þrátt fyrir allt hafa áhuga á þessum málum. Þetta er oft erfitt að samræma daglegu lífi. En það er ótrúlega gaman að ferðast úr líkamanum í geiminn eins og ég hef oftar en einu sinni reynt. Ég hef skrifað slíka reynslu niður. Ég vildi óska að fleiri létu sig þessi mál skipta, því þau eru partur af öllu ævintýrinu, sagði Leifur Leópoldsson garðyrkjumaður, sem nú um hríð vinnur á barnaheimili. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.