Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 59
B í L A R • Ford T módel 1923, breyttur til hernaðarnota m.a. með drifi á öllum hjólum. Fnimjeppinn og jeppinn í sjálfum okkur in skökk, grindin sigin um miðjuna og það syngur í gírkassanum. Þá kemur til sögunnar snaggaralegur skóla- piltur, brunar beint upp á Hellisheiði, stingur gamla Grána á bólakaf inn í fyrsta skafl og er gikkfastur, dregur þá fram skófluna og byrjar að moka. Alsæll með jeppann sinn og kófsveittur. JEPPAR ERU til ýmissa hluta nytsamlegir í víðfeðmu, frostköldu landi þar sem þjóðveg- ir eru færir fólksbílum með ströndum fram hluta ársins. Að öðru leyti eru landsmenn háðir flugvélum og skipum, og “stórum bíl- um og jeppum“ eins og segir stundum í hádegisfréttunum. Og dugir ekki alltaf til. Sá sem ætlar á bíl úr höfuðstaðnum norður í land að vetri til verður að lúta óviðráðan- legum duttlungum lægða suðvestan úr hafi - og halla jarðmöndulsins - og getur átt von á að komast í blöðin vegna þess að hann mátti dúsa í skafli á Holtavörðuheiði í átján tíma án annars viðurværis en pakka af suðu- súkkulaði. Nema hann eigi jeppa. Og sá sem á ættingja t.d. á Vopnafirði og þorir ekki upp í flugvél, hann gerir alla jafna rétt í að gleyma óskum sínum um að hitta þá í skammdeginu. Nema hann eigi jeppa. Og dugir heldur ekki alltaf til. Það þarf reyndar ekki svona langt. Hugsum okkur Gunnu gömlu frænku í Breiðholtinu sem getur ekki að því gert að hún á stórafmæli í janúar og það er búið að baka sjö Hnallþórur og panta tvö hundrað snittur. En fyrr en varir skellur á land- synningshvellur með blindahríð og allt verð- ur ófært; strætó þversum í Þönglabakka, út- varpsþulurinn grátbiður Reykvíkinga að halda sig innan dyra og Hjálparsveit skáta bjargar fermingarstúlku sem hefur bundið trefilinn sinn utanum ljósastaur og hangir í honum, nánast lárétt. En hver bjargar af- mælisveislunni? Nema Siggi í kjallaranum sem á rosa jeppa með læstu drifi að aftan og framan, spili, talstöð, síma og miðunartækj- um og er búinn að bíða eftir ófærð í allan vetur. Og kemst nú aldeilis í feitt; sækir alla afmælisgestina, sem klára snitturnar og fara langt með Hnall- þórumar og fylgjast spenntir með útvarpinu og veðrinu allt kvöldið, og svo skilar hann öllum til síns heima, þeim síðasta klukkan að ganga fimm um morguninn og er búinn að aka tvö- hundruðogfimmtíu kílómetra í lága drifinu í brjáluðu veðri og bullandi ófærð og er alsæll og kófsveittur. EN JEPPAR ERU EKKI BARA nytsamleg- ir. Þeir em líka kyntákn og stöðutákn. Þeir lýsa af karlmennsku eða auðsæld, nema hvort tveggja sé. í þeim efnum eru til jeppar fyrir hvers manns smekk þarfir: Þeir sem kosta hátt í tvær milljónir og renna spegil- fægðir eftir skraufþurm malbikinu meðan eigendurnir bíða eftir vetrinum, og hins veg- ar þeir sem áttu sitt fegursta blómaskeið á fimmta og sjötta áratugnum, en skúffan orð- HAFIÐI í RAUNINNI tekið eftir því hvað það eru margir jeppar á götunum? Þeir em alls staðar. Stórir og smáir, gamlir og nýir, háir og lágir. Og þegar ófærðin loksins kem- ur spretta þeir fram líkt og ópemkór sem hefur falið sig bak við leik- tjöldin. ÓFÆRÐIN ER BLÓMATÍÐ jeppakallanna, kaðlinum er sveiflað út í hvem þann skafl þar sem bíll situr fastur; kannski er þar hjart- veikur maður sem má alls ekki fara út að ýta, og frúin í rusli, - eða einhver asni á sumar- dekkjum. Best er að vera tveir saman og bölsótast yfir þeim síðamefndu. En það er alltof sjaldan ófærð á suðvestur- horninu, oftast eilífur útsynningur með rigningarskúmm og ekkert við að vera nema aka um auðar götur og láta sig dreyma. Þá verða líka til draumamir um að það þurfi að hækka jeppann um nokkrar tommur og kaupa stærri og grófmunstraðri dekk og allt það. Þeir draumar kosta sitt og reyna enn frekar á langlundargeðið eftir ófærðinni. En þetta er spumingin um fjallið og Mú- hameð; láti ófærðin bíða eftir sér má reyna að leita hana uppi. Og því er það að á meðal okkar eru þrautseigir jeppakallar sem við fréttum af á fullri ferð í djúpum lausasnjó uppi á Hofsjökli, með alla athyglina á 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.