Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 30
EVRÓPUBANDALAGIÐ NORDEK-áætlunin sprakk einnig áður en hún komst í framkvæmd og aðlögunin að EBE fór fram á vegum fríverslunarbanda- lagsins EFTA. Danmörk fylgdi síðan Bret- landi inn í EB í fyllingu tímans en 53.5% Norðmanna höfnuðu aðild að bandalaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Innan ramma Norðurlandaráðs hafa nor- rænu ríkin að vísu komist til muna lengra í margháttaðri samvinnu og í afnámi allskyns hindrana í viðskiptum heldur en ríkin innan EB, þar sem þjóðrinar eru ólíkari innbyrðis og ýmsir menningarsögulegri þröskuldar eru nær óyfirstíganlegir. Engu að síður er það staðreynd að raunsæið hefur neytt norræna stjórnmálamenn til þess að velja aðrar leiðir heldur en einvörðungu norrænt samstarf þegar þeir hafa staðið frammi fyrir evrópsk- um stóratburðum. Þegar rætt er um Evrópu eigum við oft á tíðum aðeins við Vestur-Evrópu og þeir sem eru mestir EB menn eiga þá við ríkin innan EB. Þetta er vondur siður sem menn ættu að afleggja. Við skulum nota Evrópu í skilningi utanríkismálanefndar Alþingis sem talar um Evrópu frá Grænlandi til Úralfjalla. Fyrir utan EB-ríkin sem reka sterkan áróður fyrir samstarfi sínu og hafa lag á að láta það líta vel út á pappír og hljóma fallega í áróðursfrösum er margháttað samstarf V-Evrópuríkja og sem betur fer aukin samvinna milli ríkja í Austur- og Vestur-Evrópu. Þegar talað er um það hér á eftir að móta þurfi íslenska Evrópupólitík þá er það stefnan gagnvart Evrópu sem heild sem átt er við. ÓLÍKAR SKOÐANIR í NOREGI OG SVÍÞJÓÐ Þótt norskir stjómmálamenn láti sér nánara samstarf við EB vel líka eru skoðanakannanir í Noregi enn á þann veg að meirihluti kjósenda virðist vera andvígur aðild að EB, og andstaðan er jafnvel ein- dregnari meðal kjósenda heldur en í þjóðar- atkvæðagreiðslunni árið 1972. I Svíþjóð er annað uppi á teningnum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun álíta 52% Svía það til hagsbóta fyrir lífskjör í Svíþjóð að ganga í Evrópubandalagið. 65% aðspurðra telja að útflutningur muni aukast og 67% álíta að aðildin myndi leiða til lægra matvöruverðs. Skv. skoðanakönnun SIFO óttast 71% Svía ekki að atvinna muni fara þverrandi í Svíþjóð við aðild að EB þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í bandalagsríkjun- um. Stundum er sagt að í Noregi vilji stjóm- málamenn ganga í EB en ekki kjósendur. í Svíþjóð vilji hins vegar kjósendur aðild að bandalaginu en ekki stjómmálamenn. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, tók af tvímæli um afstöðu Svía þegar hann í haust fullyrti að Svíar myndu aldrei sækja um fulla aðild að bandalaginu. í nýleg- um umræðum á sænska þinginu kom þó í ljós FRAMKVÆMDASTJÓRNIN er langtum valdaminni en Ráðherranefnd- in. í henni sitja 17 menn, tveir frá Bret- landi, Frakklandi, Ítalíu, V.-Þýskalandi og Spáni, en einn frá hverju hinna aðildarlandanna. Stjórnvöld hvers ríkis útnefna menn í Framkvæmdastjórnina til fjögurra ára í senn en þar teljast þeir þó ekki fulltrúar einstakra ríkja. Helsta hlut- verk stjórnarinnar er að gera tillögur til Ráðherranefndarinnar og yera málsvari hagsmuna bandalagsins, túlka þá hags- muni gagnvart Ráðherranefndinni og auk þess að miðla málum í deilum aðildarríkj- anna. Þá hefur Framkvæmdastjórnin eftirlit með framkvæmd sáttmála EB og getur skotið deilumálum til Dómstóls EB. Hver framkvæmdastjóri sinnir til- teknu sviði, s.s. landbúnaði, fiskveiðum o.s.frv. Stjómin hefur aðsetur sitt í Brússel. • „Eru Danir brúarsmiðir Norðurlandanna og 1 Dana í framkvæmdastjórn EB, ræðirvið Björn J Brussel í júní á síðasta ári. að allir flokkar nema Vinstri flokkurinn kommúnistamir, telja lífsnauðsynlegt að „vera með“ í EB að nánast öllu öðru leyti en formlega séð. í desember lýsti sænska ríkisstjómin svo yfir þeirri stefnu að leitast yrði við að afnema viðskiptahindranir milli Svíþjóðar og EB til að komast inn á heimamarkað bandalagsins sem stefnt er að fyrir árslok 1992. Að þessu markmiði hyggjast Svíar vinna bæði með tví- hliða viðræðum við EB og í gegnum EFTA. Skv. yfirlýsingum stjómarinnar er megin markmiðið að komið verði á einu sameigin- legu markaðssvæði allra 18 EFTA-landanna og EB-ríkjanna 12. Það sem hins vegar heldur aftur af Svíum er hlutleysisstefna þeirra. Sænsku stórfyrir- tækin eru sterk á alþjóðavettvangi og eru þegar tekin að koma sér fýrir innan EB- svæðisins. Sænsk fyrirtæki kaupa upp dönsk fyrirtæki, ASEA hefur slegið sér saman við Brown Boweri í Swiss, sem hefur sterka stöðu í Þýskalandi, og Ericsson hefur nýver- ið keypt sig inn í franskan rafeindaiðnað. Sænska hagkerfið er það opið að ekkert mælir í raun gegn því efnahagslega að Sví- þjóð gangi í EB og má vera ljóst af síðustu yfirlýsingum stjórnarinnar að Svíar geta hugsað sér tollabandalag og frjálsan flutning vinnuafls og fjármagns í skiptum við EB. Það 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.