Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 27

Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 27
EVRÓPUBANDALAGIÐ EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) er í rauninni samheiti yfir þrjú bandalög; Kola- og stálbandalag Evrópu, Efnahags- bandalagið (EBE) og Kjarnorkubanda- lag Evrópu (EURATOM), meginmark- mið eru hin sömu, stofnanir þær sömu og sömu aðildarríki. Upphaflegu meðlimir EB voru Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Luxemborg og V.-Þýskaland. 1972 bættust Bretland, Danmörk og ír- land í hópinn, 1981 Grikkland og svo Spánn og Portúgal á síðasta ári. • Pólitísk samvinna EB-landanna fer sívaxandi. Tveir risar innan bandalagsins; Thatcher, forsætisráðherra Bretlands og Kohi, kanslari V.-Þýskalands. Prátt fyrir þessi mikilvægu tíðindi sem Steingrímur boðaði eftir fundinn, má ljóst vera að EB hefur engan vegin fallið frá þessari stefnu. Hún er samþykkt af ráð- herranefnd EB og liggur óbreytt fyrir. Telja heimildarmenn að hér sé um orðalagsleik að ræða sem sýni vilja EB til að slaka ofurlítið á kröfum gagnvart íslendingum til að liðka frekar fyrir samningaviðræðum næstu árin. Skv. heimildum í Brussel var Cardosa tekinn á beinið á fundi sjávarútvegsráðherra EB eftir fundinn með Steingrími fyrir að fylgja ekki fast eftir kröfunni um að koma fisk- veiðibátum bandalagsþjóðanna inn í ís- lenska landhelgi. EFTA-LEIÐIN Tollkvótar á saltfiski samkvæmt EB- samningnum runnu út um áramót og annað stærsta viðskiptavandamái íslands gagnvart EB snýst um að fá freðfisk inn fyrir tollmúra bandalagsins. Miklir hagsmunir eru í húfi og hefur ríkisstjórnin greinilega markað sér þá stefnu að fara „EFTA-leiðina“ að Evrópu- bandalaginu. Á fundi Steingríms með ráð- herrum EFTA-landanna í Genf í desember var stærsta viðfangsefnið að fá fram sam- þykki um að fiskur teldist fríverslunarvara eins og annar iðnvamingur og þrátt fyrir andstöðu Svía náðist nokkur árangur. Hug- myndin með þessu er sú að vinna fiskinum tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkaðnum í gegnum EFTA. TILSLAKANIR ÓHJÁKVÆMILEGAR Af viðræðum við stjórnmálamenn og máli þeirra, verður ekki ráðinn neinn merkjan- legur munur á stefnu íslensku stjómmála- flokkanna í Evrópupólitíkinni. Flestir virð- ast sammála um að reyna beri bæði að nálg- ast ákvarðanatöku innan Evrópubandalags- ins með sameinuðum samtakamætti þeirra hverju íslendingar geta náð fram í tví- hliða viðræðum við EB. Áður fyrr var gefinn kostur á aukaaðild að Bandalaginu sem í raun var hugsuð sem áfangi að aðild að EB síðar meir. í dag er ekki um nein- skonar aukaaðild að ræða,“ segir Gunn- ar, og heldur áfram: „Ég tel ósennilegt að við hugum að aðild að EB fyrr en við förum að tapa verulega á því að standa fyrir utan bandalagið. Það á við um þær aðstæður að hin Evrópuríkin í EFTA gengju í EB því þá værum við í vondri stöðu ef við ætluðum að halda áfram að selja mikið að útflutningsvörum okkar til landa EB. í fjórða lagi gæti þróun öryggismála í Evrópu haft mikilvæg áhrif á framgang þessara mála. Það er nefnilega falskt að stilla þessu eingöngu upp sem efnahags- legu spursmáli - í öllum aðalatriðum er þetta póltískt mál.“ ÍSLAND SÍFELLT HÁÐARA EB í riti sínu ísland og Evrópubandalagið kemst Gunnar m.a. að þeirri niðurstöðu að „eftir inngöngu Portúgala og Spán- verja í EB 1986 er ísland því háðara um utanríkisviðskipti sín en nokkurt hinna Norðurlandanna, fyrir utan Noreg, og mun háðara því en það hefur verið nokkrum einstökum markaði á lýðveldis- tíman um. Það merkir að ákvarðanir, sem teknar eru innan bandalagsins, hafa sífellt meiri áhrifá íslandi, án þess að Islending- ar hafi möguleika til að hafa veruleg áhrif á þær ákvarðanir.“ Gunnar bendir á í riti sínu að ef reynt yrði að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan EB og fá tilslakanir á viðskiptasviðinu, yrðu Islendingar jafnframt „að slaka til frá þeirri utanríkisviðskiptastefnu sem fylgt hefur verið á undanförnum árum.“ „Okkur er fyrst og fremst í mun að fá betri fríverslunarsamninga og það hefur komið í ljós að ýmsir geta hugsað sér frjálsara fjármagnsflæði á milli íslands og Evrópuríkjanna,“ segir hann við ÞJÓÐ- LÍF. „Ef ísland gengi í EB kæmu til skil- yrði og tilslakanir sem yrðu öllu erfiðari viðureignar: Við gætum þurft að opna vinnumarkaðinn fyrir erlendu vinnuafli, afnema alla tolla gagnvart EB-ríkjunum, veita öðrum þjóðum fiskveiðiréttindi og svo gætu ýmis atriði í hagstjóm okkar bundist því sem ákveðið er út í Evrópu.“ Gunnar segir það vera almenna skoðun hér á landi að við ættum að fá góða við- skiptasamninga við bandalagið og með bestu skilyrðum, en að öðru leyti ekki tengjast því nánari böndum. „Það er erfitt að segja til um hvemig þetta mun ganga upp í framtíðinni,“ segir hann að end- ingu. • Ómar Friöriksson. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.